Bergmál - 01.04.1954, Síða 16

Bergmál - 01.04.1954, Síða 16
Bercmál ----------------------- vinkonur frá því við vorum átta ára, enda þótt hún væri tveim árum eldri. Ég leit upp til hennar. Pabbi hennar dó þegar hún var kornung, og hún hafði snemma lært að bjarga sér sjálf í einu og öllu. Hún var alltaf hrein og bein gagnvart mér og gat ég lært mik- ið af henni. Svo þegar ég byrjaði í menntaskólanum og varð að mestu að sjá um mig sjálf, eins og áður er sagt, þá vorum við Gloria stöðugt saman, óaðskiljanlegar vinkonur. Svo að þeg- ar ég byrjaði að fara út með Glenn — það var ungi maðurinn, sem dag- blaðið minntist á — og ég hafði þekkt hann í hálft ár þegar hér var komið sögu, — þá trúði ég Gloríu fyrir öllu, sem okkur fór á milli. Glenn var ágætur strákur. Hann hafði lofað foreldrum sínum því, að hann skyldi hvorki reykja né bragða vín, fyrr en eftir að hann væri orðinn tuttugu og eins árs. En í staðinn ætl- uðu þau að kosta' hann til náms í véla- verkfræði. Þetta var út af fyrir sig gott og blessað, og ég virti Glenn fyr- ir það, en aftur á móti horfði ég samt aðdáunaraugum á Gloriu er hún reykti eins og strompur aðeins seytján ára, og þegar hún var átján, þá sá ég hana renna niður kokkteil, eins auð- veldlega og margur fullorðinn, — að vísu hóstaði hún dálítið í fyrstu skipt- in, sem hún reyndi, en það varð eng- inn var við slíkt. Gloria kunni að halda öllu sínu andstreymi leyndu fyrir öðr- um. Ég hafði reynt að stæla Gloriu í einu og öllu, en þrátt fyrir það hafði mér hvorki tekist að læra að reykja eða renna niður áfengum drykkjum, ekki einu sinni áfengum bjór. Gloria hélt samt áfram að hamra á því við ----------------------------Apríl mig að ég yrði að reyna að temja mér þetta hvorttveggja, að minnsta kosti svo vel, að ég gæti verið með, ef á þyrfti að halda, og þetta hefir ef til vill verið ein veigamesta ástæðan fyr- ir því, að ég stóðst hana ekki er hún kom klukkan sjö í gærkvöld til þess að telja mig á að koma með út í Arin- stofuna. Eftir nokkrar vífilengjur af minni hálfu tókst henni þó að fá mig til að lofa því, að koma með í Arin- stofuna og hafa Glenn, piltinn minn með mér. Sjálf ætlaði hún í fylgd með sínum pilti, sem heitir Joe. Þegar ég svo reyndi að fá Glenn til að taka þátt í þessari för, tók hann því víðs fjarri. Sagði að þetta væri að- eins drykkjukrá, ósamboðin heiðvirðu fólki. Auk þess gæti hann ekki feng- ið bílinn hans pabba síns þetta kvöld, því að eins og ég vissi, fengi hánn að- eins að nota hann einu sinni í viku og hann hafði þegar beðið um að fá hann á laugardagskvöldið til þess að geta boðið mér á dansleikinn í Maysville. Við þjörkuðum all-lengi, en endir- inn varð sá, að ég stappaði niður fót- umnn og hrópaði: „Mér finnst þú vera hræðilegur, Glenn Anderson," og síð- an hljóp ég upp í herbergi mitt, enda þótt hann héldi áfram að malda í mó- inn og reyna til að fá mig ofan af þessu. Er ég hafði jafnað mig örlitla stund uppi í herberginu mínu, varð mér hugsað til þess, hve margar jafn- öldrur mínar myndu þykjast hafa himinn höndum tekið, ef þeim tækist að ná Glenn frá mér, ég þaut því nið- ur aftur og kallaði: „Glenn, Glenn!“ En hann var allur á bak og burt. Ég yppti öxlum. Það varð þá að hafa það. Ég fór upp aftur og inn í herbergi mömmu, rændi varalit frá henni og 14

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.