Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 13

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 13
Kveikt á perunni vera 1 til 1,5 metra frá línunni til þess að vera öruggur; leiðnin getur verið slík að jafnvel raki í loftinu getur verið lífshættulegur. A Búrfellslínu þurfti maður að vera 2,5 til 3 metra frá línunni enda meiri spenna á henni,“ segir Jón. Kom standandi niður Jón segir að ekki hafi orðið alvarleg slys við lagningu þessara lína en hann var þó hætt kom- inn eitt sinn þegar hann féll niður úr um 20 metra háum tumi á Sogslínu 2. „Vírinn hafði farið úr skorðum og ég þurfti að fara upp til að laga hann - hafði oft gert það en það þorði því enginn annar! Eg hafði ekki fyrr tekið mér stöðu á skálakeðjunni en ég varð óþyrmilega var við að þar hafði splitti ekki ver- ið rekið nægilega vel inn þannig að skálakeðjan með tólf skálum húrraði hreinlega niður. Þetta voru yfir 200 kíló sem hefðu lent ofan á mér en ég losaði mig við þau í loftinu - og kom stand- andi niður. Eg kom niður í þýfi og slapp við bein- brot en sneri mig illa á ökkla og hef eiginlega aldrei náð mér til fulls. Það vildi mér til happs að ég var ekki búinn að festa öryggisbeltið við skálakeðjuna. Heföi ég verið búinn að því hefði __________________________________________13 ég orðið undir skálunum og steindrepist. Það er mesta furða hvað ég slapp vel.“ Kom sér vel í hringnum Jón gat sér gott orð fyrir fimi sína í háloftimum og var fenginn til að sinna ýmsum verkefnum sem fáir vildu sinna, t.d. uppsetningu loftneta við óvenjulega háskalegar aðstæður og viðhaldi á fjarskiptamöstrum á Vatnsenda. Hann var hins vegar í tæri við háspennulínurnar alla sína starfsævi enda eftirlitsmaður með þeim í þrjá áratugi. Hann segir sannarlega ánægjulegt að hafa átt þátt í uppbyggingu raforkukerfisins og þótt hann minnist þess ekki að hafa fengið sérstaka „línuívilnun" fyrir störf sín er hann sáttur við sitt. „Þetta var mjög góð vinna fyrir hrausta stráka. Það var mjög góð þjálfun í þessu, að vera sífellt klifrandi upp í þessa 20 metra háu tuma. Þetta gerði maður alveg eins og ekkert væri. Það kom sér vel f hnefaleikunum. Ég þurfti ekkert að mæta á æfingar frekar en ég vildi; ég var alltaf í þjálfun!" SAMAN NÁUM VIÐ ÁRANGRI Háspenna og lífshætta daglegt brauð hjá Jóni Norðfjörð línumanni: Með strauminn í lúkunum Líklega hefur enginn verið í jafnmikilli snert- ingu við rafkerfi landsmanna í orðsins fyllstu merkingu og Jón Norðfjörð línumaður. Ohætt er að kalla þennan kappa - og þrefalda Islands- meistara í hnefaleikum - goðsögn í lifanda lífi á meðal þeirra sem eitthvað þekkja til uppbygg- ingar raforkukerfisins. Fáir ef nokkrir stóðust honum snúning þegar kom að því að eiga við há- spennulínur í háloftunum og kom þar hvort tveggja til, einstæð menntun í meðferð og um- gengni við háspennulínur og óvenjulegt þor og áræði. Fékk oft stuð „Eg b}Tjaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1942, þá aðeins unglingur, en lærði þar síðar há- spennulínulagnir og er lærður rafvirkjameistari frá Iðnskólanum,“ segir Jón sem nú er 75 ára og man því tímana tvenna. Hjá Rafmagnsveitunni lagði Jón línumar um bæinn þveran og endilangan. Stauralínur, vel að merkja, því að jarðkapall var þá næstum hvergi kominn til sögunnar nema í miðbænum. I þá daga gerði Jón mikið af því að „“vinna á straum" eins og línumenn kalla það þegar eiga þarf við raflínur án þess að straumurinn sé tekinn af þeim. „Maður var alltaf með strauminn í lúkunum, 220 voltin eða 380 voltin þegar þau komu, enda var ekki hægt að taka rafmagnið af heilu íbúða- hverfi þótt það yrði smábilun einhvers staðar! Þá passaði maður sig að vera í góðum gúmmí- stígvélum og með þurra vettlinga. Aðalatriðið var að ná hvergi jarðsambandi. Þá gat maður unnið með 380 voltin í gegnum sig eins og ekk- ert væri. Það hafði engin áhrif á mig líkamlega þótt ég ynni á straumnum alla daga. Verst var að vinna í rigningu, hún var hættulegust, en stundum varð ekki hjá því komist. Eg fékk oft stuð og hékk þá bara í beltinu. Það var ansi mik- ið fjör í þessu á þessum árum, það vantaði ekki.“ Háspenna lífshætta Þótt flestir þættust fullsæmdir af því að hand- leika 380 volt virðist það næstum því hversdags- legt í samanburði við háspennulínumar sem Jón vann við að leggja frá Sogi og Búrfelli. „Eg held að ég sé eini íslendingurinn sem hef- ur lært að vinna á háspennulínu undir spennu, lærði það úti í Bandaríkjunum í hálft annað ár hjá fyrirtæki sem hafði aðstoðað við að leggja Búrfellslínu 1. Þeir buðu mér svo út til sín seinna og þá var ég hjá þeim í tæpt ár. Þama vann ég við 420 kílóvolta línur í 30-40 metra hæð.“ Jón fékk tækifæri til að beita kunnáttu sinni þegar Sogslína 2 var lögð árið 1953 en hún var fyrsta raflínan hér á landi sem lögð var eftir stálturnum. Vart þarf að taka fram að það er ekki á alla færi að eiga við háspennulínur á straumi. „Það er gert með sérstökum, einöngruðum stöngum sem hægt er að festa hvers kyns verkfæri við. Sogslínan er 132 kílóvolt, þ.e.a.s. 132 þúsund volt. Slík spenna myndi steikja mann um leið ef maður næði einhverri jörð; það má því ekkert út af bregða og í rauninni var maður í lífshættu hvern einasta dag. Á Sogslínu þurfti maður að Skeifunni 8/108 Reykjavík • Sími 545 1000 www.ax.is • ax@ax.is Orkuveita Húsavíkur Erum í fararbroddi í heiminum í þróun á búnaöi til framleiðsiu á rafmagni úr lághitavatni

x

Kveikt á perunni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kveikt á perunni
https://timarit.is/publication/1992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.