Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 15

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 15
1 954 -------------------------------- þvíumlíkt, hvaða smábarna fyrirtæki, sem það nú annars var. En því skyldi ég ekki hringja til Gloriu? Ef til vill vildi hann hlusta á hana. Gloria gat sannfært hvern sem vera skyldi um allt, sem henni datt í hug. - En það var móðir hennar, sem kom í símann, þegar ég hringdi. „Gloria er ekki við,“ svaraði hún og mér fannst rödd hennar eitthvað dularfull. Ég hristi höfuðið. En þessir foreldrar. „Er hún kannski sofandi ennþá, frú Dyer? Þetta er Elín.“ „Ert það þú, Elín. Nei, hún er komin á fætur og farin eitthvert," svo sagði hún ekki fleira. Það varð óeðlileg þögn. Hvað var að, af hverju var kon- an svona dularfull? „Reyndu að hringja aftur eftir klukkutíma, Elín.“ „Heyrðu, viltu ekki gjöra svo vel og segja henni, að ég ætli að bregða mér yfir um til hennar. Ég ætla að koma eftir rúma klukkustund." Hún sagðist skyldi skila því, og ég kvaddi, en ég var ekki ánægð með þessar fréttir. Hvert gat Gloria hafa farið klukkan níu að morgni? Nema þá, að hún hefði farið beina leið í búðina, og hvað var dularfullt við það, ef hún hafði farið til vinnu sinnar, eins og vant var? Ég yppti öxlum. Ég yrði víst að bíða þar til ég hitti Gloriu. Ég opnaði dyrnar á svefnherberginu mínu örlítið og hlustaði. „Hvað um það, ég ætla að fara og tala við ritstjórann," heyrði ég að pabbi sagði. Ég greip andann á lofti. Hvers végna gengu þessi ósköp á fyrir honum? „Og ég ætla að fara með þér,“ sagði mamma nú, og andartaki síðar heyrði -------------------- Bergmál ég að þau skelltu útidyrahurðinni á eftir sér. Ég gekk út að glugganum og horfði á eftir þeim í bílnum. Pabbi tók hornið niðri á veginum á tveim hjól- um. Hann var áreiðanlega meira en lítið æstur þegar hann ók þannig. Ég undraðist það svolítið, að mamma skyldi ekki kalla upp til mín áður en þau fóru og segja mér hvenær hún kæmi aftur, ekki þó svo að skilja, að það væri neitt óvenjulegt að hún færi út, án þess að láta mig vita af því. Mér hafði alltaf fundist ég vera upp- komin að nokkru leyti síðan 1943, að ég byrjaði í menntaskólanum. Það ár hafði pabbi verið sendur í Evrópuher- inn, en þar hafði hann orðið liðþjálfi. Sama árið hafði mamma farið að vinna úti, í hergagnaverksmiðju, því að laun pabba voru ekki mjög há, og auk þess vildi hún leggja sinn skerf til þess að vinna stríðið sem fyrst, svo að pabbi kæmi heim fljótlega aftur, eins og hún sagði. Þá vandist ég á að hugsa um mig að mestu leyti ein. Og þá fór ég að vaka fram eftir á kvöldin eins og mér sýndist, það var hvort sem var enginn heima til að reka mig í rúmið, og mér fannst ég vaxa af því að hegða mér eins og fullorðna fólkið að þessu leyti, enda þótt ég væri aðeins 14 ára þá. Á þessum tíma kynntumst við Gloria bezt. Hún fór alltaf með mér, er ég þurfti að kaupa mér fatnað, hún hafði svo næman smekk. Og þegar hún sagði að ég væri „smart“ og „elegant" í einhverju nýju sem ég hafði keypt mér, þá var ég í sjöunda himni. Það var ekki lítils virði að fá slíkar viður- kenningar frá Gloriu . Við Gloria höfðum verið mjög góðar 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.