Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 2

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 2
2 Kveíktá perunní ær létu ekki mikið yfir sér fregn- imar af því þegar sextán hús í Hafnarfirði tengdust lítilli vatnsafls- virkjun í Hamarskotslæk í desember- mánuði árið 1904 þegar vísir að fyrstu rafmagnsveitu landsins tók til starfa. Landsmenn gerðu sér þó vel grein fyrir mikilvægi þessa áfanga og þeim tækifærum sem hinn nýi orku- gjafi, raforkan, hafði yfir að búa. Rúm- um tuttugu árum fyrr hafði hugvits- maðurinn Thomas Edison tekið í notkun fyrstu rafveitu í heimi og þá þegar hafði áhugi Islendinga vaknað. Hugsjónin um raforkuframleiðslu fól ekki aðeins í sér von um birtu, yl, vélarafl og framleiðslu áburðar til ræktunar landsins, heldur gaf hún fyrirheit um framtíð þar sem óblíð náttúruöflin reyndust blessun en ekki bölvaldur. Beljandi vatnsföll sem um aldir höfðu verið farartálmi, einangr- að sveitir og kostað ferðalanga lífið, yrðu senn beisluð þjóðinni til heilla. Draumurinn \im rafmagnið var sam- ofinn hugmyndinni um sjálfstætt Is- land. Það kom í hlut atorkusamra ein- staklinga og stórhuga bæjarstjórna að stíga fyrstu skrefin í rafvæðingunni. I fyrstu var raforkan nær einvörðungu nýtt til ljósa og lítilsháttar hitunar og vélareksturs. Með tímanum jókst þekkingin á möguleikum tækninnar og notkunin varð stöðugt flóknari og fjölbreyttari. Með aukinni sérhæfingu, umfangs- meiri virkjanaáformum og kröfum um stærri dreifikerfi og tryggari rekstur, færðist rekstur raforkukerfisins í hendur öflugra orkufyrirtækja. I sam- keppni jafnt sem samvinnu hafa þau kappkostað að þjóna íbúum og at- vinnulífi landsins. Ovíða er orkan ódýrari og öryggi kerfisins er með því besta sem þekkist og engin þjóð notar meiri raforku á hvem íbúa en Islend- ingar. A þeim hundrað árum sem liðin em frá því að húsin sextán komust í straumsamband í Hafnarfirði hefur íslenskt samfélag tekið stakkaskipt- um. Ný tækni hefur komið til sögunn- ar á nánast öllum sviðum þjóðlífsins. Dregið hefur úr erfiðisvinnu, lífslíkur fólks hafa aukist og lífskjör batnað. Þáttur raforkunnar í þessum framför- um er mikill. Rafmagnið hefur umbylt samfélaginu á einni öld. Islensk orku- fyrirtæki eru stolt af því að hafa tekið þátt í þeirri byltingu. I tilefni af þessum tímamótum munu íslensku orkufyrirtækin efna til kynninga og fræðslu hvert á sínu orkuveitusvæði. Þá verða orkuverin opin í sumar þar sem almenningi verður gefin kostur á að skoða þau og kynna sér starfsemi þeirra. Þessir við- burðir verða allir auglýstir sérstak- lega þegar að þeim kemur. Stjórn Samorku, samtaka orkufyrirtækja Fjölbreytt og margvísleg verkefni Samorka - samtök veitna á fslandi Þær veitur sem standa að útgáfu blaðsins, auk Samorku eru: HITAVEITA SUÐURNESJA HF Landsvirkjun •*« nORÐUrtDrlKR u i t i t. r i Orkuveita PAPI Reykjavíkur ■ ■V ORKUVEITA HÚSAVÍKUR ORKUBU VESTFJARÐA hf. RAFVEITA REYÐARFJARÐAR Vs'S£LFOSSVEITUR Útgefandi: Samorka, samtök raforku- hita og vatnsveita. Umsjón: Kynning Og Markaður - KOM ehf. Samorka eru samtök hitaveitna, rafveitna og vatnsveitna á fslandi. Samtökin urðu til árið 1995 þegar Samband íslenskra raíVeitna og Sam- band íslenskra hita- og vatnsveitna sameinuðust. Aðilar að samtökunum eru 25 hitaveitur, 9 rafveitur og 24 vatnsveitur. Einnig eru 5 aukaaðilar sem hafa svokallaða takmarkaða að- ild. Framkvæmdarstjóri Samorku er Eiríkur Bogason. „Það má eiginlega segja að drifkraftur að stofnun Sam- orku hafi verið sú þróun um land allt að rafveitur og hita- og vatnsveitur voru víða £ sveitarfélögum að samein- ast i eitt fyrirtæki. Þar með voru hags- munir þessara tveggja landssam- banda orðnir svo samtvinnaðir að eðli- legt þótti að sameina þau. Enda hef- ur komið í ljós að mikil hagkvæmni náðist með þessari sameiningu,“ segir Eiríkur. Margvísleg verkefni Hjá Samorku starfa 5 manns við hin ýmsu verkefni sem þar koma inn á borð. „Það er nú þannig að bæði vinn- um við verkefni innanhúss hjá okkur og líka stýrum við einstökum verkefn- um sem unnin eru annars staðar,“ segir Eiríkur og bætir við að miklu máli skipti að utanumhald og yfirsýn verkefna sé að finna á einum stað. Hjá Samorku er unnið að mörgum og fjölbreyttum verkefiium. „Hjá okk- ur eru unnar og gefnar út hinar ýmsu reglur og skilmálar sem gilda fyrir allt landið og auðvelda mönnum vinnuna. Þetta eru t.d. tengiskilmálar raf- veitna, verklagsreglim við tengingu vatns- og hitaveitna í sumarbústaða- hverfum og margt fleira. Þetta felur í sér að nákvæmlega sömu reglur gilda hvort sem verið er að tengja vatn í bú- stað í Fnjóskadal eða Grímsnesinu og það sama á við um rafmagnið," segir Eiríkur. „Einnig stendur Samorka að sameiginlegum útboðum og og með þeim ná veiturnar fram miklum sparnaði. Við erum líka með nám- skeiðahald og handbókaútgáfu og allt miðar þetta að því að samræma verk- lag á milli veitna og landshluta,“ bæt- ir hann við. Alþjóðlegt samstarf Hluti af þeirri vinnu, sem fram fer hjá Samorku, eru tengsl við sambærileg fyrirtæki og samtök erlendis. „Við höf- um ekki bolmagn til að framkvæma allar þær rannsóknir sem æskilegt væri að gera og því sækjum við í brunn kollega okkar annars staðar í heiminum og fáum frá þeim niður- stöður ýmissa rannsókna. Einnig tök- um við þátt í að setja alþjóðlegar regl- ur, t.d. fyrir rafmagn, og er Samorka aðili að alþjóðlegum samtökum á Norðurlöndum og Evrópu, bæði á svið raforku- og hita- og vatnsveitna," heldur Eiríkur áfram. Fram undan er stórt alþjóðlegt verkefni hjá Samorku en í haust taka Islendingar við rekstri skrifstofu Al- þjóða jarðhitasambandsins til næstu 5 ára. Síðastliðin ár hefur skrifstofan verið starfrækt á Italíu. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá að taka að okkur rekstur þessarar skrifstofu en það má segja að hún sé hjartað í al- þjóðajarðhitamálum. Þetta gefur okk- ur aukna möguleika á því að breiða út íslenska þekkingu á sviði jarðhita- mála,“ segir Eiríkur og bætir við að gífurlega miklir möguleikar séu hér innanlands á notkun jarðhita til fram- leiðslu rafmagns og enginn vafi leiki á að lögð verði áhersla á það svið á næstu árum. Ritstjórn og ábyrgð: Þorsteinn G. Gunnarsson - KOM Umbrot: svarthvítt ehf. Ritnefnd: Jóhann Már Maríusson, formaður Guðjón Magnússon, Sigurður Ágústsson Stefán Arngrímsson, Þorgils Jónasson. Ljósmyndin Kristín Bogadóttir, Hreinn Magnússon Jón Þórðarson og fleiri Forsíðumynd: Kristín Bogadóttir/svarthvítt ehf. Auglýsingar: Markfell - markaðsmál ehf. Herdís Karlsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins Útgefendur blaðsins þakka auglýsendum fyrir veittan stuðning.

x

Kveikt á perunni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kveikt á perunni
https://timarit.is/publication/1992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.