Stefnir - 15.08.1947, Page 24

Stefnir - 15.08.1947, Page 24
Á útilegubáti skiptist til heiminga, en þá skal vera lög- skráður matsveinn, er fær einn hlut er greiðist af óskiptum afla, og auk þess 116,00 krónur á mánuði auk dýrtíðaruppbótar, sem útgerðarmaðurinn greiðir. 7. grein Lifur skal mæld með göggildu niáli að lokinni aðgerð í hvert sinn. 8. grein Vinni hásetar, matsveinn og vélamenn að útbúnaði skips í byrjun eða enduðum veiðitíma, svo sem uppsetningu lóðar, hreinsun og málningu skips- botns, hreinsun skipa ofan þilja og neðan, umfram venju. ber útgerðarmanni að greiða slíka vinnu samkvæmt gildandi kauptöxtum, þar sem skipið á heima eða þaðan sem skipið er gert út, þó aldrei lægra en þetta er á heimilisstað skips- ins. Vélamenn hafi .25% hærra dagkaup en hásetar og 25% hærra í eftirvinnu nætur og helgidagsvinnu. Fyrir ákvæðis- vinnu við að beita bjóð úr bing skal greiða kr. 6,50 auk verð- lagsuppbótar. 9. grein Landmenn séu lögskráðir. 10. grein Leita skal samþykkis skip- verja á sölu á fiski, sem út- gerðarmenn kaupa sjálfir af skipum sínum. Fiskkaupmenn skulu afhenda landformanni hvers skips nótu yfir innlagðan aíla af útfylltu verði pr. kíló. Bílstjórar skulu skyldir til að láta landform. í té nótu að af- loknu starfi bílsins í hvert sinn. Beitusíld þá, sem útgerðarmenn eiga veidda í Reykjavík og Hafnarfirði eða annars staðar, skal selja skipverjum á því verði, er Beitunefnd ákveður og aug- lýsir á hverjum tíma. Um beitu- skurð til hvers báts skal einnig hlíta ákvæðum Beitunefndar. 11. grein Skipverjar eiga kröfu til land- formanns, að hann sé fulltrúi þeirra í samráði við skrifstofu félaganna við uppgjör reikninga og solu á afla, kaup á vistum og öðrum tilkostnaði við útgerðina. 12. grein Heimilt er að ráðningartími skipshafnar sé frá skráningar- degi til 1. maí 1947. Fari skip- 20 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.