Bergmál - 01.04.1954, Page 63

Bergmál - 01.04.1954, Page 63
1 9 5 4 ------------------------------------------ Bergmál inn fyrir dyrnar og kastaði sér í faðm hans. Grannur líkami henn- ar þrýstist fast að honum. „É'g hefi einmitt verið að hugsa til þín, elskan,“ hvíslaði hún. „Það er svo dapurlegt að vera við jarðarfarir. Má ég bjóða þér eitt- hvað? — Tesopa eða kannski whisky?“ „Ég held að ég kjósi heldur whisky,“ sagði Nick og hló harð- neskjulega. „Whisky verður hvort sem er eitt af því, sem ég verð að neita mér um hér eftir.“ „Nick — hvað áttu við?“ Stella hafði numið snögglega staðar á leið sinni að skápnum í horni stofunnar, og snúið sér að Nick. Hon- um fannst, sem henni hefði skyndilega orðið illt. Hún gat ekki var- ist því, að varir hennar titruðu lítið eitt. Hann lét fallast niður í stól, og unga stúlkan, sem nú hafði steingleymt whiskyinu settist á stólbríkina hjá honum og horfði spurnaraugum niður á hann. „Var erfðaskráin lesin, Nick?“ spurði hún í hálfum hljóðum. „Jú, hún var lesin og afi heitinn hefir áreiðanlega skemmt sér vel við að semja hana. Og ég er viss um að hláturinn sýður í honum ennþá. Veiztu hver fær allt, sem hann lét eftir sig? Ég veit að þú gætir ekki gizkað á það. Það er stelpan hún Biddy Mason.“ „Nei!“ Þetta eina orð, kom sem stuna frá brjósti Stellu Grange, sem nú var orðin náföl. Hún reis upp með erfiðismunum og gekk yfir að skápnum, sem vínföngin voru geymd í. Var sem skjálfti færi um líkama hennar, en svipur hennar var hörkulegur. „Er þetta raunverulega satt, Nick?“ spurði hún svo, þegar hún hafði náð betra valdi yfir sjálfri sér. „Ég erfði bókstaflega ekki neitt, nema nokkrar ráðleggingar," sagði Nick. „Stelpan fær fyrst og fremst eitt þúsund sterlingspund útborguð strax. En heilræðið, sem ég fékk, var að giftast henni og ef ég hlýðnast því, eru allar eignirnar mínar. Ef ég verð ekki giftur henni innan eins árs, þá fær hún allt saman.“ Stella stóð við skápinn í horninu og tók út úr honum flösku og glös. Hún vætti varir sínar með tungubroddinum og barðist við löngun til að skella upp úr. — hlæja eins og brjáluð manneskja. Þessi stelpa. — Stelpa, sem hafði auðmýkt hana með hinum 61

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.