Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 22

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 22
20 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Guðmundur Björnsson ^ Saga Hraðfrystihúss Olafsvíkur h.f. 3. kafli í síðasta Sjómannadagsblaði lauk Asgeir Jóhannesson annarri grein sinni um sögu Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Gunnar Bjarnason lést árið 1970 en hann var þá búinn að vera framkvæmdstjóri frá árinu 1957 eða í 13 ár. Við því starfí tók Helgi Jónsson í skamman tíma en Guðmundur Björns- son tekur síðan við í ársbyrjun 1972. Hann kom frá Reykjavík og var menntaður frá Verslun- arskóla Islands en Guðmundur starfaði sem framkvæmdastjóri við HÓ til ársins 1987. Rit- stjóri Sjómannadagsblaðsins óskaði eftir því við Guðmund að hann skrifaði um sinn fram- kvæmdastjóratíma og varð hann góðfuslega við því. Guð- mundur er fæddur 2. október 1933 en eiginkona hans er Sjöfn Hjörleifsdóttir og eiga þau þrjú börn Iðunni Helgu, Björn og Margréti. Gefum nú Guðmundi orðið: I ársbyrjun 1972, þegar ég tek við starfi framkvæmdastjóra H.Ó., Hólavalla hf. og Fiski- & sílarmjölsverksmiðjunnar hf. af Helga Jónssyni voru í stjórn H.Ó.: Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Björnsson formaður stjórnar og meðstjórn- endur Halldór Jónsson, Haukur Sigtryggsson, Ólafur Kristjánsson og Sigurður Ágústsson. Miklar endurbætur Var þá þegar hafin bygging nýs frystiklefa við hraðfrystihúsið og var því verki haldið áfram og klefinn tekinn í notk- un 1974. Hann var 484 m2 og u.þ.b. 3000 m3 að stærð. Einnig voru gerðar endurbætur á vélasal og frystivélum. Var þetta mikil breyting til bóta því nú var vörun- um hlaðið á bretti og skipað Sjöfn Hjörleifsdóttir eiginkona Guðmundar. þannig út með nýjum rafmagns- lyftara. I framhaldi af þessu var hafizt handa við breytingar á hraðfrystihúsinu í þá veru, að á 1. hæð yrði kæld fiskgeymsla ásamt vélflökunarsal fyrir hinar ýmsu fisktegundir svo sem þorsk, ýsu, ufsa, karfa, flatfisk o.fl. En á 2. hæð var gert ráð fyrir að snyrting, pökkun og frysting færi fram, en einnig var þar matsalur og snyrti- herbergi fyrir starfsfólk. Á 3. hæð var gert ráð fyrir skrifstofum ásamt nokkrum gistiherbergjum fyrir aðkomuverkafólk. Á meðan á þessum breytingum stóð fór öll Æ Oskum öllum sjómönnum ogfjölskyldum til hamingju með daginn! þeirra, Mikið vöruúrval til sjós og lands.- Verið velkomin, alltaf heitt ó könnunni. Það eropið hjá okkur alla virka daga frá kl. 8.00 til 12.00 og 13.00 til 18.00

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.