Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Qupperneq 9

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Qupperneq 9
verzlunarsamtaka verkamanna hefur verið og er óslitin baráttusaga við harðvítugt verzlunarvald, er neytir allra þeirra vopna, sem fjármagn og þjóðfélagsvöld fá veitt, til að knésetja kaupfélög alþýð- unnar, ekki aðeins efnahagslegra, heldur líka andlegra vopna. Þetta sannar ekkert betur en saga Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis frá fyrstu tíð, en þó kannski einna greinilegast árásirnar á KRON um þessar mundir, af því tilefni að s.l. ár hefur orðið nokkur reksturshalli á fyrirtækinu í fyrsta sinni í sögu þess, halli, sem að mestu leyti stendur í sambandi við eina búð félagsins og sem stjórn þess hefur látið fram fara opinbera rannsókn á. Árásirnar nú á þessi verzlunarsamtök verkalýðsins í höfuðstað landsins sýna bezt að stéttarandstæðingurinn veit vel hvílíkur öldubrjótur Kron hefur verið og er öllum neytendum gegn dýrtíðarárásunum. Og honum er Ijóst að í þessum fjölmennu verzlunarsamtökum á alþýða höfuðstað- arins miklu að tapa og mikið að verja. •— Þetta verður alþýðan einnig að gera sér ljóst. -—• Það er ekki nýtt að á bátinn gefi í þeim þunga róðri, sem kaup- félög verkafólksins hafa mátt eiga, ung og févana gegn auðugum stéttarandstæðingi og máttarvöldum þjóðfélagsins. — Það er mikill vandi að leiða samtök, sem við slíkar aðstæður eiga að stríða. Og það eru miklar kröfur, sem gera ber til forystumanna undir svona kringumstæðum: kröfur um markvísi, aðlögunarhæfni, hagsýni, ná- kvæmni, dugnað og hæfileikann til að læra af allri reynzlu o. s. frv. En engin stjórn fjöldasamtaka er svo vel mennt að hún geti unn:ð sitt ætlunarverk, nema f jöldinn geri einnig sitt. Alþýða Reykja- víkur verður að gera. sér ljóst á almennari mælikvarða en nokkru sinni fyrr að KRON hefur verið og er, næst verkalýðssamtökunum, sterkasta stéttarlega baráttutækið gegn dýrtíðinni og að örlög þess liggja framar öllu í höndum verkafólks og alþýðu bæjarins. — Al- þýðan sem stétt verður að vakna til skilnings á því, að því meira og almennar sem hún fylkir liði um verzlunarsamtök sín, því minna þarf að leggja á vöruna til að standa undir nauðsynlegum kostn. og þeim mun lægra vöruverð, ekki aðeins hjá kaupfélaginu heldur líka hjá öðrum verzlunum. Alþýðan verður að gera sér almennt grein fyrir þeim sannindum, að bjóði aðrar verzlanir lágt verð þá er það kaup- félagi hennar að þakka. Fögnuður verkalýðsandstæðinga og dýrtíðarbruggara yfir óför- um verzlunarsamtaka fólksins mætti sannarlega reynast ótímabær og ástæðulaus. Það hefir fyrr blásið öndvert í hagsmunabaráttu fólks- ins og alltaf miðað í áttina samt. Og svo mun verða að þessu sinni. Nú, þegar fjárplógsöfl hyggjast slá tvær flugur í sama höggi: VINNAN og verkalýðurinn 135

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.