Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 20

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 20
20 II íf>, 1? ,.i s? íi L>i N 11 n ii n 1 i* II J Fjarðarselsvirkjun 90 ára Sögufrægasta virkjun landsins _____________________Kveikt á perunni orkusölumæla. Þau greiddu síðan fyr- ir þá orku, sem þau notuðu, sam- kvæmt álestri eins og nú tíðkast. Rafmagnið var einungis notað til lýsingar fyrst um sinn. En fljótlega var einnig farið að nota rafmagnið til eldunar og húsahitunar. Að vísu var spenna oft lág í skammdeginu þegar vatn var lítið í Fjarðará. En húsmæð- ur höfðu lag á að dreifa notkuninni við suðu og bakstur og nýta þannig ork- una sem best. Möguleikar til húsahit- unar komu að sérlega góðum notum í heimsstyrjöldunum tveimur þegar kolaverð margfaldaðist. Mest virði var þó rafmagnið fyrir atvinnulífið. Það, sem fyrir var, efldist og nýir möguleik- ar opnuðust. Fyrstu starfsmennirnir Fyrsti stöðvarstjóri Fjarðarselsvirkj- unar var Ingvar Isdal, tré- og járn- smiður sem einnig hafði numið raf- magnsfræði í Kaupmannahöfn. Hann og fjölskylda hans voru fyrstu íbúam- ir í stöðvarhúsi virkjunarinnar. Fyrsti aðstoðarmaður Ingvars var Stefán I. Sveinsson sem vann í 26 ár við virkj- unina, hugsanlega með hléum. Ekki er ljóst hvaða menntun hann hafði. Ingvar hætti störfum árið 1943, að því er virðist vegna launadeilu, og tók Bjarni Skaftfell Sigurðsson við af hon- um. Hann hafði áður verið vélgæslu- maður en var gullsmiður að mennt. Alls hafa átta menn verið stöðvar- stjórar í virkjuninni, síðast Jón Magn- ússon, í 35 ár. Virkjunin hefur starfað áfallalítið en verið lagfærð eftir þörf- um. Stækkanir Arið 1924 var bætt við vélasamstæðu í Fjarðarselsvirkjun og tvöfaldaði það afl hennar. Einnig var stífla reist við Laugardaginn 18. október sl. vom liðin 90 ár síðan Fjarðarselsvirkjun við Seyðisflörð var formlega tekin í notkun. Af því tilefni hefur eigandi hennar, RARIK, staðið fyrir umfangs- miklum viðgerðum á stöðvarhúsi hennar, snyrt umhverfi þess og látið gera um virkjunina sýningu sem opn- uð verður á afmælisdaginn. En fyrir hvað er Fjarðarselsvirkjun merkileg? Fjarðarselsvirkjim er elsta starf- andi virkjun á Islandi. Hún markaði afgerandi tímamót í tæknilegu tilliti. Meðal annars var hún fyrsta rið- straumsvirkjunin á landinu, frá henni var lögð fyrsta háspennulínan og hún var aflstöð fyrstu bæjarveitunnar á Is- landi. Fjarðarsel Fjarðarsel var hjáleiga jarðarinnar ■v Fjarðar sem var landnámsjörð Bjólfs. Seyðisfjarðarkaupstaður, sem er í rúmlega eins kílómetra fiarlægð, er einnig í landi Fjarðar. I Fjarðarseli var stundaður hefðbundinn búskapur um aldir með sauðfé, kýr og hross. A seinni hluta 19. aldar færðist mjög í vöxt að fólk, sem átti erindi til Seyðisfjarðar, hefði viðkomu í Fjarðar- seli og margir gistu þar áður en þeir lögðu á Fjarðarheiði. Öllum var vel tekið enda húsráðendur annálaðir fyr- ir gestrisni og höfðingsskap. En á þeim tíma tíðkaðist ekki að taka greiðslu í ferðaþjónustu. Hún flokkað- ist undir sjálfsagðan beina og fyrir bragðið léttist pyngja bóndans við ^ gestaganginn fremur en hið gagn- stæða. Þekktasti íbúi Fjarðarsels var Guð- ný Tómasdóttir sem var ein af sögu- konum Sigúsar Sigfússonar þjóð- sagnasafnara. Hún náði 97 ára aldri og lifði öll böm sín, sem urðu átta tals- ins, og báða eiginmenn. Blómlegt atvinnulíf Mikill uppgangur var í atvinnulífi á Seyðisfirði um aldamótin 1900 og íbúafjölgun hröð. Stafaði það meðal annars af umsvifum kaupmanna sem höfðu mikil viðskipti við bændur á Fljótsdalshéraði. En einnig höfðu norskir síldveiðimenn komið sér þar upp bækistöðvum og voru með ýmis umsvif. Bæjarfélagið var vel sett fjár- hagslega og varð fyrst til að hrinda af stað ýmsum framfaramálum. Meðal annars var þar lögð fyrsta vatnsveita í kaupstað á Islandi, árið 1906. T- Fjarðará kemur af Fjarðarheiði. Að austanverðu er heiðin brött og fellur áin þar í mörgum fallegum fossum. Þegar niður á undirlendið kemur rennur hún um 2 kílómetra til sjávar í gegnum kaupstaðinn. Snemma var farið að líta til Fjarðarár með virkjun í huga. Virkjunin reist Arið 1907 var leitað eftir tilboðum er- lendis frá í virkjun til ljósa fyrir Seyð- isflarðarkaupstað. Tilboð barst frá Kaupmannahöfn en bæjarstjóminni þótti það of hátt. Raflýsing jrði tvöfalt dýrari en olíulýsingin sem var fyrir. Var málinu því skotið á frest. Rúmlega §órum árum sfðar, 1912, barst tilboð í virkjun Fjarðarár sem fallist var á. Var það frá þýska fyrir- tækinu Siemens & Schuckert. Fram- kvæmdir hófust 1913 og lauk þeim að fullu þá um haustið. Stöðvarhúsið var reist í Fjarðarhvammi, fallegu dal- verpi fyrir neðan árgljúfrið. Stífla var reist fyrir ofan Fjarðarsel, 400 metra uppi í gilinu. Þar á milli var sett þrýstivatnspípa úr járni, um hálfúr metri í þvermál. Fallhæðin var 48 metrar. Til að byija með var sett ein ., » snoK ». , BpphaS kr. íySyo iy,. dtt bós | s. |W (hés Stmh jén&mmr), f %im .......“ *' 11 RafVeita Seyðisfjarðar, | -mtu, \$mfregn jrá Sf.J. f f Þ, x&, okt var haldin ífásakáiiÓ j 1 bét f í'AT.’.jn., vigsfuvtrisl* lííveu- j , »öosr; voni þá kveikt fymj >ioni f un)n '•fljós Sey&fjat&r, og mitíð am j mik: dýtðk, eir.l i>g öasrrí j A&»tr«ðuo* héit fóbsnoes tefy- j j fújteú, m miqpr sðrir tðlnðu, Vjlurinn v»r œufdur í SeyStsfirði j ví’.rn foriugiar har.s bvrðusr, j Ekks msrms ru 7 kvseöi vuiu ssn ! pem wkfcf! tsg stmfdn l vakt- j untu, j eftir Sig, A*ugrlra**oa og 4 : rittt K»i jósuwoo. ——- ■■*/*——-—-— j I^VISjlfTíOCIvAI/BlKHOjSXN, fiýfm HIÁ -»*-* wt itgun ---■fci.trvk’ «u, hr: Forsíðufrétt úr fyrsta tölublaði Morgunblaðsins 2. nóvember 1913. vatnsvél í virkjunina, 55 kW. Stöðvarhúsið er steinsteypt og lík- ist íbúðarhúsum þess tíma. Það er einlyft, með háu risi og kvistum. Véla- salur er á jarðhæð og íbúð stöðvar- stjóra í risinu. Hverfill var þýskur. Háspennulína var lögð til Seyðisfjarð- ar. Þar var lagt rafmagn í íbúðarhús og fyrirtæki og 30 götuljósum komið fyrir. s?rs,. j ámv. f *t. tð ti! , haw dd. j Prúöbúið fólk á 10 ára afmæli Fjaröarselsvirkjunnar. i'W': *i - • ' .' Tf • ■ gjf ' ~ s Riðstraumstæknin Fjarðarselsvirkjun var fyrsta rið- straumsvirkjim landsins. Eldri virkj- anir voru svonefndar jafnstraums- virkjanir. Þær höfðu mjög takmarkaða möguleika á orkuflutningum. Rið- straumstæknin var forsenda þess að unnt var að rafvæða heiminn. Hún gaf færi á að hækka og lækka á ódýran hátt spennu á veitum og þar með að flytja raforku langar vegalengdir. Þrátt fyrir að verktaki Fjarðarsels- virkjunar væri erlendur voru fram- kvæmdir undir stjóm Islendinga. Yf- irumsjónarmaður var Guðmundur Hlíðdal raffræðingur sem verið hafði starfsmaður Siemens fyrirtækisins í Þýskalandi. Hann vann verk sitt af „þekkingu, duganaði og samvisku- semi,“ eins og fram kom í bæjarblað- inu, Austra. Guðmundur varð síðar póst- og símamálastjóri. Verkstjóri við gerð stíflu og stöðvarhúss var Jónas Þorsteinsson. Hann leysti verkstjórn- ina „afbragðsvel af hendi.“ Hann varð hins vegar ekki langlífur, lést í spönsku veikinni 1918 eins og margir aðrir efnismenn. Ljósgjafanum fagnað Fjarðarselsvirkjun var vígð árið 1913 og var henni vel tekið af bæjarbúum enda stærsta framfarasporið af mörg- um sem stigin voru á Seyðisfirði um það leyti. Haldin var sérstök rafljósa- hátíð og ort að minnsta kosti sjö kvæði af því tilefni. Eitt þeirra, eftir Karl Jónasson, hófst á þessa leið: A kvöldin þegar húma fer í heimi svo handa sinna enginn greinir skil og himinljósin guðs í víðum geimi oss gefið fá ei lengur birtu ogyl, vér þolum ekki þá í myrkri að híma en þráum Ijóssins geisla skinið bjart, og nægir ekki lengur lítil skíma: oss lóngu síðan birtu-þráin snart. Kostnðarsamt mannvirki Það einkennir vatnsaflsvirkjanir að stofnkostnaður þeirra er hár en á hinn bóginn endast þær lengi. Það áttu Seyðfirðingar eftir að reyna. Fjármögnun virkjunarinnar gekk erf- iðlega. Ríkisábyrgð fyrir láni, sem Al- þingi hafði samþykkt, virtist um tíma ætla að bregðast en fékkst þó um síð- ir, ekki síst fyrir harðfylgi þingmanns bæjarins, Jóhannesar Jóhannessonar. Síðan kom í ljós að kostnaður við framkvæmdimar hafði farið verulega fram úr áætlun. Hefði það reynst bænum jafnvel ofviða ef ekki hefði komið til lán frá hafnarsjóði Seyðis- fjarðar sem nam fjórðungi heildar- kostnaðar. Bæjarbúar þurftu jafn- framt að greiða hátt verð fyrir orkuna, þ.e. miðað við veitur nútímans. Tveimur dögum eftir að Fjarð- arselsvirkjun var gangsett gaf Krist- ján X Danakonungur út lög um raf- magnsveitur í kaupstöðum á Islandi. I framhaldi af því kom reglugerð frá stjómarráði Islands um notkun raf- magns og meðferð rafstraums í Seyð- isfjarðarkaupstað. Þar er meðal ann- ars kveðið á um að bæjarfélagið hafi einkarétt á rafmagnssölu í bænum en beri jafnframt skylda til að sjá þeim fyrir rafmagni sem þess óska. Samhentir notendur A þessum tíma gátu menn valið milli hemla og mæla við kaup á raforku fyr- ir heimili sín. Flestir völdu hemlana sem voru einfaldari að gerð. Ef raf- orkunotkunin fór upp fyrir tiltekið há- mark gáfu hemlarnir frá sér viðvörun- arhljóð og rufu síðan strauminn. Flest fyrirtæki og sum heimili kusu að fá Heiðarvatn 1946 og bætti það mjög vatnsmiðlun. Ný vélasamstæða var sett í virkjunina árið 1949 og var afl hennar 172 kW. Arið 1954 var lögð lína milli Seyðis- flarðar og Egilsstaða og var hún í fyrstu notuð til að sjá Egilsstaðabúum fyrir rafmagni. Þegar Grímsárvirkjun hóf orkuvinnslu, árið 1958, urðu Hér- aðsbúar hins vegar sjálfum sér nægir um rafmagn. Árið 1957 skipti Fjarðarselsvirkjun um eiganda, Seyðisijarðarbær seldi hana RARIK sem hefur rekið hana síðan. Árið 1985 var stífla virkjunar- innar steypt upp að nýju, nokkrum veginn í sömu mynd og hún hafði ver- ið upphaflega. Sýningarvirkjun Fjarðarselsvirkjun er enn starfandi og að mestu óbreytt frá upphafi. Meðal annars er fyrsti vatnshverfillinn í henni ásamt tilheyrandi búnaði. Mjög var vandað til virkjunarinnar í byijun og hefur það auðveldað viðhald. Árið 1994 ákvað RARIK að leggja áherslu á það vægi sem hún hefur í raforku- sögu landsins og hafa hana til sýnis fyrir innlenda sem erlenda gesti. I því skyni var sett upp fyrsti vísir að minjasýningu í stöðvarhúsinu og virkjunarsvæðið var endurskipulagt. Nálægð virkjunarinnar við Seyðisflörð eykur gildi hennar fyrir bæjarbúa og eru hvammurinn og gilið hluti af úti- vistarsvæði þeirra. I tilefni af 90 ára afmæli virkjunar- innar, 18. október 2003, hefur stöðvar- húsið verið gert upp, í sem mest upp- runalegri mynd, og þar verður opnuð ný sögusýning með munum og mynd- um. i , I . í : ; , > 1 f I I I J / 3 . 1 f

x

Kveikt á perunni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kveikt á perunni
https://timarit.is/publication/1992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.