Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 8

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 8
8 Hugmyndin varð til í háloftunum Ævintýrið um álverið í Straumsvík hófst í háloftunum yfir íslandi og það hefði hugsanlega ekki orðið að veruleika ef ský hefðu verið á himni. Um borð í farþegaþotu á leið til Banda- ríkjanna voru tveir af ráðamönnum svissnesks álfyrirtækis. Þar sem þeir sátu í vélinni og virtu fyrir sér landið úr lofti sáu þeir Vatnajökul, stærsta jökul Evrópu. Og þá kviknaði hug- myndin. Þar sem svona mikið er af jöklum hlýtur að vera gnótt af vatnsföllum sem hægt er að virkja. Þetta var upphafið af virkjunum Þjórsár við Búrfell, virkjuninni sem enn sér álver- inu fyrir raforku. Rannveig Rist er forstjóri álversins í Straumsvík. Fyrirtækið hét áður Islenska álfélagið en ber nú nafnið Alc- an á Islandi. Fyrirtækið er stærsti ein- staki orkukaupandinn hér á landi og á síðasta ári nýtti Alcan 36% af allri orkuframleiðslu landsins. Rannveig segir að álverið heíði aldrei verið reist á sínum tíma nema vegna orkunnar sem hér er nóg af. „Það er ekki nóg að orkan sé til staðar, heldur er jafnvægi og stöðugleiki orkunnar forsenda þess að hægt sé að vinna ál. Fyrstu árin lenti fyrirtækið í ýmsum vandræðum, m.a. vegna ístruflana og klakahlaups í Þjórsá auk þess sem rafmagnið virtist stundum af skomum skammti á álags- tímum, t.d. þegar allir landsmenn voru að elda jólamatinn. Þetta heyrir hins vegar sögunni til og er nú komið í gott horf.“ Rannveig segir að rafmagnsleysi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið og til útskýringar líkir hún kemnum við grautarpott á eldavél. „Ef rafmagnið fer byijar fljótandi álið að storkna á skömmum tíma og það er mikil vinna að ná því í burtu, hreinsa kerin og koma framleiðslunni af stað aftur. Ef við hins vegar vitum af raf- magnsskorti með einhveijum fyrirvara _______________________Kveikt á perunni þá er hægt að laga reksturinn smám saman að því og minnka framleiðsl- una. Sú staða hefur komið upp nokkram sinnum, t.d. árið 1998 þegar þurfti að slökkva á kerum þegar lítið vatn var í uppistöðulónum á hálend- inu.“ Úr watni í virkjanir Rannveig Rist hefur tengst öllum grannþáttum álftamleiðslunnar. Hún vann með fciður sínum, Siguijóni Rist, við vatnamælingar og vann síðan við Búrfellsvirkjun áður en hún hóf störf í Straumsvík. Við síðustu stækkun ál- versins fékk fyrirtækið að gjöf frá Landsvirkjun gamlan kunningja Rannveigar úr Búrfellsvirkjun; nefni- lega eitt af túrbínuhjólum virkjunar- innar. Hjólið skipar nú heiðursess á lóð álversins og er eitt af kennileitum þess. Þegar fyrirtækið var stofnað árið 1969 var framleiðslugeta þess 33.000 tonn á ári. Síðan þá hefur verksmiðjan verið stækkuð fjórum sinnum, síðast árið 1997, og framleiðslugetan nú er um 176.000 tonn á ári. En sér Rann- veig fram á stækkun verksmiðjunnar í náinni framtíð? „Það er vel mögulegt að stækka verksmiðjuna, framleiðslan gengur mjög vel hjá okkur og við framleiðum hér um 200 vörategundir. Markaður- inn hlýtur hins vegar að ráða, því það er enginn hagur í því að framleiða ál ef eftirspumin er ekki næg. Nú hefur Alcan Inc., eigandi verksmiðjunnar í Straumsvík, nýverið fest kaup mjög öflugu ffönsku álfyrirtæki og framleið- ir þar með miklu meira ál í Evrópu en áður. Það gæti frestað enn ffekar ákvörðun um framtíðarþróun hér. En við höldum okkar striki og einbeitum okkur að því að gera framleiðsluna eins hagkvæma og kostur er. Eftir að verksmiðjan var stækkuð árið 1997 var framleiðslugetan 162.000 tonn á ári. Með breyttum áherslum í ker- rekstri, tæknilegum lagfæringum og straumhækkunum hefur okkur hins vegar tekist að auka framleiðsluget- una upp í 176.000 tonn á ári og það án mikilla fjárfestinga. Þetta sýnir hve Matthías Matthíasson yfirverkstjóri segirfrá vaxtarverkjum Rafmagnsveitunnar: Kerfið réð ekkert við eldavélarnar Matthías Matthíasson rafvirkja- meistari hóf störf hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur 1939, tæpum tveimur áratugum eftir að hún var stofnuð. Sem yfirverkstjóri fékk hann vaxtarverki kerfisins beint í æð á tím- um þegar mikið gekk á og viðgerðar- flokkar þurftu að mestu að reiða sig á handaflið. Matthías er 79 ára en hraustur vel, virðist mörgum áram yngri og gott ef ekki jafiifær um að handgrafa axlar- djúpan skurð og forðum. Matthías hætti hjá Rafmagnsveitunni fyrir níu áram en man þessa merku tíma eins og þeir hefðu gerst í gær. Þegar gasið hvarf „Fyrstu rafmagnsstrengirnir voru svo grannir að þeir vora alltaf að brenna,“ segir Matthías um fyrstu ár sín hjá Rafmagnsveitunni. „Þeir vora bara hugsaðir fyrir lýsingu í húsum, kannski tvær eða þijár perar í hvert hús. Til eldunar notaði fólk gas frá gasstöðinni við Rauðará. En smám saman tóku rafmagnseldavélarnar við og þá fóra strengirnir að brenna." Eftir að seinni heimsstyijöldin braust út vænkaðist hagur margra. „Þá fóru verkamenn sem aðrir að geta keypt eldavélar. Þá brann þetta allt og það var mikið að gera í viðhaldi, nótt og dag og margar helgar. Það var al- veg ferlegt. Og það var allt handgraf- ið, hugsaðu þér. Það var ekki til vél- grafa. Við höfðum ekki annað en loft- pressur. Oft var klaki meira en metra niður í jörðina og kapallinn var á 80 sentímetra dýpi; þetta var eins og steypa. Svo þegar fór að líða á stríðs- árin fór maður að sjá herinn koma með trakka með drifi, jarðýtur og vél- gröfur. Þetta var allt nýtt fyrir okkur. Þegar ég byijaði hjá Rafmagnsveit- unni átti hún bara einn bíl en þegar ég hætti, 55 áram seinna, vora bílarn- ir 55. Það var eins og það hefði verið bætt við bíl á ári!“ Sprenging á páskum A stríðsárunum voru heimtaugar húsa tengdar inn á jarðstreng neðan- jarðar þannig að ef ein brann í sundur varð rafmagnslaust í allri götunni. Þá gat verið erfitt að finna bilunina og þurfti oft að grafa niður á nokkrum stöðum - vitanlega með handafli. Þar sem fjöldi fólks hafði ekkert rafmagn á meðan var viðgerðin jafnaðkallandi og hún var erfið. Það var ekki fyrr en eftir stríð að hið svokallaða skápakerfi var sett upp með sérstöku öryggi fyrir hvert hús þannig að bilun á einum stað hafði ekki lengur áhrif á stóra svæði og alltaf var ljóst hvar hafði bil- að. Ein bilun er Matthíasi sérstaklega minnisstæð. „Það var á stríðsáranum. Á Brávallagötu, við Elliheimilið Grund, var spennistöð - og er enn - og þaðan lá strengur niður á Víðimel sem var ný gata. Þarna varð bilun rétt fyr- ir páska. Yfirmaður minn, Júlíus Bjömsson, sá um að mæla út bilunina en það mældist eintóm vitleysa. Alla páskahátíðina var verið að grafa eftir þessum streng sem fæddi Víðimelinn, allt handgrafið. Hringbrautin komin í sundur og hvaðeina og í þokkabót hafði hún nýlega verið hækkuð þannig að við þurftum að grafa axlar- djúpt niður að strengnum. En aldrei kom bilunin í ljós. Þegar við höfðum staðið í þessu alla hátíðina var ég orðinn býsna þreyttur og sagði loks við Júlíus: „Þetta helvíti er ekki hægt. Nú röðum við körlunum eftir skurðinum alla leiðina og ég set inn öryggi - það vora handfóng með sterkum víraöryggjum á milli. Þið fylgist svo með sprengingunni þegar skammhlaupið kemur í ljós.“ Eg lagð- ist á hnén í spennistöðinni og setti inn öryggin en þá varð þetta ægilega skot inni hjá mér svo að það brunnu af mér augnhárin og framan af hárinu á mér og ég sviðnaði allur í andlitinu. Eg skreið út og sá að það kom reykur út úr veggnum á spennistöðinni utan- verðri. Bilunin var þá í veggnum á sjálfri spennistöðinni en við höfðum verið að grafa úti í Víðimel alla páska- hátíðina! Þetta var eitthvað það versta sem ég lenti í. Og svo skammimar í fólk- inu, hvurslags bannsettir dralluhá- leistar þessir rafmagnsveitukarlar væra! Þama höfðu um 15 hús við Hringbrautina að sunnanverðu og eitthvað um 20 hús til viðbótar við Víðimelinn verið rafmagnslaus yfir páskana. Og ekkert gas til að notast við í staðinn. Einn hringdi heim til rafmagnsstjórans og spurði hvort hann mætti ekki fara á hótel með fjöl- skylduna og borða þar úr því að hann fengi ekki rafmagn til þess að elda; hvort rafmagnsstjóri skrifaði ekki upp á reikninginn! Það var ekki samþykkt heldur bara stungið upp á slátri og skyri!“ Miðuðu á þá byssum Verkefnin þessi ár voru margvísleg. Það þurfti að endumýja jarðkaplana; koma öllum loftlínum, sem lengi vel vora nær allsráðandi í Reykjavík, ofan í jörðina; leggja háspennulínur frá nýju virkjununum í Soginu, sem bundu loksins enda á raforkuskömmt- un sem grípa hafði þurft til, og leggja rafmagn í næstu sveitarfélög og ný hverfi í Reykjavík sem byggðust upp hratt. „Vegna hersins þurftum við líka að leggja mikil kerfi, til dæmis fyrstu há- spennulínuna frá Elliðaánum upp í Geitháls þar sem Bretar vora með að- albirgðaskemmur sínar fyrir matvæli, sprengjur og fleira. Við skikkuðum auðvitað Bretann til að skaffa okkur staura! En við birgðastöðina var iðu- lega miðað byssum og byssustingjum á okkur, þessa eskimóa," segir Matth- ías og hlær dátt. „Við þekktum engar herreglur og kunnum lítið í málinu, sögðum bara: „Electric! Electric man!“ Þeir hristu hausinn, vildu fá betri skýringu og stungu byssunum inn um

x

Kveikt á perunni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kveikt á perunni
https://timarit.is/publication/1992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.