Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Side 17

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Side 17
— Þá skulum við svei mér láta hann lesa upp og læra betur — sögðum við i samfestingunum. Og reyndar var það frá skrifstofu- fólkinu, sem við fengum næstu frétt- ir og þær komu öllum á óvart. — Það hélt með sér fund og ákvað ein- róma að ganga í verzlunarmannafé- lagið. Það spurðist að Holm forstjóri hefði náfölnað, þegar hann heyrði þetta. — Fram til þessa hefi ég haft þá ánægju að vera laus við bolsévisma hérna á skrifstofunni hvæsti hann. — Eg kæri mig ekkert um íhlutun fagféiaga. Það er ég sem ræð hérna! Niðri í kjallaranum sýslaði ég með apana í ró og næði og gladdist yfir því að loksins fengi hann C. C. C. Holm að láta í minni pokann. Við héldum áfram að heimsækja hann Nikulás gamla reglulega þrisvar á dag, skoluðum þar niður pillunum og fórum svo til unga læknisins til rann- sóknar. Qkkar á milli létum við falla orð um það að tími væri til þess kom- inn að forstjórinn gleypti sjálfur sín- ar pillur en enginn hafði brjóst í sér til þess að nefna það við hann Niku- lás gamla, sem hafði svo milt og gott augnaráð. Þegar hér var komið hafði ég sjálf- ur mitt eigið viðfangsefni að bjástra við. Eg var sem sé að hugsa um hvort ég ætti nú ekki að láta verða af því S T A K A Meðan eitruð Mammonsþý moða í reitum sínum, brauðsins neyti ég aðeins í andlitssveita mínum. Rósberg Snædal. að bóða henni Ebbu á bíó eitthvert kvöldið, eða kennske í skógartúr á sunnudaginn. En í hvert skipti sem ég hafði ætlað að láta verða úr þessu missti ég allan móð og var vanur að stama: — Gott er blessað veðrið frök- en Jensen. — Viðburðirnir, smáir og stórir, ráku hverjir aðra. Á daginn vorum við dreyfð á hinum ýmsu vinnustöðum verksmiðjunnar, en í matarhléinu söfuðumst við saman og sögðum hver öðrum nýjustu fréttir. Ungfrú Sörensen, sem vann í bók- haldinu, sem til þessa hafði skrýft hár eins ok gamlar konur eru vanar að hafa það, hafði nú allt í einu tekið upp nýmóðins hárgreiðslu og sýndist hafa yngst um 20 ár. Fólkið sem vann í vörugeymslunni hafði farið fram á það við yfirmenn sína að þeir sýndu því meiri kurteisi í umgengni og stúlkurnar í flösku- þvottinum höfðu hægt það á sér við vinnuna, sem þær töldu sanngjarnt. Loksins hafði húsvörðurinn hann Valdberg gamli tekið sig til og látið draga úr sér þær fáu beiglur sem eftir voru í munni hans og dag nokk- urn var hann kominn með skjanna- hvítar flunkunýjar tennur sem hann var að reyna að temja sér að nota. Olsen í vörumóttökunni, sem varla hafði þorað að ganga einn þvert yfir götuna, var í þann veginn að kaupa mótorhjól. Fólkið á skrifstofunni, hafði þver- tekið fyrir að vinna eftirvinnu nema hún væri sérstaklega borguð. Anton litli, hann hélt því heiti enn þó að hann væri orðinn 42 ára, hafði hleypt í sig kjarki og var loksins fluttur úr foreldrahúsum. Rikka í innpökkunardeildinni hafði Framhald á bls. 151. VINNAN ng verkalýðurinn 143

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.