Goðasteinn - 01.09.2018, Page 137

Goðasteinn - 01.09.2018, Page 137
135 Goðasteinn 2018 byggð og veruleg uppbygging á næstu árum. Þess má geta að Aldamótaskógur vex hratt upp og stefnir í að verða einstakt svæði til útivistar í göngufæri frá Hellu. Þess má geta að Skógræktarfélag Íslands hélt ársfund sinn á Stracta hóteli á Hellu síðsumars 2018 og þar kom fram í erindum að Rangárþing ytra stefnir nú hraðbyri að því að verða mesta skógræktarsveitarfélag landsins og þar leika svæði eins og Aldamótaskógur, Hekluskógar o.fl. stórt hlutverk. Má telja það mikil umskipti frá því er stór landsvæði innan sveitarfélagsins töldust örfoka land fyrir öld síðan eða svo. Á árinu voru undirbúnar verulega miklar framkvæmdir sem áætlað er að ráðast í á næsta ári og ber þar hæst fjárfesting í uppbyggingu Vatnsveitunnar sem er byggðasamlag í eigu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Þar er komin mikil þörf til að endurnýja stofnlagnir og miðlunarmannvirki til að tryggja íbúum og fyrirtækjum öruggt og gott neysluvatn til framtíðar. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki allt að 10 ár en á næstu 3 árum verði þó mestur þungi í fram- kvæmdum og er unnið út frá s.k. Lækjarbotnaveitu sem lykilvatnstökustað með miðlunartank í Hjallanesi og stofnlögnum að Bjálmholti. Í framhaldinu verði svo ráðist í endurnýjun og styrkingu stofnlagna um þjónustusvæði veit- unnar. Þetta verður spennandi verkefni sem undirbúa þarf af kostgæfni til að tryggja hagkvæmni og öryggi til framtíðar. Þá var á árinu hafist handa við undirbúning að viðbyggingu undir áhöld og fleira við Íþróttahúsið á Hellu sem ráðgert er að koma upp á næsta ári. rangárljós Árið 2017 lauk lagningu ljósleiðara um allt sveitarfélagið Rangárþing ytra á vegum félagsins Rangárljóss sem er í eigu sveitarfélagsins. Í byrjun desember 2017 var lögð fram verklokaskýrsla um þessa lagningu ljósleiðara um hinar dreifðu byggðir í Rangárþingi ytra. Fram kemur í verklokaskýrslunni að teng- istaðir urðu alls 413 og kostnaður við verkefnið reyndist vera 348 mkr eða 92% af áætlun. Fyrsta hænufetið í undirbúningi verkefnisins var tekið á gaml- ársdag 2014 eða 3 árum áður. Að mörgu var að hyggja í upphafi, ekki síst hvernig mögulega mætti fjármagna verkefnið en okkar gæfa var fólgin í því að hefja undirbúning snemma þó ekki væru allir hnútar hnýttir. Þegar sást orðið til lands með skipulag og fjármögnun og tekist hafði að fá framúrskarandi verktaka í málið þá tók framkvæmdin sjálf einungis 11 mánuði. Sveitarstjórn Rangárþings ytra ályktaði um það á fundi sínum í desember 2017 að verkefn- ið hefði heppnast afar vel og að tekist hefði að bæta búsetuskilyrði í sveitar- félaginu svo um munaði. Það er gleðilegt og ekki spillir fyrir að íbúarnir eiga þessa verðmætu fjárfestingu sjálfir og það skuldlaust.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.