Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 302
Rauði krossinn
Rauði krossinn er alþjóða stofn-
un, sem hefur það að markmiði
sínu að hjálpa þeim, sem á því
þurfa að halda, án tillits til litar-
háttar, kynstofns eða trúarbragða.
Allir geta gerzt félagar Rauöa
krossins, og félagatalan í öllum
heiminum nemur nú rúmlega 40
milljónum manns.
í upphafi var Rauði krossinn að-
allega stofnaður í þeim tilgangi að
bæta böl manna í ófriði. Síðar hef-
ur Rauði krossinn engu síður látið
til sin taka á friðartímum með alls
konar hjálparstarfsemi og heilsu-
vernd.
Aðalhvatamaður tii stofnunar
Rauða krossins var Svisslendingur,
að nafni Henri Dunant. Hann var
á ferðalagi í Ítalíu, er orustan við
Solferino var háð og var sjónar-
vottur að því mikla blóðbaði. Að-
búnaður sá, er sjúkir menn og særð-
ir áttu þar við að búa, fékk svo
mjög á hann, að hann gerðist sjálf-
boðaliði og fékk nokkra menn í lið
með sér til að hjálpa og hjúkra
hinum særðu.
Á 3. ári eftir orustuna, 1862, skrif-
aði hann bók, Un Souvenir de
Solferino, er fjaliaði um endur-
minningar hans frá orustunni. Bók
þessi vakti mikla eftirtekt. Varð
hún tilefni til þess, að fjórir sam-
landar Dunant gengu í lið með hon-
um að stofnun Alþjóða Rauða
krossins. Tilgangur félagsins var að
fá allar þjóðir til að vinna að því
að útbúa og æfa hjálparsveitir á
friðartímum til að hjálpa og hjúkra
særðum í ófriði. Ennfremur að fá
það viðurkennt af öllum þjóðum,
að særðir hermenn skyldu friðhelg-
ir í ófriði, ásamt hjúkrunarliði
Rauða krossins. Þessum tilgangi fé-
lagsins er löngu náð.
Árið eftir, 1864, var haldinn fund-
ur í Genéve með fulltrúum ýmissa
þjóða. Þar var þá undirritaður
Genévarsamningurinn 22. ágúst, um
að bæta kjör særðra manna í ófriði.
Samningur þessi hefur síðan verið
aukinn og endurbættur, og svo að
segja allar siðaðar þjóðir hafa löngu
gengið að honum.
Störf Alþjóða Rauða krossins ann-
ast tveir aðilar:
1) Alþjóðanefndin (International
Committee), er skal gæta hagsmuna
Rauða krossins út á við og sjá um,
að reglum hans sé fylgt. Aðalað-
setur hennar er i Genéve og er hún
skipuð 25 manns, sem allir eru
Svisslendingar og allir sjálfboðalið-
ar.
2) Samband Itauða kross félaga
(The League of Red Cross Societi-
es), er hefur aðalaðsetur sitt í París.
Sambandið skal efla samvinnu milli
Rauða kross félaga innbyrðis og
vinna að útbreiðslu Rauða krossins
með því að stuðla að stofnun Rauða
kross félaga. Starfandi Rauða kross
félög í heiminum eru nú rúmlega
60.
Kauði kross Islands var stofnaður
10. desember 1924, og var fyrsti for-
maður hans Sveinn Björnsson.
R. K. í. hefur aðalaðsetur sitt í
Reykjavík. Hann starfar í deildum,
og eru nú deildir starfandi á eftir-
töldum stöðum: í Reykjavík, Akur-
eyri, Akranesi, Hafnarfirði, ísafirði,
Neskaupstað, Keflavík, Sauðárkróki,
Seyðisfiröi, Siglufirði og Vestmanna-