Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Page 16

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Page 16
Þegar þetta er ritað er talið að síld- veiði í salt sé kannske rúmlega það sem hún var um sama leyti í fyrra. Hins vegar sé verðmæti hennar tals- vert meira vegna síldarverðsins. Á ýmsum stöðum hefur á köflum verið svo mikið annríki við síldarsöltun að fólk hefur lagt saman dag og nótt, eins og áður fyrr á hinum gömlu góðu síldartímum, sem lengi hefur verið saknað. Austfirðir — og þó einkum Seyðisfjörður — hafa- ekki í fjöldamörg ár verið heimsóttir af blessaðri síldinni í svo ríkum mæli sem nú, þótt viðdvölin þætti stutt. hvern keppinauta verksmiðjunnar. Fyrirmælin um að halda öllu leyndu var okkur þeim mun auðveldara, sem við ekki vissum hvað í okkur var látið. Á hverjum degi vorum við leidd fyrir ungan lækni, sem mældi blóð- þrýstinginn, skoðaði í okkur augun og spurði okkur ýmsra einkennilegra spurninga. Fám dögum seinna fengum við um annað að hugsa en pillurnar. Að vísu stóð það í nánu sambandi við pill urnar, þó að við vissum það ekki þá. Það byrjaði þannig að stúlkurnar í flöskuþvottinum tóku sig til og fóru fylktu liði á fund yfirverkstjórans og og heimtuðu launahækkun. Hann starði dauðskelkaður á hópinn. — Mér er engin leið að taka neina afstöðu til þessa máls, sagði hann og vafðist tunga um tönn. — Þetta heyrir undir forstjórann og sjálfsagt kemur þetta ekki til nokkurra mála. ■— Þá það, við förum þá bara til for- stjórans og röbbum við hann, — sögðu stúlkurnar einum rómi — og biðu ekki boðanna, en strunsuðu á fund forstjórans. — Nei, nei, æpti yfirverkstjórinn á eftir þeim og enni hans löðraði í svita. — Þið megið ekki ana svona inn til forstjórans. Hann yrði æfur út í mig. Eg skal ekki láta bregðast að bera upp við hann óskir ykkar. — Þetta eru — fjandinn hafi það engar óskir, Thomsen minn — þetta er krafa og ef hann ekki verður við henni, getur hann sjálfur skolað sín- ar skitnu flöskur. Samt varð það að samkomulagi, að yfirverkstjórinn legði málið fyrir framkvæmdastjórann. Atburður þessi var aðalumræðu- efnið á matstofunni og skrifstofufólk- ið, sem endanær blandaði sér aldrei saman við verkafólkið, kom nú til okkar í matarhléinu til þess að fá að fylgjast með hvað skeði. — Forstjórinn var næstum búinn að fá slag — sagði kvenfólkið. -— Það vantaði nú bara að hann ræki flösku- stúlkurnar úr vinnunni. 142 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.