Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 4
4
Kveikt á perunni
Rafmagnið skapaði þjóðarauð
- segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra orkumála, man vel eftir því þegar rafmagnið var leitt heim
til hennar á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Hún segir það hafa verið mikinn viðburð „og
mennirnir, sem sáu um verkið þóttu miklir kraftaverkamenn og hetjur sem mikil virðing var
borin fyrir. Ég man enn vel eftir þessum mönnum, þeir hétu Steini og Bjarki. Það segir líka
sitt um stöðu þessara manna að við systurnar nefndum dúkkurnar okkar eftir þeim og lék-
um okkur með Steina og Bjarka löngu eftir að þeir höfðu lokið verkinu."
Fyrir á Lómatjöm var ljósavél sem sá
meðal annars um rafmagn fyrir
mjaltavélina á bænum „en mesti mun-
urinn var að fá rafmagn til eldunar.
Heima var stór og stæðileg kolaelda-
vél, AGA-vélin, sem kapp var lagt á að
aldrei dræpist í. Ef það gerðist tók yf-
irleitt langan tíma að koma henni í
gang og á meðan var ekkert eldað.
Annars var þessi eldavél mjög mögn-
uð. I henni var tankur fyrir vatn og
með því að skrúfa frá krana fengum
við heitt vatn. I vélinni vom líka tveir
ofnar sem ávallt vom volgir en það gat
komið sér vel, sérstaklega í sauðburð-
inum en þá var ofninn oft notaður fyr-
ir lítil og léleg lömb sem þar fengu í sig
yl og lifðu oft fyrir vikið.“
Virkjanir bæta þjóðarhag
Valgerður segir að þrátt fyrir fögur fyr-
irheit hafi rafVæðing landsins gengið
frekar illa, enda aðstæður viða erfiðar
,AHar ríkisstjómir, sem sátu um og
eftir miðja síðustu öld, höfðu rafvæð-
inguna sem sitt helsta markmið og því
undarlegt hvað rafvæðingin gekk hægt
fyrir sig. Það má segja að rafvæðing-
unni hafi í raun og vem ekki lokið fyrr
en Þjórsá var virkjuð við Búrfell en í
þá virkjun var ráðist aðallega með
stóriðju í huga.“
En höfum við nýtt auðlinda okkar á
réttan hátt? „Já, ég er sannfærð um
það. Virkjanimar urðu til þess að auka
útflutningstekjur okkar vemlega og
bæta þjóðarhag með því að draga úr
innflutningi eldsneytis. Þær em ein
forsenda þess að á Islandi býr rík þjóð.
Markviss uppbygging hitaveitna á síð-
ustu þremur áratugum hefur sem
dæmi skilað mörgum miljörðum árlega
til þjóðarinnar í lægri orkukostnaði“.“
Gagnrýnisraddir hafa haldið því fram að
við gætum nýtt orkuna enn betur með því
að fullvinna hér afurðir stóriðjanna. Úr-
vinnsla áisins fer til að mynda öll fram er-
lendis.
„Það er alveg rétt að álið er að stór-
um hluta flutt óunnið út og þar gætum
við eflaust gert betur. Það yrði mikil
viðbót ef við gætum unnið meira úr ál-
inu hérlendis. En málið er flóknara en
svo að hér nægi að reisa verksmiðjur
til að vinna meira úr álinu. Innan-
landsmarkaðurinn er til að mynda
mjög lítill og það mundi aldrei borga
sig að vinna álið nema fyrir erlendan
markað og þá er í flestum tilvikum
hagkvæmast að flytja álið út í því
formi sem nú er gert og hafa úrvinnsl-
una sem næst stærstu markaðssvæð-
unum. En með þessu er ég ekki að úti-
loka úrvinnsluiðnað hérlendis í fram-
tíðinni því það mundi sannarlega vera
mikil og góð viðbót við það sem við
erum þegar að gera.“
Fjöldinn styður
stórframkvæmdir
Náttúruverndarsinnar hafa haft sig mikið
i frammi vegna virkjanaáforma á Kára-
hnjúkasvæðinu og ekki síður við fyrri
áformin sem gerðu ráð fyrir uppistöðu-
lóni á Eyjabakkasvæðinu. Eru virkjanir og
umhverfismál ósættanlegar andstæður?
„Aldeilis ekki. Þessi umræða er búin
að vera mikil og oft hart tekist á. Eg er
hins vegar þeirrar skoðunar að um-
ræða um náttúrvemd og virkjanir sé
bæði holl og góð. Eg trúi þvi líka að
þessi sjónarmið, sem kannski virðast
andstæð, nálgist þannig að meiri sátt
verði um framkvæmdir í framtíðinni
enda verður farið eftir leikreglum sem
allir aðilar geti sætt sig við.
I sambandi við Kárahnjúka verður
að hafa í huga að þótt ekki hafi allir
verið sammála um þá framkvæmd var
í einu og öllu farið eftir lögum. Þessi
virkjun og væntanlegt álver í Reyðar-
firði eru nauðsynleg og eðlileg upp-
bygging atvinnulífs á Islandi. Það sýn-
ir sig líka að meirihluti landsmanna er
fylgjandi þessum framkvæmdum.
Kannarnir segja að 67% landsmanna
séu fylgjandi framkvæmdunum fyrir
austan og könnun, sem ráðuneytið lét
gera á viðhorfi fólks til stóriðju á Norð-
urlandi, sýndi að 60% svarenda vildu
stóriðju á svæðinu. Þessar niðurstöður
eru afgerandi og undirstrika að það
skiptir miklu máli að láta mótlætið
ekki hafa áhrif á sig og láta ekki deig-
an síga þótt á móti blási.
Það er þekkt víða erlendis að virkj-
anir og uppistöðulón séu innan þjóð-
garða og ég sé ekkert sem mælir gegn
því að svo geti orðið hér enda um eðli-
lega nýtingu náttúruauðlinda að ræða.
Framkvæmdir geta einnig gert um-
hverfið spennandi eins og raunin hefur
verið við Bláa lónið og Nesjavelli. Nú
eru einnig uppi hugmyndir um upp-
byggingu heilsumiðstöðvar og baðhúsa
í Mývatnssveit í tengslum við virkjan-
ir í Bjamarflagi."
Virkjanirnar hafa
opnað hálendið
„Við verðum líka að hafa það í huga að
hálendið er eign okkar allra og það á
að vera aðgengilegt til að sem flestir
geti notið þess. Framkvæmdimar, sem
nú standa yfir á hálendinu fyrir aust-
an, opna leið að landsvæði sem þorri
landsmanna hefúr ekki haft mögu-
leika á að heimsækja. Ferðafólk er
þegar í auknum mæli farið að nýta sér
þær vegabætur sem gerðar hafa verið
vegna framkvæmdanna. Þegar þeim
lýkur verður þama ein hæsta jarð-
vegsstífla í Evrópu í frábæm umhverfi
og ég yrði illa svikin ef hún á ekki eft-
ir að draga að sér fjölda ferðamanna
enda svæðið gríðarlega áhugavert fyr-
ir ferðamenn.
I gegnum tíðina hafa framkvæmdir
tengdar virkjunum aukið feðamögu-
leika Islendinga og gefið fjöida fólks
tækifæri til að ferðast um hálendið
okkar. Það má nefna virkjanimar í
Þjórsá sem hafa opnað leið upp á sunn-
anverðan Sprengisand og Blönduvirkj-
un en vegna hennar er nú uppbyggður
og góður vegur að norðan að Hvera-
völlum um gróið svæði því í kjölfar
virkjunarframkvæmda var ráðist í
gríðarlega landgræðslu á svæðinu.“
Útflutningur á orku
Nú hefur oft verið talað um útflutning á
raforku gegnum sæstreng. Er það raun-
hæfur möguleiki?
„I þessu sambandi verður að hafa í
huga að virkjanir vegna stóriðju frarn-
leiða í raun og vem rafmagn til út-
flutnings. Sæstrengur til rafmagns-
flutnings til Evrópu hefur verið til
skoðunar síðustu 15 árin eða svo. Til
þessa hefur sæstrengur ekki þótt hag-
kvæmur og fyrir honum hefur ekki
verið pólitískur vilji. En þetta mál,
eins og önnur, verður skoðað áfram
enda víða erlendis kominn skattur á
raforkufyrirtæki sem framleiða raf-
magn með brennsluefni enda em þau
mengandi. Tenging með sæstreng get-
ur líka haft þau áhrif að við þyrftum
minni uppistöðulón enda möguleiki að
kaupa rafmagn gegnum sæstrenginn
þegar vatnsbúskapurinn er í lág-
marki.“
Er framtíðin fóigin í vetninu?
Mikil umræða hefur verið um vetnisfram-
leiðslu síðustu misserin og Island þykir
heppilegt land til vetnistiirauna og landið
hefur verið nefnt fyrsta vetnissamfélagið.
Er raunhæft að unnt sé að vetnisvæða
landið i náinni framtíð?
„Um þetta hefur mikið verið fjallað
og horft til Islands hvað vetnið varðar
enda hafa Islendingar framleitt vetni
til áburðarframleiðslu með góðum ár-
angri síðustu 15 árin. Við höfum tekið
þátt í tilraunaverkefni varðandi vetni
og fyrsta vetnisstöðin, sem selur vetni
til bíla, er risin hér á landi og sér ti-
raunavögnum SVR fyrir eldsneyti.
Hinsvegar er talið að tveir til þrír
áratugir muni líða uns tækni verður
komin á það stig að vetnisbifreiðar fyr-
ir almenna notkun verði samkeppnis-
færar í verði við hefðbundnar bifreiðar.
Við höfúm því tíma fyrir okkur að und-
irbúa þá breytingu er verður með
breyttu eldsneyti og gerast mun smátt
og smátt.
Til að framleiðamleiða vetni til að
fullnægja bíla- og fiskiskipaflota okkar
þurfúm við virkjun á borð við þá sem
verið er að reisa upp við Kárahnjúka.
Um 60% orkunnar sem þar yrði fram-
leidd færi í vetnisframleiðslu fyrir
fiskiskipaflotann og afgangurinn
mundi duga til fyrir bílaflota lands-
manna.
Þessar nýju virkjanir myndu verða
reistar smátt og smátt eftir því sem
þörfin fyrir eldsneyti ykist og gæti tek-
ið einn til tvo áratugi.
Markmiðið, sem ríkisstjómin setti
sér fyrir 5 árum varðandi vetnissamfé-
lagið á Islandi, var með þeim fyrirvara
að vetnisvæðingin yrði bæði efnahags-
lega hagkvæm og tæknilega möguleg.
Við vonum að það markmið náist,
enda gengur íslenska verkefnið vel.