Stefnir - 15.08.1947, Page 42

Stefnir - 15.08.1947, Page 42
félagsstarf og þann góða félags- anda ,sem ríkti innan félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda. En auk þessa inikla félagslega starfs, sem togaraeigendur hafa lagt af mörkum í starfi Félags íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda, hafa þeir einnig lagt mikið starf fram í þágu starfsemi út- vegsmanna í landinu í gegn um Landsamband íslenzkra útvegs- manna. Það er að sjálfsögðu mikill fengur fvrir tiltölulega ung félagssamtök, þegar slíkt félag sem Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda verður þar þáttakandi, þar sem á bak við þann félagsskap er margra ára örugg og góð revnzla um félags- legan þroska og hvílík nauðsyn útvegsmönnum er á slíkri starf- semi yfirleitt. Frá því er félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda hóf starfsemi sína í landinu, hefur það átt forgöngu um stofnun ýmsra þeirra fyrirtækja, sem beinlínis hafa haft veruleg áhrif á hag og afkomu togaraútgerð- arinnar í landinu. Má í þessu sambandi minnast á samtrvgg- ingu íslenzkra botnvörpunga, sem stofnað var fyrir rúmlega 20 árum vegna m. a. forgöngu ýmsra manna innan Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, svo og síðan Lýsissaml. íslenzkra botnvörpunga. Eins og að líkum lætur voru sótt mörg ráð og góð til Félags íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda þegar undirbúningur hófst að nýsköpun togaraflotans, og fulltrúar þess m. a. fengnir til þess að undirbúa og ganga frá sanmingum fyrir hönd rílcis- stjórnarinnar um kaup á nýjum botnvörpuskipum, þau eru nú að koma til landsins hvert af öðru, þessi nýju og fögru skip, og þar með auka þau á styrk og velgengni Félags íslenzkra botn- vörpueigenda, sem átti mikinn og drjúgan þátt í því hversu vel þau eru úr garði gerð og til sóma íslenzkri útgerð. Félag íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda hóf á s. 1. ári veru- legt starf um stofnun Olíusam- lags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda, en eins og kunnugt er brenna hin nýju skip olíu tii véla sinna, og því þótti það mikið framf-aramál að dómi ýmra félagsmanna, að íslenzkir togaraeigendur kæmu sér saman um stofnun Olíufélags íslenzkra botnvörpunga, sem beitti sér fyrir kaupum á brennsluolíu til skipanna. Enda þótt að mál 38 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.