Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Qupperneq 293
Hjálp f TiSlogum
271
Handklæði, vasaklút eða öðru
slíku er tvívafið um upphandlegg-
inn (lærið). Pyrri vafningurinn sé
j þröngur, sá síðari slakur, og end-
arnir hnýttir saman. Þá er stungið
staf eða blýanti undir slaka vafn-
inginn og snúið upp á, þar til hæfi-
lega er hert að og blæðingin stöðv-
uð (I).
Blóðnasir.
Sá, sem blóðnasir fær, er látinn
setjast og halla höfðinu aftur á bak.
Nösinni, sem blæðir úr, er lokað
með því að þrýsta að með íingr-
inum, ellegar troða sótthreinsuðu
vatti í nasirnar.
Kaldur, votur klútur eða svampur
er lagður á nefið og ennið.
Blóðspýtingur.
Blóðið er ljóst að lit og freyðir.
• Blóðspýtingur stafar annað hvort
af meiðslum I brjósthoUnu eUegar
lungnaberklum.
1. Fötum hins veika er hneppt
frá og hann síðan lagður á bakið
með hátt undir herðum og höfði.
2. Ef því er við komið, er muUnn
ís látinn 1 munn hins sjúka. Sé
púlsinn veikur og sjúklingurinn virð-
ist ætla að missa meðvitundina, er
honum gefið inn hressingarlyf, t. d.
nokkrir kamfórudropar, eða ögn af
vínanda.
Blóðuppköst.
Blóðið er dökkt og Ufrað og
kemur frá maganum (magasár).
Meðferð sjúkiingsins er hin sama
og við blóðspýting; nema hvað hann
er látinn hvíla lágt með höfuðið.
Hafi sjúklingurinn orðið íyrir
slysi og hugsanlegt að um innvortis
beinbrot sé að ræða, ríður á að fara
eins varlega með hann og unnt er,
og hreyfa hann helzt ekki fyrr en
næst í lækni.
Sé hins vegar knýjandi nauðsyn
að flytja þann veika, verður að
gera það með mestu nærgætni, og
þannig að hinn særði líkamshluti
geti hvílzt hreyfingarlaust. Að öðr-
um kosti getur brotið farið úr lagi.
Beinbrot.
Einfalt beinbrot.
Brotinn limur er öðruvísi í lögun
en heill. Brotið veldur bólgu og
sársauka, en húðin er heil og ó-
skemmd.
1. Útlimurinn er afklæddur. Ef
nauðsyn krefur, eru ermar eða
skálmar klipptar eða skornar sund-
ur. Færið sjúklinginn varlega úr
jakkanum, heilbrigða handlegginn
á undan.
2. Hinn brotni útlimur er látinn
hvílast; handleggur í fatla (J). Sjá
myndina.
Þurfi að flytja sjúklinginn, er
ef til vill nauðsynlegt að setja
spelkur við hinn brotna iim. Því
má haga þannig, að innst er tál
fyllingar látið sjúkravatt, tuskur,
hálmur, hey eða þvíumlíkt, allt eft-
ir því hvað fyrir hendi er. Því næst
eru spelkur lagðar við limínn, t. d.
reglustika, þykkar pappírsræmur,
prikstúfur og þessháttar. Spelkurn-
ar verða að vera svo langar, að þær
nái út yfir liðamótin, beggja megin
við beinbrotið, ef því verður þá við
komið. Sé t. d. fótleggurinn brotinn,.