Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 177
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
sköpun“, alls kr. 1.000.000 sem styrk
vegna útflutnings á umhverfisvænum vör-
um. Stærsti atvinnurekandi staðarins er
Sláturfélag Suðurlands en um 120 ársverk
eru hjá félaginu hér á Hvolsvelli. Næst
stærsti atvinnurekandinn er Kaupfélag
Rangæinga með um 70 ársverk.
Landbúnaður
Landbúnaður hefur dregist saman í
Hvolhreppi á undanförnum árum. Mjólk er
einungis framleidd á 6 býlum í hreppnum.
Skipting búpenings í hreppnum er eftir-
farandi skv. forðagæsluskýrslu Búnað-
arfélags Islands:
Kýr eru 139, kvígur eru 81, geldneyti
eru 205, kálfar eru 116, ær eru 940, hrútar
31, hestar eru 265, hryssur eru 348, tryppi
eru 359, folöld 110, varphænur eru 32,
grísir 24, minnkar 202, refir 555.
Ferðamál
Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein
á Hvolsvelli. Eigendur Austurleiðar hf.,
Oskar Sigurjónsson og fjölskylda eru
frumkvöðlar í þessum efnum á staðnum.
Hótel Hvolsvöllur og Þjónustumiðstöðin á
Hlíðarenda eru rekin af Hrafnhildi Helga-
dóttur og Friðrik Sigurðssyni. Erlendur
Magnússon er að byggja upp ferðaþjónustu
í gamla skólahúsnæðinu við Stórólfshvol.
Fyrirtækið heitir Asgarður hf. og í túni
sunnan við gamla skólann hefur Erlendur
reist sumarbústaði sem leigðir eru út.
Einnig er á staðnum listmunagerð. Fyrir-
tækið Sælubúið - ferðaþjónusta á Hvols-
velli hefur verið rekið í tvö ár. Fyrirtækið
er í eigu fjölmargra einstaklinga og fyrir-
tækja. Tilgangur þess er að þjóna ferða-
mönnum og kynna möguleika á ferðaþjón-
ustu á svæðinu. Tvö undanfarin ár hafa
verið haldnar hjólreiðahátíðir á vegum
fyrirtækisins á Hvolsvelli. Hvolhreppur
hefur skipulagt sumarbústaðasvæði í
Langanesi við Eystri-Rangá.
Hvolsskóli
Skólastjóraskipti urðu í Hvolsskóla
skólaárið 1994-1995. Unnar Þór Böðvars-
son tók við starfi skólastjóra af Guðjóni
Ámasyni. Aðstoðarskólastjóri er Halldóra
Magnúsdóttir. Skólastarf var með hefð-
bundnum hætti og gekk vel. Alls stunduðu
| 178 nemendur nám við skólann. Foreldra-
og kennarafélag Hvolsskóla er virkt í starfi
og styður vel við starf skólans. Félagið
stóð m.a. fyrir gróðursetningu trjáplantna
skammt frá skólanum.
Leikskólinn Örk
Mjög mikið starf var unnið í hinum
nýja leikskóla á Hvolsvelli. Unnið er eftir
lögum um leikskóla sem samþykkt var á
árinu. Bergljót Hermundsdóttir tók við
starfi leikskólastjóra af Ingibjörgu Krist-
leifsdóttur. Bergrún Gyða Oladóttir er að-
stoðarleikskólastjóri en leikskólafulltrúi í
hlutastarfi er Heiðdís Gunnarsdóttir á Sel-
fossi. Sérstök skólanefnd var skipuð um
málefni leikskólans. Nýting á leikskól-
anum er mikil og nokkur ásókn foreldra úr
öðmm hreppum að fá inni fyrir böm sín í
leikskólanum.
Félagsmiðstöðin Tvisturinn
Starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar var
með hefðbundnum hætti. Mikil aðsókn er
að félagsmiðstöðinni af ungu fólki úr
Hvolhreppi sem og af ungu fólki úr ná-
grannasveitarfélögum. Að vanda var
haldin sérstök fjölskylduhátíð með miklum
glæsibrag til fjáröflunar fyrir starfsemina.
Forstöðumaður er Katharína Snorradóttir.
Tónlistarskóli Rangæinga
Mikið starf er í Tónlistarskóla Rang-
æinga en miðstöð hans er við Hvolsveg 31
á Hvolsvelli. Starfsemi skólans er sam-
vinnuverkefni á héraðsvísu. Mikið og gott
starf fer fram í tónlistarskólanum. Þar eru
-175-