Stefnir

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stefnir - 15.08.1947, Qupperneq 41

Stefnir - 15.08.1947, Qupperneq 41
Frá félagí íslenzkra botnvðrptí- / skípaeigenda (F. 1. B.) Félag ísl. botnvorpuskipaeig- enda mun vera elzta félag út- gerðarmanna á Islandi. Félagið er nú rúmlega 30 ára gamalt, og í janúarmánuði 1946 var þessi félagsskapur orðinn 30 ára. Af því tilefni efndu félagsmenn til mikils og góðs fagnaðar að Hótel Borg. Þessi hátíðarhöld tókust með afburðum vel, og sýndu glögglega einingu og samstill- ingu þessara 30 ára félagasam- taka. I Fél. ísl. botnvörpuskipa- eigenda hafa jafnan verið starf- andi eigendur allra íslenzkra botnvörpuskipa á hverjum tíma, og er svo enn þann dag í dag, enda hafa þeir eigendur nýju botnvörpuskipanna, sem byggð hafa verið á undanförn- um tveim árum í Bretlandi, og ekki átt botnvörpuskip áður, gerzt félagar í félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda jafnóð- um og skip þeirra hafa komið til landsins. Félag íslenzkra botvörpu- skipaeigenda er annar aðalþátt- urinn í heildarsamtökum útvegs- manna í landinu, og hefur félag- ið jafnan og f'rá upphafi verið meðlimur í Landsambandi ís- lenzkra útvegsmanna og stvrkt þau samtök með ráðum og dáð- um. Aðalfundur félagsins var haldinn nú síðast hinn 27. maí s. 1. í fundarsal félagsins í Hafn- arhvoli við Tryggvagötu. A þeim aðalfundi gaf formaður félagsins, Kjartan Thors for- stjóri í Reykjavík, glöggt yfiríit yfir starfsemi félagsins, og gat hann þess þá m. a. að á milli aðalfunda hefðu verið haldnir 36 almennir félagsfundir auk hinna fjölmörgu stjórnarfunda og smærri viðræðufunda við ýms tækifæri, sem útvegsmenn liefðu átt með sér. Benti hann á það, hve þessi mikli fundafjöldi bæri glöggt vitni um hið fjölþætta STEFNIR 37

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.