Stefnir - 15.08.1947, Síða 39

Stefnir - 15.08.1947, Síða 39
ardaginn var, komst Mr. Bootby svo að orði um verðlagseftirlit, að sjómenn gætu ekki verið einráðir. Þeir gætu ekki heimtað ákveðið verðlag hjá Herring Board, tryggt af ríkinu, og samtímis ekki þolað utanaðkomandi afskiptasemi. Ef þeir óska eftir að hafa umsjá með síldveiður sjálfir, án tillits til ráðsins, væri frjáls verzlun ómn- flýjanleg. „Eg get sagt yður“, sagði Mr. Bootby, „að matvælaráðherra hefur hugleitt alvarlega þann möguleika, að útrýma öllum núver- andi höftum, og láta verðlagið komast sjálfkrafa í eðlilegt horf. Hann hefur útrýmt ýmsum höftum upp á síðkastið, með þeim for- séndum. ef atvinnuvegurinn eigi að blómgvast, verði annað hvort að hafa ríkisrekstur eða frjálsa samkeppni. Það er engin ástæða að halda að þetta nái aðeins til síldarútgerðar. Samt sem áður er ég algjörlega mótfallinn niðurfellingu allra hafta og verzlun á frjálsum markaði. Eg hefi sagt ráðherranum, að samkvæmt mínu áliti mundi það vera óheillavænlegt fyrir framtíðar skipulagningu útvegsins. I bili — ef til vill í mjög skamman tíma — gæti verðið skrúfast hátt upp, en fyrr eða síðar mundi koma kreppa, eins og á árunum milli styrjaldanna. Glasgow Herald. # SLAKAÐ TIL Á REGLUM UM DREYFINGU FISKJAR Matvælaráðherra hefur ákveðið að slaka enn til á höftum á dreyf- ingu fiskjar. Frá næsta þriðjudegi að telja, munu þeir sem senda umsóknir fá skírteini ,er heimila sölu á hvítfiski, ef þeir eiga hús- næði og nauðsynleg tæki, í höfnum og á mörkuðum inn í landi. Skírteinin munu gilda fyrst um sinn í sex mánuði. The Times, London, 25. júní 1947. TIL SÉRSTAKRAR ATHUGUNAR 1. Skýrsla neðri málstofunnar í London: Endurskoðun á fiskverði í haust. Einnig rann- sókn á fiskiveiðum við strendur Bretlands o. frv. STEFNIR 35

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.