Bergmál - 01.04.1954, Síða 22

Bergmál - 01.04.1954, Síða 22
B E R G M Á L Apríl Enska kvikmyndaleikkonan Sally Gray er 35 ára. Hún komst inn í kvik- myndaheiminn er Fred Astaire fékk henni smáhlutverk í hinu fræga dans- leikriti „The Gay Divorce". Hún þykir góð leikkona, en einna mesta frægð hefir hún getið sér fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Hættulegt tunglsljós". í þessari andrá var hringt dyra- bjöllunni, og er ég leit upp, sá ég að Andersonsfjölskyldan kom inn í and- dyrið. Foreldrar Glenns og hann sjálf- pr í fylgd með þeim. Ég hafði hringt til þeirr;a fy.rr um daginn og sagt þeim ástæðuna fyrir því, að Glenn tók bíl- inn, en ég gat ekki staðið augliti til auglitis við þau núna. Og ég vildi ekki tala við Glenn heldur. En ég varð of sein. Herra og frú Anderson gengu rakleitt inn í stofu, en Glenn sá mig skjótast gegn um eld- húsið til þess að fara upp stigann, bak- dyramegin. „Elín, bíddu. — Bíddu andartak." Ég var komin upp í miðjan stigann, er ég sneri mér við. „Elín, ég er ekki, — ég er alls ekki gramur yfir neinu, ef þú ert það ekki. Elín, ert þú — —■?“ Ég leit í augu hans. Elsku, elsku strákurinn. Hann — já hann var kom- inn til þess að fyrirgefa mér! Þrátt fyrir framkomu mína og. hegðun. „Nei, nei, guðvitað er ég ekki gröm, Glenn,“ sagði ég. Hann gekk upp í stigann til'mín og horfði stöðugt beint í augu mér. „Við gætum — ja, pabbi og mamma sögðu að við gætum vel farið á dansleikinn í Maysville á laugardaginn, ef þú vild- ir koma með, ef þú-------.“ Ég greip um stiga-handriðið. Ég var ekki viss um að ég gæti staðið óstudd. Ég átti ekki skilið svo góðan dreng, sem Glenn var. Ég vissi að ég átti það ekki. Ekki eftir það, sem á undan var gengið. En hér eftir yrði ég allt önnur. Frá brjósti mínu steig þögul bæn um að ég mætti verða meiri og betri manneskja en ég hafði verið. Að mér gæfist annað tækifæri. Ég myndi aldrei hlaupa á mig í annað sinn. „Það er ekkert til, sem ég vil frem- ur, Glenn. Mér finndist dásamlegt að fara með þér á dansleikinn." Hann tók um hönd mína, er hann kom upp í miðjan stigann til mín. Við gengum saman niður þrepin. Ég gekk við hliðina á Glenn og við hlið hans vildi ég vera hér eftir. ★ 20

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.