Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 5

Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 5
KÍNVERSKT ÆFINTÝRX: NÆTURGREIÐI Smásaga eftir Li Fu-yen. (Li Fu-yen var uppi á fyrri helm- ingi nítjándu aldar, en margar af sög- um hans lifa þó enn þann dag í dag. Sögur hans einkennast af mjög ó- venjulegu, kynlegu hugmyndaflugi. Nýskeð var lesin í útvarpið smásaga eftir þennan höfund, hét hún: „Mað- urinn, sem varð að fiski“). Þegar Li Tsing, hinn mikli hershöfðingi, var ungur að ár- um, og þá enn óþekktur, fór hann oft til veiða í Huo-fjöllun- um. íbúarnir þarnar í fjallahér- uðunum kynntiist honum því nokkuð og þar sem hann var hár og karlmannlegur og fríður maður, en auk þess vingjarn- legur í viðmóti við alla, þá geðj- aðist fólkinu líka vel að honum. Á veiðiferðum sínum kom hann oft í eitt þorpanna og fékk sér þar ýmist árbít eða kvöldverð. Gömul kona í þorpinu sá honum jafnan fyrir fæði og húsaskjóli er hann varð svo síð- búinn, að hann náði ekki til borgarinnar að kvöldi. Þessi gamla kona var vel efnum búin og tók aldrei við greiðslu frá honum fyrir þann beina, sem hún lét honum í té. Hún hafði alltaf reiðubúinn heitan kvöld- verð og ágætt rúm handa Li Tsing og urðu þau hinir mestu mátar. Dag nokkurn er Li var á veið- um kom hann auga á hjörð dá- dýra og veitti hann hjörðinni eftirför. Hann var góður reið- maður og bar hann því hratt yf- ir dali og fjallshryggi. Öðru hverju fylgdi hann götuslóðum eftir geitur yfir fjallshryggi til að stytta sér leið og í trausti þess að komast á slóð dádýranna aftur. En að lokum fór svo að hann tapaði af slóðinni. Hann var þá staddur á fjallsöxl nokk- urri hárri og vissi að hann myndi þaðan sjá hvaða hreyf- ingu sem væri, sem ekki væri lengra burtu en um hálfan kíló- meter, og hann var of mikill veiðimaður til þess að gefast upp þrátt fyrir það að hann sæi ekkert til dýranna. Hann hélt því áfram förinni 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.