Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Qupperneq 19

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Qupperneq 19
konunni góðu í Litlu- Brekku, konunni sí- vökulu, sem aldrei vék af verðinum fyrir mál- stað stéttar sinnar, hvorki heima né heim- an. — Hér skal ekki orðlengt. En þeir verka- menn, sem enn eru ung- ir og ekki vita frekar deili á umræddri konu, mega gjarnan vita, að þar fer móðir Eðvarðs Sigurðssonar ritara Dagsbrúnar. Þar í er fólginn hluti af fram- lagi hennar til íslenzkr- ar verkalýðsbaráttu, og mun mörgum finnast skerfur sá nokkurs virði. Ingibjörg á 7 upp- komin myndarbörn og 15 barnabörn. Hún varð 70 ára 27. júlí s.l. ★ Jón Rafnsson verka- maður, Skólavörðuholti 4 Reykjavík varð sjö- tugur 4. júlí s.l. Jón er fæddur og uppalinn að Hvalnesi á Skaga í Skagaíjarðarsýslu, son- ur Rafns J. Símonarson- ar og Elínar Andrés- dóttur. Ættir hans liggja um Skagafjörð og víðar um Norðurland. „Mín vopn hafa ætíð verið hakinn og skófl- an“, sagði Jón og sló svo út í aðra sálma. — En einmitt í þessu stutta svari fólst táknræn mannlýsing, sannari og rismeiri en til var ætlazt. Það er vissulega tvennt, að halda á haka og skóflu: sinna verki, svo talað sé bert. í höndum Jóns hafa „hak- inn og skóflan“ verið hin mestu kjörvopn. Hann hefur jafnan fengið orð fyrir að vera mikill dugnaðar- og ejljumaður og tveggja manna maki að hverju starfi sem hann gekk. Og enn eru starfskraft- ar hans frábærir. Þetta á ekki sína megin skýr- ingu í óvenjulega traustri líkamsbyggingu og hreysti, heldur einnig og kannski eink- um í viðhorfi hans al- mennt til starfsins og lífsins. Þetta er engum ljósara en þeim, sem bezt þekkja hæfileika Jóns og vita að fleiri vopn hefðu getað farið vel í hendi hans en hak- inn og skóflan. En það er saga fyrir isig. — Hvenær kemur sú tíð, með þjóð vorri, að vopnabræður þessa manns, þeir, sem verð- mætin skapa, verði metnir eins og þeim ber? Kona Jóns er Hróðný Jónsdóttir, ættuð úr Borgarfjarðarsýslu. Þau eiga fjögur uppkomin börn, öll gift, nema yngsti sonur þeirra. -k Svona var Þárarinn Fmns- son fertugur. Þórarinn Finnsson inn- heimtumaður, Vesturg. 3, varð 75 ára 9. maí í vor s 1. Hann er fæddur að Tunguhóli í Fá- skrúðsfirði 9. maí, 1880, sonur hjónanna Finns Guðmundssonar og Kristínar Þórarinsdótt- ur. Þórarinn stundaði sjó í flestum helztu VINNAN og verkalýðurinn 145

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.