Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 11
Kveikt á perunni
11
Heildstæð auðlindanýting - sjálfbær þróun
Idrögum á náttúruvemdaráætlun
segir: „Heildaryfirlit er til um alla
helstu virkjanakosti bæði í vatnsafli
og jarðvarma, en í því yfirliti er ekki
lagt mat á verðmæti náttúruminja.
Náttúruvemdaráætlun er ætlað að
leggja gmnn að nauðsynlegu yfirliti
og vera einn af þeim homsteinum
sem ákvarðanir um virkjanir geta
byggt á.“
„Vatnsorka og jarðvarmaorka er þó
„takmörkuð“ auðlind og ekki nema að
hluta til endurnýjanleg orka, en t.d.
fyllast flest miölunarlón af aurfram-
burði jökuláa á tilteknum tíma en
flestar okkar stærstu virkjanir nýta
sér jökulár."
Mér fannst tilfinnanlega vanta í
bæklinginn að benda á hvað við gefum
og getum gefið öðmm þjóðum í því að
leggja sjálfbærri þróun lið.
Það að friðlýsa með einhverjum
hætti jarðhitasvæði og vatnsföll er
jafnframt friðlýsing orku-, efna- og
gmnnvökvalinda, sem verulega dreg-
ur úr möguleikum okkar Islendinga til
sjálfbærrar þróunar. Friðlýsing lands-
svæða samofin skynsamlegri, hugvits-
samlegri og ábyrgðarfullri nýtingu
hreinna auðlinda sömu svæða er sú
lausn, sem ná verður sátt um nú.
Nú um stundir er fullyrt hver sé um
það bil „nýtanlegur“ orkuforði lands-
ins, svo gerir Orkustofnun, svo gera yf-
irvöld og Umhverfisstofnanir ríkisins.
Eg get ekki annað en varað við þessum
yfirlýsingum þar sem mat á orkugetu
er sterkt háð þeirri tækni, sem við
búum yfir hveiju sinni og þeim hug-
myndum sem við höfum á hveijum
tíma um á hvern hátt best sé að nýta
auðlindimar/orkuna. Heildstætt mat á
orkuforða landsins er komið til ára
sinna og er bam síns tíma. Ég tel að
mat okkar á jarðvarmaforða landsins
beri að endurskoða hið fyrsta og leggja
þá ekki hvað síst mat á vinnanlegan
jarðhitaforða, sem fólginn er í gliðnun-
arbeltum landsins niður á um fimm til
sex kílómetra dýpi. Umhverfisyfirvöld
fullyrða, að vatns- og jarðvarmaorka
landsins sé takmörkuð og ekki nema
að hluta endumýjanleg orka. Þar sem
hugtökin takmörkuð og endumýjanleg
fela m.a. í sér tíma og þar með það
nettóafl, sem unnið er úr svæðimum
hveiju sinni, þá er brýnt að þessi hug-
tök séu rædd og þau skilgreind með
sjálfbæra þróun í huga. Þetta verður
ekki af viti gert, nema á undan fari
skipulagðar langtímarannsóknir, m.a.
djúpviðnámsmælingar á öllum gliðn-
unarbeltum landsins og djúpboranir.
Nokkrir hvatar hafa komið þessari
hugsun af stað:
1. GPS símælingar Veðurstofunnar
á að því er virðist stöðugri gliðnun,
2. jarðskjálftavirkni að mestu á
tveggja til sex kílómetra dýpi í gliðn-
unarbeltinu (jörð brotnar og gliðnar að
minnsta kosti þetta djúpt),
3. dýpstu háhitaholur landsins, um
tvöþúsund og fimmhundruð metra
djúpar, boraðar í gliðnunarbelti, em
brotnar í botni og þar með lekar,
4. þróun tækni til djúpviðnámsmæl-
inga er vel á veg komin,
5. takist að vinna jarðhitavökva,
sem er 400 -600 °C heitur opnast ný
vídd í sjálfbærri orkuumbreytingu
og nýtingu,
6. auðlindagarðurinn í Svartsengi
leiðir sterkt hugann að sjálfbærri
þróun,
7. mér virðist Landsvirkjun vinna
nú um stundir ötullega að því að
gera virkjanasvæði sín að „auð-
lindagörðum“ í anda sjálfbærrar
þróunar,
8. vatnsafl má og verður að nýta á
fjölþættan hátt, sem vel er unnt,
9. fjölnýtingu auðlindanna hefur
hvergi verið nægur gaumur gefinn,
htil sem engin umræða hefur átt sér
stað og nánast engar rannsóknir
hafa verið gerðar
10. vegna legu landsins hafa Is-
lendingar um margt einstaka mögu-
leika til að varða veg sjálfbærrar
þróunar, öðrum til fyrirmyndar.
Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt
að skilgreina heildstæða orkustefhu
landsins, í anda sjálfbærrar þróun-
ar, grundvallaðrar á langtíma rann-
sóknum. Orkustefnuna verður að
skoða og skilgreina af sjónarhóli
heimspeki, siðfræði og tækni, sem
svo kristallast í hugtakinu sjálfbær
þróun.
Að endingu get ég ekki stillt mig
um að minna á, að enn hefur ekki
skapast hefð og aðferðir hér á landi
til að meta þá þekkingu og reynslu,
sem skapast við rannsóknir og nýt-
eftir Albert Albertsson,
aðstorðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja hf.
ingu auðlinda landsins, hvers virði
þekkingin og reynslan er rannsókna-
og skólastarfi landsins og á hvem hátt
hún skuli tekin inn í mat á umhverfis-
áhrifum og á hvem hátt hún fléttast
inn í sjálfbæra þróun hér á landi og í
heimi öllum. Dýrmætasti arfur okkar
til komandi kynslóða er þekking og
færni og vel skilgreint þroska- og
tæknistig okkar á hveijum tíma, ekki
orkuver og önnur efnisverk okkar.
Ég vona, að löng skrif og ef til vill
um margt bamaleg veki einhvem til
umhugsimar um, að umhverfisvemd
er ekki eitt, auðlindanýting ekki ann-
að og heilbrigt mannlíf ekki það þriðja,
allt er þetta samofið og verður ekki
sundur slitið, því er stefna um heild-
stæða auðlindanýtingu nauðsyn.
Förum varlega með rafmagnið
-vangá veldur slysum
Tíu ráð um rafmagnið
1. Munið að slökkva á eldavélinni strax eftir notkun
2. Takið raftæki úr sambandi þegar þau eru ekki f notkun
3. Látið skipta strax um skemmdan rafbúnað
4. Setjið aldrei sterkari peru í lampa en hann er gerður fyrir
5. Hendið gömlum rafbúnaði sem er farinn að láta á sjá
6. Reynið ekki að gera það sem aðeins fagmenn ættu að gera
7. Prófið lekastraumsrofann nokkrum sinnum á ári
8. Gætið þess að raftæki sem eiga að vera jarðtengd séu það
9. Varist að staðsetja Ijós of nálægt brennanlegu efni
10. Gefið gaum að merkingum raftækja
Þú berð ábyrgð á ástandi þess rafbúnaðar sem er
á þínu heimili. Ef þú hefur minnsta grun um að
eitthvað sé athugavert, skaltu leita hjálpar
hjá löggiltum rafverktaka.
LÖG6ILDINGARST0FA
Rafmagnsöryggisdeild
Borgartúni 21, Simí:5101100. Fax: 5101101, www.ls.ts
VGK
Verkfræðlstofa
jllíL.1.JLLj
VGK verkfræðistofa
Laugavegi 178 -105 Reykjavík
VGK verkfræðistofa er fjölfaglegt tækni- og þjónustufyrirtæki með mikla sérfræðiþekkingu á sviði
jarðvarma og orkunýtingar.
VGK hefur í 40 ár verið sjálfstætt og óháð verkfræðifyrirtæki sem hefur stuðlað að tækniframförum og
nýsköpun. Frá upphafi hefur fyrirtækið fengist við ýmis verkefni tengd stórum og smáum vatnsafls- og
jarðhitavirkjunum.
Góður undirbúníngur erlykillinn að góðum árangri
40 ár í fremstu röð
Sími: 5 400 100
Bréfsími: 5 400 101
Veffang: www.vgk.is