Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 12

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 12
12 Kveikt á perunni Steinþór heima á Hæli. Hann er nú konninn yfir nírætt, fæddur 1913. staðfest að hann hefur öðrum fremur tryggt upphaflegum umráðamönnum vatnsréttindanna umtalsvert hærri þóknun fyrir þau réttindi sem þeir létu af hendi. Sem dæmi um slíkt má nefna varðstöðu hans um verðmætar eignir einstaklinga og sveitarfélaga í vatns- og virkjunarrétti í Þjórsá og síðar í Hvítá. Verulegar fjárhæðir komu af því til ráðstöfunar og styrkt- ar byggðum á því svæði. I Gnúpveija- hrepp komu svo miklir fjármunir að hreppsnefndin gat árið 1915 ákveðið að leggja í sjóð til styrktar menningar- lífi og búsæld í sveitarfélaginu og var sjóðurinn nefndur Menningarsjóður Gnúpveija. Sjóðurinn kostaði meðal annars að mestu byggingu heimavist- arskóla í sveitinni árið 1923. Peningar þessir fengust af sölu vatnsréttinda af jörðum og afréttarlöndum í eigu hreppsins. Þegar fram í sótti þótti foður mín- um og ýmsum framsæknum mönnum illt að láta erlend félög ein um að tryggja sér aðstöðu til að hrinda í framkvæmd slíkum þrifamálum fyrir land og þjóð sem stórar, atvinnuskap- andi raforkuvirkjanir hlutu að verða. Þá gekkst hann fyrir stofnun íslensks og Elías Stefánsson, formaður félags- ins, lést í desember 1920. Þessi blóðtaka lamaði starfsemi Sleipnisfélagsins. Eftir fráfall fóður míns varð hljótt um félagið og þeir, sem starfað höfðu þar með honum á eftirminnilegan hátt og af stórhug að því að skapa skilyrði til atvinnubylt- ingar á Islandi, voru sundraðir og hugsjónir fóður míns og félaga hans lágu óhreyfðar áratugum saman." Byggðu félagsheimili fyrir auknar útsvarstekjur Fram að þessu höfum við Steinþór að mestu stuðst við bók hans Ættir og at- hafnir Hælsbænda sem gefin var út fyrir nokkrum árum og skrif hans um fossafélögin í þeirri bók. Nú er komið að því að ræða um fyrstu virkjunina sem Landsvirkjun reisti á Þjórsársvæðinu og aðkomu Steinþórs að henni. Hér erum við að tala um Búrfellsvirkjun sem var vígð 1970. Steinþór var þá oddviti Gnúp- veijahrepps en virkjunin er á afréttar- landi sveitarfélagsins. Búrfellsvirkj- un er fyrsta virkjun sem Landsvirkj- un reisti en fyrirtækið var sett á stofn nokkrum árum fyrr og var fljótlega Af fossamálum og virkjun við Búrfell Steinþór Gestsson, fyrrverandi alþingismaður á Hæli í Gnúpverjahreppi, var oddviti sveitarinnar þegar Landsvirkjun byggði fyrstu stórvirkjun fyrirtækisins við Búrfell. Faðir Steinþórs, Gestur Einarsson (f. 1880, d. 1918), kom að fossamálunum svonefndu á fyrsta áratug síðustu aldar. í samtali við Jón Þórðarson ræðir Steinþór um fossamálin og um virkjunina við Búrfell. Ekki verður rætt um upphafið að virkjanasögu íslands án þess að koma að virkjunum og hugmyndum um virkjanir í uppsveitum Suður- lands. I lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu fóru fossamálin svonefndu hátt og ollu harðvítugum deilum. Þá leituðu erlendir fjárafla- menn eftir kaupum eða leigu á fossum sem taldir voru vel fallnir til raforku- virkjunar. Sú var fyrirætlun kaupend- anna að nýta orku fossanna til stór- iðju og þá fyrst og fremst með fram- leiðslu áburðar fyrir augum. I upphafi var leitað harkalega eftir réttindum landeigenda og fékkst þá oftlega lægra verð fyrir þessar eignir en eðli- legt gat talist. A meðal þeirra, sem að þessum málum komu fyrir hönd land- eigenda, var ungur og dugandi bónda- sonur frá Hæli í Gnúpveijahreppi, Gestur Einarsson. Gestur var fæddur árið 1880 og þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar mikla reynslu af verslun og viðskiptum. Steinþór Gestsson, fyrrverandi bóndi og alþing- ismaður, er sonur Gests og býr enn á Hæli í hárri elli. Hann er fæddur árið 1913. Bændurnir voru blekktir „Forsaga þess að faðir minn hóf af- skipti af fossamálunum er að hann var að athuga með kaup og innflutn- ing á ýmsum vamingi til landsins fyr- ir verslunarfyrirtæki í Amessýslu. I fyrstu fór hann á eigin vegum til Nor- egs og Svíþjóðar og árið eftir á vegum pöntunarfélags sem hann átti þátt í að stofna. I Noregi og Svíþjóð kynntist hann rafveitumálum ágætlega og fékk á þeim mikinn áhuga. Á þeim tíma vom erlend stórfyrirtæki byijuð að bera víumar í fossakaup á Islandi og hann áttaði sig á því að menn fengu minna fyrir þau réttindi hér á landi en hann taldi eðlilegt. Við það mat tók hann mið af því sem verið var að greiða í Noregi og Svíþjóð. Menn voru þess vegna að láta blekkjast enda vissu þeir ekki hvað kalla mætti raun- virði þeirra eigna sem í þessu falli var leitað eftir að ná eignarhaldi á. Hann snerist af alefli til vamar og þegar athygli fossafélaganna beindist í vaxandi mæli að stórfljótum sunnan- lands hóf hann í skyndi að afla sér umboða frá bænd- um og sveitarstjómum til þess að semja fyrir þeirra hönd um sölu vatns- og landréttinda til þeirra er- lendu félaga sem höfðu nú í hyggju að virkja stórt. Hon- um var það vel ljóst að stór- iðja sú, sem þeir ætluðu að koma hér upp, átti að geta orðið vel arðbær. Slíkar framkvæmdir hafði hann lesið um og fræðst á ferðum sínum erlendis. Hann hafði þá fengið sérstakan áhuga á að hrinda slíku í fram- kvæmd í krafti íslenskra at- orkumanna. Hann sá í hug- sýn slíkar stöðvar mala þjóðinni gull og verða undir- stöðu ræktunar og alhliða uppbyggingar í líkingu við það sem gerst hafði t.d. í Noregi að undanförnu. Hið sama taldi hann að mundi gerast hér. Þær fram- kvæmdir hlytu að leiða af sér öflugt atvinnu- og menn- ingarlíf þjóðinni til handa, þjóð sem nú þegar væri í ömm vexti og mundi fjölga enn frekar á næstu ámm og öldum. Með þessar myndir í huga var fóður mínum það ljósara en öðmm að verið var að tala um að versla með meiri verðmæti en almenningur hafði þekkt áður. Til þess að halda uppi verði þessara eigna þurfti hann að beita ýmsum ráðum, svo sem fasteigna- kaupum og sölum. Þau viðskipti vora af ýmsum mönnum misskilin, lögð honum til lasts og orðuð við brask. Við síðari tíma söguskoðun hefur verið fossafélags sem ætlað var að afla sér réttinda til virkjunar við Hvítá í Ár- nessýslu. Hlutafélagið Sleipnir var stofnað f þessum tilgangi í árslok 1917 og má fullyrða að erlendir aðilar hafi ekki átt hlut í því þótt ekki liggi fyrir tæmandi hluthafaskrá frá stofnun fé- lagsins. Þetta var því fyrsta alís- lenska fossafélagið. Félagið var sterkefnað enda komu að því margir ríkir menn og það tryggði sér vatnsaflsréttindi á afrétt- arlöndum Biskupstungnahrepps og Hmnamannahrepps og á tugum jarða í Biskupstungum, Hrunamanna- hreppi, Skeiðahreppi, Hraungerðis- hreppi og Grímsneshreppi, samtals eitthvað um 25 jörðum, og vatnsafls- réttindi í Hvítá. Ekki veit ég hins veg- ar til að fyrir liggi fullkomin skrá yfir þær jarðir sem félagið keypti vatns- réttindi af. Sé hugað að verð- inu sem fossafélagið Sleipnir greiddi til bænda fyrir þessi réttindi segir Sigurður Ragnarsson, sagnfræðingur, í tímaritinu Sögu að Sleipnir hafi greitt hærra verð fyrir vatnsréttindi þau sem hér um ræðir en dæmi voru til um annars staðar. Á vegum Sleipnis vom meðal annars unnin mikil rannsóknarstörf við Hvítá og í Þorlákshöfn en hafnargerð þar var á áætlun í tengslum við virkjun Hvítár. Og nú var ekki látið sitja við réttinda- kaupin ein því áform vom um að hefjast handa við virkjanir hið fyrsta. Þegar hér var komið gripu óvæntar aðstæður og örlaga- ríkar inn í og gerðu að engu þau áform sem faðir minn og félagar hans höfðu haft um stórvirkjanir. Faðir minn féll frá í nóvember 1918 af völd- um spönsku veikinnar. Skömmu síðar, eða í mars- mánuði 1919, losaði Copeland fiskkaupmaður sig við sín hlutabréf í Sleipni en hann átti um 25% hlutafjár farið að vinna að gerð Búrfellsvirkjun- ar. „Virkjuninni var yfirleitt vel tekið hér heima og aðeins örfáir menn sem létu í sér heyra sem andvígir en það var ekki mikil andstaða. Fram- kvæmdirnar komu varla við land bú- jarða og því var yfirleitt góð samstaða með heimamönnum. Á þessum tíma var það skylda að lögheimili manna skyldi vera í því sveitarfélagi þar sem dvalið var til að vinna. Þetta hafði í for með sér miklar útsvarstekjur fyrir hreppinn en íbú- um með lögheimili hér Qölgaði úr 250 í 540 manns þegar flest var á bygging- artíma virkjunarinnar og við það juk- ust útsvarstekjur sveitarfélagsins gríðarlega. Svo mjög að félagsheimilið Ames var reist fyrir þessar auknu tekjur. Var það fyrst notað við vígslu Búrfellsvirkjunar að viðstöddu miklu íjölmenni, meðal annars forseta Is- lands, Kristjáni Eldjám, og eiginkonu hans, Halldóru Eldjám. Helstu afskiptin, sem ég hafði af byggingunni, vom samstarf við Guð- mund J. Guðmundsson hjá Dagsbrún í Reykjavík út af heimilisfóngum þeirra sem unnu við virkjunina. Það var ekki alltaf augljóst hvort menn væru rétt skráðir og gat skapast ágreiningur um hvort eðlilegt væri að þeir flyttu sitt heimilisfang. Aðstæður gátu verið sérstakar eða erfiðar á ein- hvem hátt heima hjá mönnum en allt samstarf, sem ég átti við Guðmund J. út af þessu, var mjög gott og aldrei nein illska út af ákvörðunum okkar. Ég man aldrei eftir því. En á þessum tíma var ekki hægt að leysa ágrein- ingsmál sem upp komu í síma, það var bara gamli sveitasíminn sem var óör- uggur til að ræða trúnaðarmál eins og fólk þekkir. Því hittumst við Guð- mundur yfirleitt út af þessu og ýmist kom Guðmundur austur eða ég fór til Reykjavíkur til að afgreiða þetta en undir lok byggingartímans var ég líka farinn að vera mikið í Reykjavík enda sestur á Alþingi," segir Steinþór Gestsson að lokum.

x

Kveikt á perunni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kveikt á perunni
https://timarit.is/publication/1992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.