Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Side 3

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Side 3
Islendingar! Árið um kring halda skip vor uppi reglubundnum samgöngum á milli hinna dreifðu hafna á landinu, og yfir veturinn eru þetta oft einu samgöngutækin, sem fólk getur treyst til að skila farþegum og farmi heilum og óskemmd- um í höfn. Þess á milli eru fjölþættir möguleikar til flutn- inga, sem fela þó ekki í sér neitt varanlegt öryggi um samgöngur, og er það því hagsmunamál landsbúa sjálfra að beina sem mest viðskiptum til vor. Með því styðja þeir og styrkja þjónustustarf vort og' stuðla að því, að það geti aukizt og batnað. Taxtar vorir fyrir vöruflutning eru yfirleitt án tillits til vegalengdar, þar eð þjónusta vor miðar að því að jafna nokkuð aðstöðu landsbúa til samgangna, og er þess vænzt, að þeir, sem betur eru settir varðandi samgöngur, skilji þetta og meti. Skip vor eru traust og vel útbúin og skipshafnirnar þaulæfðar, og er þetta mikils virði fyrir viðskiptamennina, enda viðurkennt af tryggingarfélögunum, sem reikna þeim, er vátryggja, lægsta iðgjald fyrir vörur sendar með skipum vorum. Þetta fyrirtæki er eign stærsta félagsins á landinu, þjóðfélagsins. Sumum finnst það félag svo stórt, að þeir finna vart til skildleika eða tengsla við það, en sá hugs- unarháttur þarf að breytast. Skipaúlgerð ríkisins VINNAN og verhalýOurinn 129

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.