Bergmál - 01.04.1954, Síða 20

Bergmál - 01.04.1954, Síða 20
Bergmál -------------------------- vegna?“ Þetta var allt sem hún sagði, aftur og aftur. „Ég veit það ekki, ég bara fór,“ svaraði ég. „Ætlarðu að segja pabba það?“ Hún hristi höfuðið. „Ekki í kvöld. Hann kemst víst nógu fljótt að því.“ Skyndilega tók hún utan um mig og hallaði mér að brjósti sínu. „Elín, Elín, litla telpan mín,“ hún gróf andlitið í hári mínu, „lofaðu mér því að fara aldrei á slíkan stað aftur, að minnsta kosti ekki fyrr en þú ert orðin það þroskuð, að þú veizt örugg- lega hvað þú ert að gera.“ Ég lofaði því með nokkurri tregðu, en tók það jafnframt fram, að í raun og veru hefði ekkert gerzt, sem ástæða væri að gera veður út af. Eins og ég hefi fyrr skýrt frá, var ég staðráðin í að ná tali af Gloriu þennan morgun, og umfram allt áður en pabbi og mamma kæmu til baka frá ritstjóranum. Gloria sat á útidyratröppunum bak- dyramegin, þegar ég loks fann hana. Ég hafði aldrei séð hana eins vesæld- arlega í útliti. Ég var sannfærð um að hún hefði grátið. Augu hennar voru enn rauð og þrútin og hún hafði ekki snyrt sig að neinu leyti í andliti, eins og hún átti þó að sér. Andlit hennar var fölt og veiklulegt þrátt fyrir hita- sólskin og blíðu. „Gloria, hvað er að?“ Það liðu nokkrar sekúndur, án þess hún svaraði, hún kreppti bara fæt- urnar, svo að hnén námu við höku hennar og jafnframt spennti hún greip- ar framan við fótleggina. Svo fór hún að gráta á ný. Við höfum víst setið svona, að minnsta kosti þrjár mínút- ur, áður en henni tókst að jafna sig. En loks talaði hún við mig. -----------------------------Apríl „Læknirinn sagði að það væri áreið- anlegt," sagði hún. „Ég var hjá honum í morgun. Ég — ég var orðin hrædd um að eitthvað væri að mér, og —“ hún lokaði augunum og sneri sér að hálfu leyti undan — „og nú verð ég að giftast Joe. Við verðum að gifta okkur nú þegar.“ Ég fann að ég varð máttvana í hnjánum, svo að ég blátt áfram lypp- aðist niður á tröppurnar við hlið hennar. „O — nei!“ hrópaði ég upp yf- ir mig í hugsunarleysi. „Gloria, þú hefir þó ekki------“. En svo greip ég um herðar henni með báðum hönd- um. „Þú elskar hann þó að minnsta kosti. „Þú hefir alltaf sagt að þú elsk- aðir hann. Þú getur------.“ Hún hristi hendur mínar af öxlum sér og sneri sér seinlega að mér. „Ég geri það ekki. Ég hélt að ég gerði það. Þess vegna var ég svona mikið fífl. Ég hélt að maður gæti gert allt fyrir þann sem maður elskar, en nú, þegar ég er----nú hata ég hann.“ Augu hennar skutu gneistum. Hún sat nú stíf með beina handleggi og lófana á steintröppunni. „Þetta er allt mín sök. Ég hélt að mér væru allir vegir færir, og ég gæti sloppið klakklaust gegn um allar torfærur, en nú er svo komið að ég verð að giftast honum. Hann er einskis virði. Hann er lagleg- ur, en ég vissi alltaf að hann var einskis virði. Hann tollir ekki í nokkru starfi. Og ég — ég vil ekki eignast barn, aðeins tvítug að aldri, Elín.“ Tárin streymdu niður kinnar hennar á ný. „Hvers get ég vænzt af lífinu eftir það? Einskis. Fyrir mér liggur það eitt, að hírast heima og gæta barnsins. Það er allt, sem ég mun bera úr býtum. Og allir munu

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.