Stefnir - 15.08.1947, Page 7
S. Og loks á ritið að verða álmennur vettvangur fyrir útvegs-
menn til þess að ræða áhugamál sín og kynna þau stéttar-
bræðrum sínum og öllum almenningi.
Ritið er að sjálfsögðu opið öllum félögum Landssambandsins.
Það á, og þarf að verða, þeirra rit og rétti vettvangur.
Ef reynzlan sýnir, að útvegsmenn festa tryggð við þetta fyrsta
rit sitt og taka sjálfir þátt í þvi að gera það sem fjölbreyttast, með
því að senda því gott ef?ii til birtingar, mun þess ekki langt að bíða,
að það geti rækt hlutverk sitt þeim til gag?is og sóma.
Ritnefndin hefur þá trú, að lieilladrýgst sé að sigla hægt af stað,
en auka fremur við seglin eftir því, sem byrinn rœðst, og séð verður
lrvað fleytan þolir. A þami veg verði síður liætt við kollsiglingu.
Með þessa hugsun sem kjölfestu kemur „STEFNIR“ til félags-
manna L. I. U. og annarra lesenda sinna. Reynzlan sker úr, hvort
fleytan verði stækkuð eða að „sjóði á keipum“ eða árar lagðar i bát.
Virðingarfyllst
Ritnefnd L. í. Ú.
STEFNIR
3