Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 21
í.
Kveikt É perunni
21
Það vantar eldavélar!
Töluverðar breytingar urðu á höfum
fólks á Sauðárkróki með tilkomu
Gönguskarðsárvirkjunar. Rafmagn
hafði eingöngu verið til lýsingar og
heimilistæki þekktust ekki og því varð
að raftækjavæða heimilin frá grunni.
Mikið var undir, því vegna hárra lána
sem tekin voru vegna virkjunarinnar
þurfti að selja sem mest af rafmagni
og hega söluna sem fyrst. Forráða-
menn virkjunarinnar leituðu logandi
ljósi að eldavélum, eins og sést í með-
fylgjandi bréfi sent var raftækjaverls-
uninni Electric í Reykjavík þann 9.
júlí árið 1949:
Vegna skeytis yðar dags. 7/7 og út-
varpsorðsendinga vegna vöntunar á
rafmagnseldavélum, leyfi ég mér að
lýsa ástandi hér hvað það snertir.
Undanfarin ár höfum við haft hér
litla vatnsaflsstöð og motorsamstæðu,^-
sem aðeins hefur nægt til ljósa fyrir
bæinn. Af þeim ástæðum eru hér eng-
in heimilisraftæki til. Nú er að taka til
starfa stór rafveita, Gönguskarðs-
árvirkjun, og vantar okkur þá algjör-
lega eldavélar og önnur raftæki. Við
höfum fengið loforð hjá Rafha um 60
eldavélar á þessu ári, en það er algjör-
lega ófullnægjandi. Við höfum þegar
tekið á móti pöntunum á 120 vélum.
Vegna óhagstæðra lána við fram-
kvæmdirnar hér, er það lífsspursmál
að fá raftækin hið allra fyrsta, til þess
að geta staðið undir lánunum.
Leyfi ég mér að óska eftir að þér út-
vegið okkur 60 rafeldavélar á þessu
ári. Virðingarfyllst...
avinnmgur
Um 6% af öllu fjármagni á íslandi er
bundið í raforkuframleiðslu sam-
kvæmt þjóðarauðsmati Hagstofunnar,
þ.e. í virkjunum og rafveitum, og bók-
fært verð fastafjármuna Landsvirkj-
unar einnar er um 120 milljarðar
króna. Þetta er feiknarleg fjárfesting,
sem stendur ein og sér undir um 2,5%
af landsframleiðslunni.
Efnahagslegur ávinningur af raf-
orkuvæðingunni liggur í augum uppi.
Ekki þarf að fjölyrða um hvílík áhrif
það hefði ef skrúfað yrði fyrir allt raf-
magn, enda er vart hægt að hugsa sér
viðlíka forsendu nútímasamfélags,
þótt olía og fjarskipti komi upp í hug-
ann.
En vatnsafls- og jarðhitavirkjanir
þjóðarinnar eru einnig hagkvæmar
fyrir þjóðarbúið samkvæmt hefð-
bundnum mælikvörðum, þ.e. án tillits
til þess að líf án rafmangs er nær
óhugsandi. Og sama gildir um stóriðj-
una sem virkjanimar hafa gert mögu-
lega.
Kolafjallið Keilir
Samkvæmt útreikningum frá Orku-
stofnun má gera ráð fyrir að flytja
þyrfti inn tæp 2,7 milljónir tonna af
kolum árlega væru þau aðalorkugjaf-
inn til raforkuframleiðslu hér, líkt og
raunin er í Danmörku (þótt Danir nýti
raunar einnig vindorku til að fram-
leiða sem svarar um helmingi af allri
raforkuvinnslu Islendinga!) Miðað við
nýlegt verð myndi þetta kolamagn
kosta tæpa 6 milljarða króna á ári eða
sem nemur öllum kostnaði við rekstur
Háskóla Islands, svo að dæmi sé tekið.
Það er líka til marks um magnið að
á 12 áram myndu Islendingar brenna
kolafjalli á stærð við Keili, en miðað
við núverandi notkim brenna Danir
slíku fjalli á 5 árum til viðbótar við
aðra orkugjafa.
Ljóst er að kostnaður við þetta yrði
meiri en núverandi afborganir og vext-
ir af lánum Landsvirkjunar.
Lausir við umhverfisgjöid
Friðrik Már Baldursson, prófessor í
hagfræði við Háskóla Islands, segir
ekki hægt að fullyrða að þótt vatns-
afls- og jarðhitavirkjanir séu vafalaust
hagkvæmar fjárfestingar séu þær tví-
mælalaust ódýrasta leiðin til raforku-
framleiðslu. Gastúrbínur séu til dæm-
is mjög skilvirkar og gasið ódýr orku-
gjafi.
„En okkar framleiðsla er vist-
vænni,“ segir Friðrik Már. „Við losum
minna af koltvísýringi og það hefur sí-
fellt meira vægi á alþjóðavettvangi.
Hvort sem slík losun fær sýnilegt verð
í alþjóðlegum viðskiptum með losunar-
heimildir eða falið verð með einhvers
konar boðum og bönnum sem hafa
kostnað í för með sér þá mun þessi sér-
staða skila sér til okkar sem fjárhags-
legur ávinningur. Það mætti alveg
reikna út hvað kolin, sem þyrfti að
brenna til að sinna raforkuþörf okkar,
myndu losa mikinn koltvísýring og
margfalda það með verðinu sem hefur
verið rætt um að setja á losunarheim-
ildir og fá þannig hugmynd um ávinn-
ing okkar af vistvænni orkufram-
leiðslu."
Áhrif stóriðju
Þótt tekist hafi verið á um hvort stór-
framkvæmdimar við Kárahnjúka og
álver í Reyðarfirði reynist heillaspor
til lengri tíma litið fer ekki á milli
mála að með slíkum framkvæmdum
aukast umsvif í efnahagslífinu, störf-
um fjölgar 0g hagvöxtur eykst.
Friðrik Már bendir á að fyrri
draumar um stórkostlegan ávinning af
stóriðjuframkvæmdum hafi ekki allir
ræst. „Menn bundu miklar vonir við að
stóriðjan yrði driffjöður í iðnaðarupp-
byggingu en þær hafa að mestu leyti
brugðist, til dæmis varðandi úr-
vinnsluiðnað tengdan áli, þótt hugsan-
lega geti skapast betri skilyrði til slíks
iðnaðar með aukinni álframleiðslu hér
á landi. Mér finnst hins vegar að það
eigi ekki að dæma stóriðjuna á þessum
mælikvarða heldur einfaldlega spyija
hvort hún styrki íslenskt efnahagslíf -
og ég held að það sé engin spuming
um að hún gerir það,“ segir Friðrik.
„Fyrirtæki á borð við Alcan (Isal) er vel
rekið og þótt það sé í erlendri eigu og
skili arðinum út verður hér eftir kaup
starfsfólksins, sem er hátt miðað við
svipuð störf annars staðar, og einnig
tekjur þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem
þjónusta álverið.
í öðru lagi hefur stóriðjan aukið fjöl-
breytni í útflutningi. Við erum seld
undir sífelldar sveiflur í sjávarútveg-
inum og stóriðjan hefur komið sem
mótvægi gegn því. Þetta eru aðalatrið-
in að mínu mati, ekki það að háleitar
vonir fyrri tíma hafa ekki allar ræst.“
Kveðja frá Hafnarfirði
- Brautryðjendum í rafvæðingu íslenskra byggða
Stóriðja og vistvæn raforka:
Efnahagslegur