Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 14

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 14
Bergmál ------------------------- skipti, sem ég hefi komið þarna, og ef þú trúir mér ekki —En ég gat ekki haldið áfram. Ég snerist á hæli og hljóp út úr stofunni. Og ég hljóp alla leið upp stigann, og inn í herbergi mitt og tvílæsti hurðinni, hvorugt þeirra skyldi komast inn til mín. En samt gat ég ekki hætt að gráta. Ég tók upp dagblaðið og leit á það á ný. Ég kast- aði mér þversum ofan á rúmið mitt. Hamingjan góða, hvað áttu öll þessi læti að þýða. Víst var þetta bannsett klúður allt saman. Myndin af okkur Gloriu framan við þessa spilakassa og Glenn þar sem hann beygði sig yfir þennan viðbjóðslega Tona, var hræði- leg. En drottinn minn dýri, ég hafði ekki gert nokkurn hlut. Ekkert, í raun og' veru. Ég hafði ekki einu sinni dreypt á vínglasinu. Gloria — jú, hún hafði að vísu drukkið eitthvað, en þeg- ar allt kom til alls, þá var hún næst- um því tuttugu og eins. Ég leit í blað- ið, þar stóð, áð hún væri nítján, lygar- arnir — en hún kunni áreiðanlega að umgangast vín. Greinin í blaðinu gerði okkur báðar að — — já, hlustið þið bara á þetta : „í gærkvöldi bar svo við í Arinstof- unni, sem er vel þekkt vínveitingahús þrem mílum utan við borgina, að tvær unglingstelpur, sem voru í fylgd með nítján ára dreng, urðu valdar að slags- málum, sem vissulega ætti að verða unglingavernd borgarinnar hvöt til opinberrar herferðar, gegn þeim, sem selja unglingum áfengi. Stúlkurnar eru: Elín Chalmers, 18 ára, dóttir hjónanna Benjamíns J. Chalmers og konu hans, og Gloria Dyer, 19 ára, dóttir frú Frank Dyer, en í fylgd með þeim var herra Anderson, ----------------------------Apríl 19 ára, sonur hjónanna Clyde And- erson og konu hans, þau höfðu öll dvalið þarna, sem gestir veitingahúss- ins nokkra stund, er slagsmálin hóf- ust. Sjónarvottar segja, að Tony Mar- tell, ungur maður, atvinnulaus, hafi reynt að gerast nærgöngull við ung- frú Chalmers og þá hafi herra Ander- son skorist í leikinn. Ljósmyndari blaðsins, sem hefir hug á að kynna sér á hvern hátt æskulýð- ur borgarinnar ver tómstundum sín- um, náði meðfylgjandi mynd á því andartaki er Anderson og Martell lentu í slagsmálunum. Eigendur veit- ingahússins telja, að þeim hafi verið ókunnugt um það, að ungu stúikurn- ar væru innan lögskipaðs ^aldurs gest- anna. En hvað sem því líður, þá hefir þetta veitingahús lengi verið undir smásjá löggæzluyfirvaldanna í hérað- inu og grunað um að leyfa unglingum aðgang. í viðtali, sem blaðið átti við Harvey Conelly borgarstjóra um þessi mál, sagði hann, að rannsóknum yrði hald- ið áfram og hert á eftirliti með .. o. s. frv. — o. s. frv. um það hve allt þetta unga fólk væri að verða vilt. í hreinskilni sagt, þá voru það engin undur, að pabbi hafði rokið upp. Dag- blöðin gera nú líka sitt til þess að vekja eins mikla athygli á smámunum og mögulegt er. Auðvitað var það hárrétt, að Tony Martell hafði verið að reyna að kyssa mig. Ég þeytti dagblaðinu út í horn og þurrkaði af mér skælurnar. Ég heyrði að pabbi var ennþá að bölsótast niðri, mamma var að reyna að sefa hann. Ef hann aðeins hefði leyft mér að gefa skýringu í stað þess að halda yfir mér siðferðisprédikun um ungli.ngafélög og 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.