Stefnir - 15.08.1947, Page 43
þetta hafi nú að minnsta kosti í
bili tekið á sig annað form, en
upphaflega var til ætlazt, var
hér samt sem áður um að ræða
mikilsverðan áfanga á réttri leið
og undirbúningsstarf, sem síðar
kann að geta haft hinar heill-
vænlegustu afleiðingar.
Þá má minnast á enn einn
merkilegan þátt í félagssamtök-
um togaraeigenda fyrir frum-
kvæði og undir forystu Félags
íslenzkra botnvörpuslcipaeig-
enda, en hér er átt við þá starf-
semi sem allir Reykjavíkur-
togararnir hófu á s. 1. ári með
stofnun sameginlegrar afgreið-
slu, undir nafninu Togaraaf-
greiðslan h. f.
Hafnfirzkir togaraeigendur
höfðu í mörg ár haft nána sam-
vinnu á þessu sviði, sem gefið
hefur mjög góða reynzlu. Má því
segja, að þar sé að leita fyrir-
myndarinnar um þessa sameig-
inlegu starfrækslu reykvízkra
togaraeigenda, sem þó verður
framkvæmd enn fastmótaðra en
verið hefur hjá hinum hafn-
firzku stéttarbræðrum. Enda
þótt þetta snerti mest Reykvík-
inga eina, getur það fyrr eða
síðar komið öðrum félagsmönn-
um Félags íslenzkra botnvörpu-
skipaeigenda að beinuin eða ó-
beinum notum, en stofnun
togaraafgreiðslunnar h. f. sýn-
ir þann félagslega þroska og
styrk, sem lýsir sér í einingu og
skilningi á sameginlegum gerð-
um þeirra manna, sem reka
sömu atvinnu undir sömu skil-
yrðum.
Islenzki togaraflotinn hefur
um margra ára skeið, og raunar
frá upphafi, er hann tók til
starfa við strendur landsins, ver-
ið lyftistöng og einn aðalþáttur-
inn í lífæð þjóðarinnar. Miklar
og margvíslgar umræður hafa
farið frarn um starf og rekstur
togaraflotans bæði í tíma og
ótíma. Þegar togaraflotinn og
ísl. togaraútgerðarmenn áttu
mest í vök að verjast vegna fjár-
hagslegrar kreppu og annara
erfiðra aðstæðna, var oft minnst
á íslenzku ryðkláfana, sem úr sér
væru gengnir og ekki þess virði
að þeim yrði stefnt út á hafið
framvegis. Nú er það orðin stað-
reynd, að þrátt fyrir það þó
„ryðið“ hafi oft sorfið að íslenzk-
um togurum, fluttu þeir samt
sem áður mestu björgina í bú
yfir ófriðarárin og sýndu enn
sem fvrr, að framtíð íslenzku •
þjóðarinnar byggist að verulegu
leyti á því, að héðan sé hægt að
reka myndarlegan og stórvirkan
STEFNIR
39