Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 24

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 24
22 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Frá vinstri Einar Hallsson vann í áratugi hjá HÓ, Guðjón Bjarnason viðgerðarmaður, Guðmundur Sigur- dórsson tækjamaður, Kjartan Þorsteinsson vélstjóri, Gylfi Scheving bílstjóri og seinna verkstjóri í salfiskinum og Ragnar Ágústsson vélstjóri. Myndin er tekin í kaífistofunni hjá HÓ. Ljósm. Björn Guðmundsson vigtunar og pökkunar. Áður liafði verið komið upp tölvukerfi til vigtunar í flökun og snyrtingu til þess m.a. að mæla nýtingu og afköst í flakavinnslunni. Samningur um afurðasöluna Þegar eigendur HO keyptu af Kirkjusandi hf. hafði verið gerður samningur um að sjávarafurðdeild SÍS fengi til sölumeðferðar helm- ing frystra afurða beggja húsanna þ.e. HÓ og Hólavalla, en SH seldi helming afurðanna enda skyldu kjör og afskipanir eldd vera lakari hjá SIS en SH. Það var svo líklega 1976, að SÍS var orðið langt á eftir með afskipanir og greiðslur og varð þá að samkomu- lagi, að félögin hættu framleiðslu fyrir SÍS og voru allar frystar af- urðir fyrirtækjanna seldar á vegum SH eftir það. Allur saltfiskur fluttur út á vegum SIF og Samlag skreiðarframleiðenda annaðist sölu allrar skreiðar. Yfir 200 manns í vinnu Starfsfólk HÓ og tengdra fyrir- tækja, sem hér koma við sögu og HÓ annaðist reksturinn á, var að sjálfsögðu mjög mismargt eftir árstíðum, aflabrögðum o.fl., en ekld mun fjarri lagi að áætla að fjöldinn hafið verið yfir tvö hund- ruð, þegar flest var til lands og sjávar. Má þar nefna auk fram- kvæmdastjóra, Ólaf Kristjánsson yfirverkstjóra, Helga Kristjánsson verkstjóra HÓ, Óskar Þorgilsson verkstjóra Hólavalla og síðar HÓ. Ragnar Ágústsson yfirvélstjóra og vélstjórana Elinberg Sveinsson og Kjartan Þorsteinsson. Skrifstofu- stjóri var Snæbjörn Árnason og síðar Björn Guðmundsson. Skrif- stofa HÓ annaðist fjárreiður, bók- hald og uppgjör fyrir Hólavelli h£, FSÓ, Lóndranga hf, Bj örn & Einar sf., Vararkoll hf. o.fl.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.