Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 294
272
Hjálp í viðlögum
verða spelkurnar að ná upp fyrir
hnéð og niður fyrir fótinn. Spelk-
urnar og það sem innan undir er,
eru bundnar þétt að liminum með
léreftsræmu, treflum eða öðru, sem
nothæft er.
Opið beinbrot.
Húðin hefur roínað og blæðandi
sár hefur myndazt; ef til vill standa
brotin bein út úr sárinu.
Búið um sárið með sótthreinsuð-
um umbúðum og reifið síðan út-
liminn eins og við einfalt (lokað)
beinbrot.
Reynið aldrei að ýta brotunum
inn aftur eða setja brotið saman.
Beinbrot sérstaks eðlis.
Viðbeinsbrot er all ajgengt. Hand-
leggurinn hangir þá máttlaus, öxlin
veitir fram. Handieggurinn er
studdur með breiðu bindi (I) og er
haldið að bolnum með öðru bindi,
sem vafið er kringum brjóstið.
Rifbeinsbrot veldur sársauka við
andardráttinn, sérstaklega ef and-
inn er dreginn djúpt. Við illkynjuð
rifbeinsbrot geta lungun særst, svo
blóð getur gengið upp úr sjúklingn-
um ef hann hóstar. Bundið er um
með breiðu bindi, laki, handklæði
eða þ. h. Vafið er þétt um brjóst-
kassa sjúklingsins og svo fest sam-
an með öryggisnælum.
Brot á hryggjarliðnum eða
mjaðmagrind eru mjög hættuleg.
Ef grunur er á að um slík brot sé
að ræða, verður að viðhafa hina
mestu gætni, hreyfa sjúklingínn
sem minnst, láta hann liggja á bak-
inu og hagræða honum með púðum
o. þ. h.
Brot á höfuðskel eru alltaf hættu-
leg. Valda slík brot oft sömu ein-
kennum og þegar um heilahristing
er að ræða, þ. e. uppköstum, með-
vitundarleysi hrotukenndum andar-
drætti og stundum sjást blæðingar
úr eyrum og nefi. Sjúklingnum er
hagrætt eftir því sem kostur er á
og að öðru leyti reynt að ná í lækn-
ir eins fljótt og auðið er, áður en
nokkuð frekar er aðhafst.
Liðhlaup og liðsnúningur.
Sagt er að liður „hlaupi úr lið"
eða „fari úr lið“, þegar liðfletirnir
hrökkva úr eðlilegri stöðu og sam-
hengi hvor til annars. Veldur það
vanalega áköfum sársauka, lögun
liðarins hefur breytzt og vanalega er
liðurinn óhreyfanlegur. Sé um fót
eða handlegg að ræða, er sá, sem
er „úr liði“, vanalega styttrl eða
lengri en hinn sem heilbrigður er.
Kaldir bakstrar eru vanalega not-
aðir fyrst í stað og þess annars
gætt, að liðurinn hafi sem mesta
ró og hvíld. Um fram allt má ekki
reyna að kippa í lið aftur, en leita
læknis í skyndi.
Sagt er að „liður snúist" ef staða
liðflatanna hvor til annars hefur
raskast augnablik, en svo allt
hrokkið í rétt horf aftur. Vanalega
fylgja því ákafir verkir og liðurinn
bólgnar.
Kaldir bakstrar og hvíld.