Bergmál - 01.04.1954, Page 6

Bergmál - 01.04.1954, Page 6
Apríl Bergmál ---------------------- og fór nú yfir hvern fjallshrygg- inn af öðrum allt til kvölds. Um bað bil, sem myrkt var orð- ið, var hann orðinn svo villtur, að hann hafði ekki hugmynd um hvar hann væri staddur. Vonsvikinn og þreyttur reyndi hann að þræða til baka, þá leið sem hann hafði komið, en hann var nú á slóðum, sem voru honum algjörlega ókunnar. Er langt var liðið á kvöld, sá hann skyndilega ljós á fjalls- toppi nokkrum framundan og virtist honum að þangað myndi ekki vera meira en um hálftíma ferð. Hann gladdist nú mjög og beindi hesti sínum í átt til þessa- ljóss í von um að finna þar næt- urstað. Þegar hann nálgaðist fjalls- topp þennan, sá hann þar höll eina stóra umgirta háum, hvít- leitum múr með rauðri hlið- grind. Hann barði fast á hlið- grindina og beið átekta. Að alllangri stundu liðinni kom þjónn nokkur, opnaði litl- ar hliðardyr á múrnum og spurði hvers hann óskaði. Li sagði honum að hann hefði ver- ið í veiðiferð, en farið villur vegar og beiddist því gistingar. „Ég er hræddur um að það sé ekki hægt að hýsa yður,“ svaraði þjónninn. „Húsþænd- urnir eru fjarverandi. Aðeins húsmóðirin viðlátin.“ „Viljið þér þrátt fyrir það gera svo vel að tala við húsmóð- urina fyrir mig?“ Þjónninn gekk þá inn í höll- ina, en kom að vörmu spori út aftur og sagði: „Gjörið svo vel að koma inn með mér. Frúin var í fyrstu treg til að veita yður inngöngu, en er hún heyrði að þér hefðuð villst, þá breytti hún um skoðun og sagðist myndi veita yður næturbeina.“ Li var vísað inn í sal, sem skreyttur var mörgum kristalls- lömpum og margs kyns skraut- munum öðrum. Og brátt birtist þar þjónustustúlka, sem til- kynnti að húsmóðirin væri að koma. Andartaki síðar kom húsmóð- irin inn í salinn. Það var virðu- leg kona um fimmtugt, klædd fábrotnum, svörtum fötum. Li veitti því athygli, að allur klæðnaður hennar var úr hinum dýrmætustu efnum. — Hann hneigði sig djúpt og virðulega og bar fram afsakanir fyrir því ónæði er hann gerði. „Synir mínir eru fjarverandi í nótt, en undir slíkum kringum- stæðum veiti ég sjaldnast gest- um móttöku. En sökum þess, að þér hafið villst og nóttin er mjög 4

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.