Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Qupperneq 26

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Qupperneq 26
a Framhald af bls. 143. gefið Thomsen yfirverkstjóra vel úti- látinn löðrung, þegar hann í einu skúmaskotinu gerðist heldur nær- göngull við hana í þukli og félagar hennar heimtuðu samstundis meira ljós og betri loftræstingu í vinnu- salnum. Þá var það, að þagmælskublaðran sprakk, á einn eða annan hátt og einn roorguninn eftir að fólk hafði meðtek- ið sinn venjulega pilluskammt var það á allra vitorði að meðalið sem prófað var á fólkinu var til þess gert, að útþurrka allan ótta og gefa því hugrekki. Ef að tilraunin heppnaðist var búizt við rosastórum pöntunum frá landvarnarmálaráðuneytinu. Og allt í einu skildum við samhengið milli ýmsra atvika, sem við höfðum áður haldið að væru tilviljanir einar. Og upp úr þessu fór að færast veru- legt líf í túskurnar. Seinni hluta þessa sama dags, söfnuðumst við öll saman í matsalnum og sendum forstjóranum skilaboð að við hefðum við hann er- indi nokkuð. Svar hans var, að hann myndi sjálfsagt gera boð eftir okkur þegar hann þyrfti eitthvað við okkur að tala. En þegar hann heyrði, að vinnustöðvun yrði unz honum þókn- aðist að láta sjá sig, birtist hann í eigin persónu. — Þetta er blátt áfram uppreisn — hrópaði hann uppbelgdur og út- tútnaður af vandlætingu — Þér megið kalla þetta það sem yður þóknast — svaraði einn félag- anna, sem við höfðum kjörið tals- mann fyrir hópinn. •— Forstjóranum ætti að vera kunnugt um að við höf- um fyrir skemmstu borið fram nokkr • ar mjög sanngjarnar kröfur, sem ekki hefur verið svarað nema með undan- brögðum og vífilengjum. En nú vilj- um við fá þessi mál afgreidd. — Þetta er ábyrgðarlaust tiltæki með öllu, sagði forstjórinn, sem var tekinn að jafna sig, þó að enn vott- aði fyrir kipringi í kringum munn- vikin. •— Þetta er þó vona ég enginn venjulegur vinnustaður. Hugsið að- eins andartak til allra hinna sjúku, þeirra, sem þjást, og þetta fyrirtæki er ávalt reiðubúið að hjálpa, -— það var ekki laust við að hann stamaði, því að enn voru eftirköstin af nýetn- um hátíðaverði í bæjarhótelinu ekivi úr honum rokin. — Nú er nóg komið af orðaskaki — við viljum áþreifanlegar aðgerðir, annað ekki! •— Það getur vel verið, en ekki er það ég einn sem ræð, ég er háður stjórn fyrirtækisins. — Augnaráð for- stjórans var ekki laust við að vera flöktandi. •—• Eg get lofað ykkur því að koma máli ykkar á framfæri við stjórnina sem væntanlega heldur fund eftir hálfan mánuð. — Trúið honum ekki! gall í ein- um úr hópnum. Hann vill aðeins draga þetta á langinn, því nú hefur hann skipað þeim í rannsóknarstof- unni að búa til gagnverkandi pillur, sem eiga að gera okkur dáðlaus aftur. — í þessum töluðu orðum varð þys við dyrnar. — Aparnir hafa sloppið út! var hrópað. —• Hvar eru þeir? spurði ég og svarið lét ekki á sér standa, því í dyr- unum birtist Herkúles vinur minn með þrjá aðra apa sér við hlið. Þetta voru allt gerðarlegustu apar, ag búast hefði mátt við að upp hefði komið glundroði í hópnum, sérstak- 152 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.