Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 23
Kveikt á perunni___________________
sem bilanir séu hvað tíðastar en hann
bendir jafnframt á að Vestfirðingar
séu ágætlega settir með varastöðvar.
Bilanatíðni lækkar
Sú tíð er löngu liðin að nánast þurfi
að ganga út frá því sem vísu að raf-
magnslaust verði í vondum veðrum
eða á mestu álagstímum, svo sem á
jólum. Miklu skiptir að uppbygging
stóriðju hefur dregið mjög úr sveiflum
í raforkunotkun.
Samkvæmt athugunum Þórðar
Guðmundssonar er bilanatíðni ís-
lenska raforkunetsins áþekk því sem
gerist annars staðar á Norðurlöndun-
um og hún fer lækkandi. „Við höfum
bæði skipulagt daglegan rekstur kerf-
isins betur og byggt það upp með nýj-
um línum og spennistöðvum.“
Veiki hlekkurinn
Þórður segir að byggðalínan - tæplega
1.000 kílómetra löng lína hringinn í
kringum landið - sé í raun veiki
hlekkurinn í kerfinu en hún tengir
landið allt við hið sterka flutnings-
kerfi á Suðvesturlandi. Að vísu þjónar
byggðalínan aðeins um 20% af allri
raforkunotkun á landinu en engu að
síður er það nokkurt áhyggjuefni að
stöðugleiki hennar er ekki eins og
best verður á kosið. „Þess vegna höf-
um við stundum talað um nauðsyn
þess að byggja Sprengisandslínu til
þess að tengja Norðurland og Suður-
land. Það er hins vegar nokkuð langt
í land með að hún verði byggð,“ segir
Þórður.
bæ einum í Helgafellssveit þar sem
frænka mín bjó. Ég var nýbúinn að
skrúfa fyrstu peruna í og hún var far-
in að loga þegar frænka mín gekk inn
í herbergið. Hún hafði verið úti í
hænsnakofa og var með fangið fullt af
eggjum. Henni brá svo mikið við
þessa sjón að hún missti öll eggin á
gólfið. Svona gat fólki orðið bylt við.“
Óveðrið braut átján staura
Árið 1947 heimilaði Alþingi ríkis-
stjórninni að láta reisa raforkuver við
Fossá ofan Ólafsvíkur og hófust fram-
kvæmdir skömmu síðar. Var Elías
fenginn til að annast uppsetningu
véla og rafbúnaðar í Rjúkandavirkjun
sumarið 1954 og síðan tók hann við
stöðvarstjóm. „Þegar við fjölskyldan
fluttum til Ólafsvíkur var nánast
ekkert rafmagn í bænum nema það
sem dísilvélin í frystihúsinu fram-
leiddi og var leitt í nokkur hús líka.
Virkjunin hafði í for með sér miklar
breytingar hvað þetta varðar. Allt
mannlífið breyttist og lífsþægindin
jukust. Það var mikil bjartsýni ríkj-
andi og framfarahugur," segir Elías.
Elías segir að vandamálin hafi ver-
ið margvísleg á þessum árum, bæði
stíflur vegna krapa og mosagróðurs
en líka þegar illviðri ollu skemmdum
á raflínukerfinu. „Eftir að Rjúkanda-
virkjun komst í gagnið var hafist
handa við að leggja rafmagn til nær-
liggjandi byggða. Eitt sinn gerðist það
í kolvitlausu veðri skömmu fyrir
páska að átján staurar brotnuðu milli
Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Þetta
gerðist aðfaranótt laugardags og við
áttum enga varastaura til. Sem betur
fer náði ég sambandi við menn sem
voru á leið suður til Reykjavíkur og
bað þá að láta senda okkur staura
vestur. Aðfaranótt sunnudagsins vor-
um við komnir með nýja staura og svo
var bara unnið sleitulaust fram á
mánudagskvöld þegar verkinu lauk.
Þetta var mikil töm og ekki alveg
áfallalaus. Til dæmis féll skriða í Bú-
landshöfðanum skömmu eftir að
flutningabíllinn með nýju staurana
náði til okkar. Sem betur fer varð ekki
slys en ef skriðan hefði fallið aðeins
fyrr hefði bíllinn ekki komist með
staurana á áfangastað,“ segir Elías að
lokum.
Elías tók við starfi yfírbirgðavarðar
hjá RARIK árið 1972 og flutti þá fjöl-
skyldan búferlum til Reykjavíkur að
nýju. Því starfi gegndi Elías til ársins
1982 er hann fór á eftirlaun.
23
r
Til hamingju með aldarafmæli raforkunnar á Islandi
Æíef
Hitaveita
Egilsstaða og Fella
www.hef.is
Hita- og vatnsveita
Blönduóss
Vatnsveita
WiJS Seltjarnaness
Hita- og
vatnsveita
Mosfellsbæjar
www.mos.is
RJ4FTÁKN
HITAVEITA FLÚÐA
BREYTTIR TIMAR
Á þeim 100 árum sem liðin eru síðan jóhannes Reykdal húsasmíðameistari í Hafnarfirði kom á fót fyrstu
rafveitu landsins, hafa þarfir landsmanna fyrir raforku aukist með breyttum Iffsgildum og
auknum kröfum til nútimaþæginda.
ORKUVEITA REYKJAVlKUR ER STOLT AF ÞVl AÐ FRAMLEIÐA OG MIÐLA RAFORKU OG EIGA
ÞANNIG ÞÁTT I AÐ UPPFYLLA AUKNAR KRÖFUR LANDSMANNA TIL LÍFSGÆÐA.
Orkuveita
Reykjavíkur
4C