Stefnir

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stefnir - 15.08.1947, Qupperneq 27

Stefnir - 15.08.1947, Qupperneq 27
„Og fivað skeðttr nú?” Eftir James Whittaker. Það hefur verið auðvelt að selja fisk síðan 1939. Við skulum ekki deila um það. Styrjöldin skapaði hungraða markaði, sem heimtuðu allan þann fisk, sem ísland gat látið í té, og greiddu hátt verð. Nokkrir markaðir eru enn hungraðir, vantar ennþá fisk, og hægt er að fá hátt verð á þessum stríðsröskuðu svæðum. En þetta mun ekki halda lengi áfram. Sá tími mun koma í ná- inni framtíð, að jafnvægi skap- ast á ný í matvælaframleiðsl- unni í veröldinni, og þá sérstak- lega í Vestur-Evrópu. Þetta er staðreynd og viðvörun til allra á Islandi. Hvað mun ísland gera þá? íslendingar ættu að þakka guði sínum fyrir það, að þeir njóta einna bestu lífskjara í heiminum. Þetta hefði auðveldlega getað farið á annan veg. Ef ísland ætl- ar að halda áfram að njóta þess- ara góðu lífskjara, verður það að byrja nú þegar — strax á þessu augnahliki — að skipuleggja sinn einasta atvinnuveg þannig, að landið sé reiðubúið að ráða frarn úr vandamálum þeim, sem fyrir verða, þegar markaðirnir hafa færst aftur í eðlilegt horf. ísland verður að byrja að skipu- leggja hlutina nú strax, svo að það verði samkeppnisfært á komandi árum. Þetta verður ekki auðvelt, — í sannleika verður það erfitt, — en það er framkvæmanlegt. Það er ekki ofsagt, að lífs- skilyrði íslands byggjast að öllu leyti á happasæld sjávarútvegs- ins. Þetta er staðreynd, sem margir íslendingar virðast gleyma. Lífsskilyrðin hafa að mörgu leyti verið svo auðveld undanfarin fjögur til fimm ár, að alvara veruleikans hefur næstum því fallið í gleymsku. An happasældar á mörkuðum Evrópu, verður ísland að horf- STEFNIR 23

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.