Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Qupperneq 10

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Qupperneq 10
Verkalýðssamtök- in mótmæia Fyrir skömmu gaf stjórn Alþýðxi- sambands íslands út boðskap til allra sambandsfélaga þar sem mótmælt er þeirri skefjalausu verðhækkunar- stefnu sem nú er rekin í skjóli nú- verandi ríkisstjórnar, á þeirri fölsku forsendu, að launabætur þær, er fengust í kaupdeilunum s.l. vor, hafi gert slíkar verðhækkanir nauðsyn- legar. Jafnframt hvetur sambands- stjórn verkalýðsfélögin og einstakh inga að svara hinum ósvífnu blekk- ingaráróðri stjórnarmálgagnanna með þyí, að taka þessi mál til með- ferðar á fundum félaga og á vinnu- stöðvum. — Fer ávarp sambands- stjórna-r hér á eftir: „Alþýðusamband íslands mótmælir harðlega þeim staðlausa áróðri, að þær gífurlegu verðhækkanir, sem nú eru tilkynntar daglega, standi í nokkru sambandi við þá 10% kaup- hækkun, sem fékkst með lausn verk- fallsins í vor. í ýmsum tilfellum nemur hin aug- Iýsta verðhækkun 20—30%, en vinnu- laun flestra fyrirtækja eru aðeins lítill hluti af samanlögðum reksturs- kostnaði þeirra. Lætur því nærri, að 2—3% verðhækkun gæti orðið rétt- mæt afleiðing af 10% kauphækkun, en hitt má fullyrða, að 10% verð- hækkun eða meira er að langmestu leyti af allt öðrum rótum runnin. Miðstjórn Alþýðusambandsins hvetur öll sambandsfélög og allt t'é- Iagsbundið verkafólk til að taka þessi mál til umræðu á fundum og á vinnu- stöðvunum um land allt og' mæta þannig hinum ósvífna áróðri stjórnar- blaðanna. ræna ávöxtum launabaráttu verkalýðsins s.l. vor með óþörfum verð ■ hækkunum og knésetja neytendasamtök alþýðunnar, mun svar verka- lýðsins ekki verða út í hött: Hann mun vissulega beita samtakaafli sínu að því marki að losa sig við ríkisvald hverskonar kaupræningja. En hann mun á líðandi stundu ekki láta undir höfuð leggjast að bregða því vopni, sem hann hefur þegar í hendi sér og hvetja það sem mest má verða, í stað þess að láta slá það úr hendi sér. Hann mun sem heild, án tillits til mismunandi stjórnmálaskoðana og sjálf- um sér samkvæmur fylgja eftir starfi sínu og baráttu í verkalýðsfé- lögunum með alhliða eflingu neytendasamtaka sinna, í fullum skiln- ingi á því, að einmitt þau við hlið verkalýðsfélaganna eru einn þýð- ingarmesti vettvangur hagsmunabaráttunnar. Þess vegna mun verka- lýður Reykjavíkur og öll alþýða sameinast um það að rétta við þegar í stað, það sem hallaðist á s.l. ári í þessari baráttu og hefja KRON aftur til meiri vegs á sínu sviði en nokkru sinni áður. Þetta er ein nær- tækasta, og raunhæfasta dýrtíðarráðstöfun verkalýðs höfuðstaðarins, nú í svipinn. 136 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.