Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 28

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 28
28 Kveikt á perunni Virkjanir og náttúra Undanfarin ár hefur verið vaxandi umræða í þjóðfélaginu um virkjanir og umhverfisáhrif þeirra. Fjölmiðlar hafa sýnt fjölda mynda frá svæðum sem munu breytast við fram- kvæmdir og er umræðan um Kárahnjúkavirkjun flestum ofarlega í huga. Sú umfjöllun vakti Ijósmyndarana Ágúst E. Vilhjálmsson og Birgi F. Birgisson til umhugsunar um hvernig væri umhorfs á svæðum þar sem fram- kvæmdum væri lokið, stórvirkar vinnuvélar horfnar og náttúran hefði fengið tíma til að aðlagast. Þeir ákváðu að fara af stað með Ijósmyndaverkefni þar sem viðfangs- efnið er virkjanir og náttúra. Tilgangur verkefnisins er að sýna svæðin eins og þau líta út mörgum árum eftir að virkjanirnar tóku til starfa. „Það kom okkur á óvart hversu fjölbreytt svæðin eru og aðgengileg en fáir virðast þó gera sér ferð til að skoða þau. Á þessum svæðum er margt áhugavert fyrir augað. Þess vegna erum við ánægðir með að hafa lagt í þetta verkefni þar sem það hefur kynnt fyrir okkur hluta landsins sem við hefðum annars ekki kynnst," segja þeir félagarnir. Þeir hófu verkið í febrúar 2003 en flestar myndirnar voru teknar síðast- liðið sumar. Verkefninu er ekki lokið og eiga því fleiri Ijósmyndir eftir að bætast í safnið. Síðar á þessu ári er stefnt á að halda Ijósmyndasýningu þar sem af- rakstur verkefnisins verður sýndur. Einnig hefur verið opnuð vefsíða í tengslum við verkefnið, www.icelandic-photos.com þar sem unnt er að skoða fleiri myndir. Landsvirkjun styrkti Ijósmyndarana til verksins. Inntak við Sigöldu. Yfirfall Suitatangavirkjunar. Fossar við Krókslón.

x

Kveikt á perunni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kveikt á perunni
https://timarit.is/publication/1992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.