Goðasteinn - 01.09.2018, Blaðsíða 82
80
Goðasteinn 2018
hans. Bréfið er skrifað 20. nóv. 1824 Hákoni Espólín stúdent á Ystugrund, syni
Jóns Espólíns sýslumanns. Þar segir svo m.a.: „Ég læt skinn utan um kverið af
Vídalínspostillu og bý um sem best og forsigla það. Væri mér kært ef þér gætuð
sent mér innan í því aftur til baka með vissum ferðum forsiglað allslags bréf-
arusl, sem ég gæti notað mér, dagbók eða saurblöð eður þá gamalt compólit,
mætti þér missa. Ég er rétt þurfandi fyrir þessháttar þá ég innfesti kver, því það
útheimtir so margt bréf. Ég vil aftur ef get festa inn smákver fyrir yður í spjöld
eður skinn.“
Minnisverð tíðindi
Við eina komu mína á verkstofu Unnar var hún að leysa úr gömlu bandi
tímarit Magnúsar Stephensen, Minnisverð tíðindi, frá árinu 1796. Áritun bar
vitni því að eintakið hafði eitt sinn átt heima í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði.
Mér bar hér vel í veiði, úr öðru bókarspjaldinu losaði Unnur 8 blöð úr sam-
stæðu handriti, brot 14,5 x 10 cm, blaðsíðutal 227 – 242. Á öftustu síðu voru
bókahnútar og eignarmerking: „Einar á B.“ Inn í handritið var skrifað með
fögru settletri og vísaði á Minnisverð tíðindi: „Þessi tíðindi á ég undirskrifaður
og er með réttu að kominn. Einar.“ Mér hló rétt hugur í brjósti er ég handlék
bókarbrotið og ég hef varðveitt það eins og sjáaldur augna minna til dagsins í
dag, 29. mars, 2018.
Handritið varðveitir í nokkuð skertum texta hið fornfræga ljóð Hávamál,
frá 37. erindi til loka. Á öftustu blaðsíðu er skráður vel þekktur miðaldatexti:
„Frá Stað í Noregi er 7 daga sigling til Horns eystra á Íslandi, enn frá Snæfells-
nesi til Grænlands, þar skemmst er, 4 dægra haf í vestur, enn úr Björgvin til
Hvarfsins á Grænlandi í vestur fullt, þá skal sigla eina tylft sjóar fyrir sunnan
Ísland. Frá sunnanverðu Íslandi er fimm daga haf til Ölduhlaups á Írlandi í
suður fullt, enn frá Langanesi á norðanverðu Íslandi er 4ra ( dægra) haf í norður
til Svalbarða.“
Peder Hansen resen
Hávamál eru skráð í það handritið sem er dýrmætast allra norrænna miðalda-
handrita, Codex Regius, Konungsbók Eddukvæða, og allar seinni tíma útgáfur
þeirra byggja á texta hennar. Fyrsta útgáfa Hávamála var gerð árið 1665 af Pe-
der Hansen Resen í Kaupmannahöfn í stórvirki hans, Edda Islandorum. Árna-
stofnun gaf það út 1977 í ljósprentun frumútgáfu með inngangi Anthony Faul-
kes og er því öllum aðgengilegt. Skemmst er þar frá að segja að texti Hávamála
hjá Resen er ekki tekinn eftir Konungsbók heldur eftir handriti sem er um margt
ólíkrar gerðar. Það virðist öllum horfið eftir 1665. Menn hafa einblínt á texta