Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 319
Skátahreyfingin
Baden-Powell alheimsskátahöfð-
ingi; stofnandi skátahreyfingar-
innar.
Sögu skátahi-eyfingarinnar er ekki
hægt að ræða nema minnst sé fyrst
á stofnanda hennar, Baden-Powell.
í ævi hans er forsaga skátahreyf-
ingarinnar fólgin.
Robert Stephenson Smith Baden-
Powell var fæddur í London 22.
febrúar 1857. Er hann hafði lokið
skólanámi, gerðist hann hermaður
og dvaldist lengst af í Afríku eða
Indlandi. Fljótt gat hann sér góðan
oröstír fyrir, hve eftirtektarsamur
og athugull hann var. 'sem her-
foringi gat Baden-Powell sér heims-
frægð í Búastríðinu um síðustu
aldamót, fyrir hinn glæsilega sigur
við Mafeking. Skömmu áður kom
út bók eftir hann, „Aids for scout-
ing“. Hún er skrifuð sem leiöbein-
ingabók fyrir hernjósnara, hvernig
skuli átta sig á ókunnum slóðum,.
geta rekið spor, skrifað skeyti o. s.
frv. Þetta varð til þess, að B. P.
fékk þá hugmynd að umskrifa bók-
ina, svo að hún væri hentugri fyrir
drengi. Upp frá þessu helgaði
Baden-Powell líf sitt og starf í þágu
æskulýðs heimsins.
f ágústmánuði 1907 er svo skáta-
hreýfingin stofnuð. Þá fer B. P.
með nokkra drengi í útilegu út í
Brownsea-eyju á ánni Thames.
Mjög ört breiddist skátahroyfing-
in út um heiminn, og er nú svo
komið, að starfandi eru skátafélög
1 70 löndum, og meðlimir tæpar 5
milljónir drengja og 2 milljónir
stúlkna. Skátahreyfingib er hafin
yfir þjóðerni, litarhátt, trúarbrögð,
stjórnmál og stéttaskiptingu. Til-
gangur félagsskaparins er að hjálpa
drengjum og stúlkum til þess að
verða að nýtari borgurum — og fá
unga fólkið til þess að hagnýta tóm-
stundirnar sér til þroska.
Hér á fslandi var fyrsta skáta-
félagið stofnað í Reykjavík 2. nóv-
ember 1912. Það nefndist Skáta-
félag Reykjavíkur, og var núverandi
skátahöfðingi, Helgi Tómasson,
meöal stofnenda.
Nú eru starfandi 42 skátafélög
hér á landi, með samtals 4000 virka
meðlimi. 7 skátaheimili og 16 skáta-
skálar eru víðsvegar um landið.
Skipting skátafélags innbyrðis er
þannig: Flokkur, samanstendur af
6—8 skátum og flokksforingja. Yfir
sveit (4 flokkum) er sveitarforingi.
Yfir deild (4 sveitum) er deildar-