Bergmál - 01.04.1954, Síða 58

Bergmál - 01.04.1954, Síða 58
B E R G M Á L ------------------------------------------- AprÍL „Þetta er höfðingleg erfðaskrá, og mjög göfugmannleg,“ sagði hann milli samanbitinna tanna, ygldur á svip. Honum sveið það vissulega að vera þannig sviptur öllum þeim eignum, sem að réttu lagi ættu að vera hans. „Gamli maðurinn hefir sannarlega ætlað sér að hafa eitthvert tangarhald á mér, þótt hann væri dáinn. Ég er viss um að hann hlær núna og skellir á lærið. — Svo að hann hugs- aði sér að velja mér eiginkonu. — Eiginkonu, sem ég myndi aldrei velja mér sjálfur.“ „Slíkt og þvílíkt ættuð þér ekki að leyfa yður að segja í návist ungfrú Biddy,“ hrópaði gamla frú Andrews ásakandi, og Biddy sjálf varð eldrjóð í kinnum er hún sneri sér hvatlega að Nick. „Þetta kemur mér eins mikið á óvart og yður,“ sagði hún æst. „Og mér geðjast engu betur að því, en yður.“ Hann var staðinn á fætur og var nú mjög reiðilegur er hann starði á hana. „Ég er alls ekki viss um að þér segið það satt,“ hvæsti hann. „Þér virtust hafa sölsað undir yður allmikil völd í þessu húsi. Og afi minn heitinn gekk meira að segja svo langt að klæða yður upp eins og greifynju, og — — „Ég vil ekki hlusta á þetta, hvorki frá yður né neinum öðrum, herra Nick,“ greip frú Andrews fram í, hvöss og ákveðin, eins og hennar var vandi. „Ef að þér hugsuðuð orð yðar, þá mynduð þér aldrei segja annað eins. Biddy var ráðin til vinnu hér í þessu húsi og hún hefir aldrei sýnt það að hún væri ein af þeim, sem skriðu fyrir afa yðar. Þér ættuð að biðjast afsökunar þegar í stað.“ Biddy leit snöggt til hennar, þakklátum augum. En gamla ráðs- konan horfði aðeins á Nick. Hún var næstum eins og ein af fjöl- skyldunni og hafði átt stærstan þátt í uppeldi Nicks eftir að foreldr- ar hans dóu. Enda sýndi hann nú þann manndóm, að virðast blygð- ast sín. „Ég hefði ekki átt að segja þetta,“ muldraði hann. „Ég hefi þegar gleymt því, sagði Biddy lágt, en henni fannst samt ennþá, eins og hún væri hálf-ringluð. „Afi minn hefir vitanlega verið orðinn geðbilaður,“ sagði Nick

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.