Bergmál - 01.04.1954, Síða 31

Bergmál - 01.04.1954, Síða 31
Skrítlusíða 1954 B E R G M Á L Síminn hringdi um miðja nótt svo að Láki greyið varð að fara niður til að svara. „Er þetta einn, einn, einn, einn?“ spurði maðurinn, sem hringt hafði. „Nei,“ svaraði , Láki greyið, „þetta er ellefu, ellefu.“ — „Einmitt það,“ sagði maðurinn í símanum, „ég hélt endilega að ég hefði hringt í einn, einn, einn, einn.“ — „Kemur ekki til greina," sagðj. Láki greyið, „þetta er áreiðanlega ellefu, ellefu." — „Þá bið ég yður afsökunar á ónæðinu," sagði maðurinn í símanum. „Þetta gerir ekkert til,“ svaraði Láki greyið, „því að ég þurfti hvort sem er niður, til þess að svara í símann." —o— Hér á landi skiptast menn í tvo hópa. Annar hópurinn álítur að við séum að verða of fjölmennir til þess að ríkisstjórnin geti séð okkur öllum farborða. En hinn hópurinn kvíðir því að við séum of fámennir til þess að við getum séð ríkisstjórninni farborða. —o— Einu sinni var Láki greyið að setja nýtt þak á húsið sitt og kom þá einn kunningi hans að honum, er hann var að hamast að negla bárujárnið. Kunn- inginn veitti því strax athygli, að Láki greyið henti að jafnaði öðrum hverj- um nagla til jarðar eins og væru þeir ónýtir. „Af hverju hendir þú svona mörgum nöglum?" spurði hann. — Þá svaraði Láki greyið: „Það er vegna þess að hausinn á þeim er á öfugum enda.“ „Nú þykir mér þú vera vitlaus," sagði kunninginn. „Auðvitað passa þeir naglar hinu megin við mæninn." Öðru sinni var Láki greyið að mála húsið sitt að utan, kom þá Ragnar vin- ur hans og kallaði til hans, þar sem hann stóð hátt uppi í stiga: „Heyrðu Láki, hefir þú gott tak á penslinum?" „Já,“ svaraði Láki. „Ágætt,“ hrópaði Ragnar, „þá ætla ég að taka stigann dálitla stund af þér.“ „Allt í lagi,“ svaraði Láki, „en vertu samt ekki mjög lengi, pensilskaftið er svo afsleppt." —o— Kennarinn: var að kenna börnunum heilsufræði, og tók það fram meðal annars, að hættulegt gæti verið að kyssa hunda og önnur dýr. „Getur þú nú sagt mér, hvers vegna það gæti verð hættulegt, Gunnar minn?“ spurði kennarinn. „Já, ég veit það, vegna þess að María frænka var vön að kyssa hund, sem hún átti,“ svaraði Gunnar litli. „Nú, hvað gerðist?" spurði kennar- inn. „Hundurinn dó,“ svaraði Gunnar. ★ Ung stúlka kom inn í kvenfataverzl- un og bað um að fá að sjá silkinátt- kjóla. „Hvaða litur ætti það að vera?“ spurði búðarstúlkan. „Ja, ég skal segja yður eins og er,“ svaraði unga stúlkan. „Ég ætla að gifta mig í næstu viku, hvaða litur hæfir bezt brúði?" „Hvítt — ef þetta er fyrsta gifting yðar, en ef svo er ekki, þá rósrautt." Unga stúlkan roðnaði svolítið. „Lát- ið mig þá fá hvítan náttkjól með rós- rauðu kögri að neðan.“ 29

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.