Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 60

Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 60
B E R G M A L ——- .................................____ .A.PRXL Hún reis úr sæti sínu. „Ég geri ráð fyrir að þér eigið eitthvað ó- sagt við herra Orman, undir fjögur augu.“ „Þér þurfið alls ekki að fara,“ sagði Biddy í flýti, en gamla kon- an var þegar komin fram að dyrunum. „Ég verð í eldhúsinu, ef þér þurfið að ná til mín,“ sagði hún og brosti enn. „í dag verður ekkert af því að þér fægið silfurborðbúnað, það eitt er víst.“ Hún fór út úr stofunni og lokaði á eftir sér. Biddy leit vandræða- leg til lögfræðingsins. „Mér — mér finnst þessi erfðaskrá hræðilega óréttlát,“ sagði hún, eins og í öngum sínum, „að slíkt skilyrði skuli vera sett, finnst mér mjög miður, og mér líður blátt áfram illa út af því.“ Herra Orman spennti ólarnar á handtösku sinni. „í raun og veru þarf þetta alls ekki að koma neinum á óvart,“ sagði han nlágt. „Herra Fletcher var mjög vonsvikinn út af dóttur- syni sínum. Hann hafði gert sér vonir um að hann hefði áhuga á verzlunarstörfunum, en áhugamál Fletchers yngri lágu á allt öðrum sviðum. Þér verðið einnig að hafa það hugfast, að Símon heitinn Fletcher hafði mjög mikið dálæti á yður. Hann dáði sjálfstæði yð- ar og kjark. Þér höfðuð engan ótta af honum. Og enn fremur sögðuð þér honum oft álit yðar á verzlununum, afdráttarlaust og hann treyst dómgreind yðar. Ef til vill er yður ekki kunnugt um það, að hann fór í raun og veru all-oft að yðar ráðum. Nei, þessi erfðaskrá getur engan veginn talist til óvæntra dutlunga af hans hálfu, það get ég fullvissað yður um.“ Biddy beit á vörina. Hún óskaði þess með sjálfri sér að hún gæti máð úr huga sér hið reiðilega og grimmdarlega augnatillit Nicks Fletchers. „Og hvað er þá næst fyrir höndum?“ spurði hún ráðaleysislega. „Þér getið hafið þessi þúsund sterlingspund í hvaða banka, sem þér sjálfar tilnefnið, þegar á morgun. Það liggur alveg beint við.“ „Ég var ekki að hugsa um þann lið erfðaskrárinnar,“ sagði Biddy. „Ég var að — að hugsa um hinn hluta erfðaskrárinnar. — Um þann lið, sem háður er því skilyrði, að Nick giftist mér. Var þetta ekki 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.