Stefnir - 15.08.1947, Page 29

Stefnir - 15.08.1947, Page 29
íslands. Vér lifum á tímum vísindalegra rannsókna, skjótr- ar þróunar breytilegra kring- umstæðna. Island má nú ekki gleyma þessu, og ekki heldur hinu, að það hefur aðeins eitt spil í hendinni — fiskinn. Allt það sem skeður annars- staðar (í sambandi við fiskiveið- ar) verða menn að kynna sér — þetta getur átt við nýjar vélar, frábrugðin net, nýjar aðferðir við botnvörpuveiðar, nýjar flutn- ingsaðferðir, ný tæki og útbún- að, nýjar gerðir skipa, nýjar að- ferðir við geymslu, verkun, nið- ursuðu eða frystingu á fiski, nýj- ar aðferðir við nýtingu úrgangs- efna, nýjar aðferðir við vinnslu á lýsi og fjörefnum, jafnvel aðferð- ir við veiðar nýrra teg. fiskja. Með öllu slíku verða framleið- endur að fylgjast nákvæmlega, kynna sér og ræða. Það hefur grundvallarþýðingu fyrir við- hald, vöxt og viðgang þessa mik- ilvæga atvinnuvegar íslendinga. A þann veg geta þeir ef til vill verið reiðubúnir að mæta hætt- um þeim, sem áreiðanlega koma á daginn og geta ekki verið langt undan. Island er ekki einasta fiski- veiðalandið í heiminum; Island er ekki það stærzta; ísland er ekki það sterkasta í þessum efn- um, en Island er eina landið sem byggir alveg og eingöngu á sölu fiskjar um allan heim. Þetta verður að hafa yfir aftur og aft- ur, og allir íslendingar verða samviskusamlega að muna það. Heimsmarkaðirnir eru að breytast og þróast; íslénzki sjávarútvegurinn verður að gera það einnig ef hann á að geta haldið áfram sem heilnæmur þj óðaratvinnu vegur. STEFNIR 25

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.