Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Síða 18

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Síða 18
Ásgeir Norðdahl verka- maður Reykjalundi í Mosfellssveit er sonur Elliða Guðmundssonar bróður Skúla Norðdahl á Úlfarsfelli og Eggerts á Hólmi sem fjölmargir kannast við. Ásgeir er vel að sér gjör um marga hluti eins og hann á kyn til. Hann er sjálfmenntaður vel og fróður, vakandi fyrir framvindu heimsmála, en stendur föstum fót- um í íslenzkum jarð- vegi. Hann er ekki fljót- tekinn, eins og það er kal'að, en getur verið skemmtilegur viðmælis og orðhagur vel. Hann er einn þeirra, sem vinna við kynningu. Fáir munu í daglegu tali hafa tamið sér betra íslenzkt mál en hann. Má segja, að nú, þegar margvíslegar hættur steðja að sjálfstæði voru, séu slíkir menn þjóð sinni þarfari en fólk almennt gerir sér ljóst, í fljófu bragði. Eins og að líkum læt- ur um svo vel gefinn alþýðumann hefur Ás- geir jafnan verið traust- ur og öruggur talsmað- ur verkalýðssamtaka. Hann mun hafa verið einn af helztu hvata- mönnum stofnunar Verkalýðsfélagsins Esju og var formaður félags- ins um skeið. Ásgeir var fimmtugur 2. júní s.l ★ Ingibjörg Jónsdóttir er borin og barnfædd í i Garði á Suðurnesjum. Hún fluttist til Reykja- víkur ung stúlka og stofnaði síðar með manni sínum, Sigurði Eyjólfssyni, heimili að Litlu-Brekku á Gríms- staðaholti, þar sem hún býr enn. Hún missti mann sinn eftir stutta sambúð frá mörgum börnum ungum. — Það er út af fyrir sig efni í mikla sögu að lýsa þvi afreki einstæðrar móð- ur að koma til manns hópi barna af þeirri prýði sem hér mætti greina dæmi um, en það mun ekki reynt í þessum línum. ■—■ Hitt er þó vert þess að minnst sé, að mitt í önn harðar lífsbaráttu átti ekkjan í Litlu-Brekku ótrúlega marga yfir- vinnustund, sem hún gat fórnað félagslegri menningu og hagsmun- um alþýðunnar. Og víst er um það, að þegar rakin verður þáttur kvennanna frá þeim tíma, er róttæk verka- lýðssamtök voru í sköp- un í höfuðstað landsins, mun nafni þessarar konu ekki gleymt. Eða hvort munu ekki ýmsir, sem þá voru ungir á Grímsstaðaholti og ný- vaknaðir til virkrar þátttöku í verkalýðs- baráttunni, -—- minnast kynna sinna af baráttu- i 44 VINNAN ng verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.