Stefnir - 15.08.1947, Síða 6

Stefnir - 15.08.1947, Síða 6
ct ef til vill gott fyrir lesendur ritsins að geta borið það á sér, án þess að mikið fari fyrir því. A undanförnum árum má segja, að ritnefnd Landssambands ísl. útvegsmanna hafi haft aðgang að dagblöðum höfuðstaðarins, og er rétt í því efni að minna á, að „Morgunblaðið“ hefur jafnan birt við og við hina svokölluðu Landssambandssíðu, þar sem málefni út- vegsmanna voru birt á þeirra ábyrgð. En reynzlan hefur sýnt og sannað, að þetta var allt of þröngur stakkur fyrir áhugamál útvegs- manna, enda vitað mál, að margir aðilar sækja að blöðunum, og því ekki ætíð kostur þess að fá greinar birtar á þeim tíma, sem þess er mest þörf. Óskar ritnefnd L. I. Ú. — eftir sem áiður — að fá rúm hjá landsmálablöðunum, sérstaklega um þau málefni útvegsins, er almenning varðar mest á hverjum tíma. Til þess að gera útvegsmönnum og lesendum þessa rits nokkurn veginn Ijósa grein fyrir, hvert sé efni þess og áform, er rétt að taka þetta fram: 1. Ritið á að gera grein fyrir stefnu og viðhorfi í útvegsmálum á hverjum tíma. 2. Það á að skýra frá félagslegum málefnum Landssambandsins og útvegsmannafélaganna. 3. Það á að skýra frá málefnum Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda og starfsemi íslenzka togaraflotans. /h Það á að birta félagatal Landssambandsins. 5. Það á að birta aflaskýrslur og fréttir frá útvegsmannafélög- unum hvarvetna á landinu. 6. Það á að flytja erlendar og innlendar fréttir um nýjungar í fiskiðnaði og nýtingu sjávarafurða, veiðiaðferða og fiskiskipa- bygginga og allt það, er verða má íslenzkum útvegi til gagns. 7. Það á að birta kaup- og kjarasamninga og skýra frá setningu nýrra laga eða reglugerða, er varða liagsmuni útvegsins. 2 STEFNIK

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.