Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 82

Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 82
80 Goðasteinn 2018 hans. Bréfið er skrifað 20. nóv. 1824 Hákoni Espólín stúdent á Ystugrund, syni Jóns Espólíns sýslumanns. Þar segir svo m.a.: „Ég læt skinn utan um kverið af Vídalínspostillu og bý um sem best og forsigla það. Væri mér kært ef þér gætuð sent mér innan í því aftur til baka með vissum ferðum forsiglað allslags bréf- arusl, sem ég gæti notað mér, dagbók eða saurblöð eður þá gamalt compólit, mætti þér missa. Ég er rétt þurfandi fyrir þessháttar þá ég innfesti kver, því það útheimtir so margt bréf. Ég vil aftur ef get festa inn smákver fyrir yður í spjöld eður skinn.“ Minnisverð tíðindi Við eina komu mína á verkstofu Unnar var hún að leysa úr gömlu bandi tímarit Magnúsar Stephensen, Minnisverð tíðindi, frá árinu 1796. Áritun bar vitni því að eintakið hafði eitt sinn átt heima í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði. Mér bar hér vel í veiði, úr öðru bókarspjaldinu losaði Unnur 8 blöð úr sam- stæðu handriti, brot 14,5 x 10 cm, blaðsíðutal 227 – 242. Á öftustu síðu voru bókahnútar og eignarmerking: „Einar á B.“ Inn í handritið var skrifað með fögru settletri og vísaði á Minnisverð tíðindi: „Þessi tíðindi á ég undirskrifaður og er með réttu að kominn. Einar.“ Mér hló rétt hugur í brjósti er ég handlék bókarbrotið og ég hef varðveitt það eins og sjáaldur augna minna til dagsins í dag, 29. mars, 2018. Handritið varðveitir í nokkuð skertum texta hið fornfræga ljóð Hávamál, frá 37. erindi til loka. Á öftustu blaðsíðu er skráður vel þekktur miðaldatexti: „Frá Stað í Noregi er 7 daga sigling til Horns eystra á Íslandi, enn frá Snæfells- nesi til Grænlands, þar skemmst er, 4 dægra haf í vestur, enn úr Björgvin til Hvarfsins á Grænlandi í vestur fullt, þá skal sigla eina tylft sjóar fyrir sunnan Ísland. Frá sunnanverðu Íslandi er fimm daga haf til Ölduhlaups á Írlandi í suður fullt, enn frá Langanesi á norðanverðu Íslandi er 4ra ( dægra) haf í norður til Svalbarða.“ Peder Hansen resen Hávamál eru skráð í það handritið sem er dýrmætast allra norrænna miðalda- handrita, Codex Regius, Konungsbók Eddukvæða, og allar seinni tíma útgáfur þeirra byggja á texta hennar. Fyrsta útgáfa Hávamála var gerð árið 1665 af Pe- der Hansen Resen í Kaupmannahöfn í stórvirki hans, Edda Islandorum. Árna- stofnun gaf það út 1977 í ljósprentun frumútgáfu með inngangi Anthony Faul- kes og er því öllum aðgengilegt. Skemmst er þar frá að segja að texti Hávamála hjá Resen er ekki tekinn eftir Konungsbók heldur eftir handriti sem er um margt ólíkrar gerðar. Það virðist öllum horfið eftir 1665. Menn hafa einblínt á texta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.