Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 24

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Blaðsíða 24
24 Lögðu grunn að rafvæðingu Litlar rafstöðvar í bæjum og sveitum gegndu mikilvægu hlutverki í rafvæðingu íslands á öldinni sem leið. Ólafur H. Óskarsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur kannað sögu þeirra. Olafur var um skeið starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins áður en hann sneri sér að kennslu og síðar skólastjóm. Arið 1963 tók hann að sér að safha upplýsingum um rafstöðvar og rafveitur á Islandi fyrir Samband íslenskra rafveitna. „Liður í þessari upplýsingasöfhun var að ferðast um landið og afla gagna, hitta menn að máli og grafast fyrir um söguna,“ seg- ir Ólafur. „Ég ræddi við fjölda manna sem höfðu frá ýmsu merkilegu að segja en þeim fer nú óðum fækkandi sem muna eftir því þegar rafmagnið hélt innreið sína hér á landi.“ Að sögn Ólafs má skipta minni raf- stöðvum á Islandi í meginatriðum í tvo flokka. „I fyrsta lagi em rafstöðv- ar sem einstaklingar og einkaaðilar hafa sett upp og rekið. Þá er einkum átt við vatnsafls- og vindrafstöðvar sem bændur hafa byggt á jörðum sín- um eða litlar dísilstöðvar, svo og dísil- rafstöðvar sem fyrirtæki, t.d. frysti- hús, hafa rekið. I öðru lagi rafstöðvar í eigu bæjar- og sveitarfélaga sem vom margar hér á árum áður en heyra nú flestar sögunni til. Ég hef einkum safnað upplýsingum um stöðvar og veitur sem teljast til síðar- nefhda flokksins." Áhugi, framtakssemi og úthald Upplýsingasöfnun Ólafs náði til tíma- bilsins frá því skömmu eftir aldamót- in 1900 og fram undir 1960. „Fyrstu áratugi tuttugustu aldar má kalla frumbýlingsár rafveitnanna. Um 1910 var raflýsing að vísu nánast óþekkt fyrirbæri hér á landi. En á öðrum ára- tug aldarinnar voru víða reistar litlar rafveitur í bæjarfélögum vftt og breitt um landið, t.d. árið 1911 á Patreks- firði, 1913 á Seyðisfirði og sama ár í Vík í Mýrdal. A þessu tímabili vom nokkrir menn sem gegndu lykilhlut- verki í útbreiðslu rafmagnsins. Fyrir utan Jóhannes Reykdal, sem byggði fyrstu rafveituna í Hafnarfirði, vom þetta menn eins og t.d. Halldór Guð- mundsson, fyrsti raffræðingurinn, Ei- ríkur Ormsson, rafvirkjameistari, Guðmundur Hlíðdal, verkfræðingur, Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri í Reykjavík, og ekki hvað síst Jakob Gíslason sem var fyrsti rafmagnseftir- htsstjóri ríkisins, síðar raforkumála- stjóri og síðast orkumálastjóri. Marga fleiri menn mætti nefna sem ekki er unnt að telja upp í stuttu viðtali. Þetta vom frumkvöðlarnir á þessu sviði og þeir lögðu víða hönd á plóginn við uppbyggingu rafveitna hér á landi. Segja má að frambýlingsárin hafi staðið fram á fjóröa áratuginn en þá var búið að setja upp rafveitur í flest- um bæjum landsins. Flestar virkjanir, sem risu á frumbýlingsárunum, vora langt innan við 1 MW miðað við upp- sett afl og vom yfirleitt í nágrenni landsins bæjanna. Þessi tími einkenndist af áhuga, framtakssemi og úthaldi og oft var takmarkaður efnahagur bættur upp með hyggjuviti og útsjónarsemi. Þegar rætt er um hyggjuvit og útsjón- arsemi verður reyndar ekki hjá því komist að minnast á Bjama Runólfs- son í Hólmi. Bjami er þjóðkunnur maður enda smíðaði hann og setti upp yfir eitt hundrað rafstöðvar fyrir bændur, aðallega í Vestur-Skaftafells- sýslu." Frystihúsin gjarnan upphafið Ólafur segir það hafa verið algengt að fyrstu rafstöðvamar í bæjarfélögum landsins hefðu verið í eigu einkaaðila. „Gjarnan var það að frystihúsin í Kveikt á perunni plássunum settu upp dísilrafstöðvar til að knýja frystiklefana. I kjölfarið var farið að nota afgangsraforku til lýsingar í frystihúsunum og síðar í nærliggjandi húsum. Þegar farið var að huga að því fyrir alvöra að stofna rafveitur í bæjunum vom mjög víða stofnaðar sérstakar rafveitunefndir til að annast undirbúning og fram- kvæmdir. Það var mjög misjafnt hvemig rafVeitumar vom fjármagn- aðar en yfirleitt fengust einhver lán eða styrkir frá opinbemm aðilum. Arið 1946 vom sett raforkulög og upp úr því fóm Rafmagnsveitur ríkisins að reisa virkjanir og dreifilínur víða um land. RARIK keypti síðan smám saman upp flestar rafveitur í kaup- túnum og kaupstöðum landsins og má segja að um 1960 hafi þeirri þróun verið lokið. Auðvitað er hér stiklað mjög á stóm enda ekki rúm til að fara nánar út í alla þessa sögu í stuttu spjalli.“ „Það heyrist ekkert í því!" Ólafur segir að það hafi ávallt verið mikil viðbrigði fyrir íbúa bæjarfélag- anna þegar rafveiturnar tóku til starfa. „Tilvera fólksins breyttist með ljósapemnum að ekki sé talað um þá lífskjarabyltingu sem varð í kjölfarið með tilkomu raf- og heimilstækja. Það er erfitt fyrir nútímamenn að gera sér í hugarlund hvemig lífið var áður en rafmagnið kom. Nú á dögum er raf- magnið í raun ein helsta undirstaða samfélagsins og álitið sjálfsögð þæg- indi. Til er saga af tveimur eldri kon- um á Neskaupstað sem tóku tal sam- an skömmu eftir að RARIK hafði lok- ið við að leiða rafmagn til bæjarins. Dísilrafstöð hafði áður séð bænum fyr- ir rafmagni og höfðu íbúamir vanist sífelldum vélamið frá stöðinni. Önnur kvennanna mun hafa sagt við hina að sér þætti nýja rafmagnið skrítið því það heyrðist ekkert í því! Þessi saga minnir okkur á hvað tímamir hafa breyst mikið og hve stórkostlegar framfarir urðu hér á síðustu öld,“ seg- ir Ólafur að lokum. * - JjiUJJjJUj jjUJJJUjjJÚU - Sveigjanleg Létt Miklir notkunarmöguleikar Góð til plæginga í rúllun Lengdir eftir óskum Tengiefni Mjög góð varanleg einangrun Einangraðir útiskápar fyrir hitaveituinntak og varmaskipta ISRÖRi HEHÐVERSI.UN 220 Hafnarfjörður Simí 565 1489 • GSM 898 1889 isrortHimneLís Orkusagan er Stefán Pálsson, forstöðumaður minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur. í Elliðaárdalnum Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur er starfrækt í Elliðaárdalnum, gegnt gömlu rafstöðinni sem má telja merkasta sýningargripinn. A safninu er rakin rafvæðingarsaga höfuðborgarsvæðisins og raunar landsins alls. Mikið magn ljósmynda og muna er þar að finna enda em meira en þijátíu ár síðan byrjað var að halda utan um þessa hluti á vegum Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem þá var. Fjöldi gesta heimsækir safhið á ári hverju, ekki síst á sumrin þegar það er opið alla daga enda iðar Elliðaárdalurinn af mannlífi á þeim árstíma þar sem fólk nýtur hinna fjölmörgu frá- bæm gönguleiða sem þar er að finna. Yfir vetrar- mánuðina er safnið opið á sunnudögum frá klukkan 15 til 17 og virka daga frá 13 til 16. Stór hluti gestanna er útlendingar sem hafa sérstak- an áhuga á að kynna sér orkumál íslands og þá einkum nýtingu landsmanna á vistvænum orku- gjöfum í fortíð og framtíð. A neðri hæð minjasafnsins rekur Orkuveitan Rafheima en þeir eru fræðslusetur þar sem skólaböm fá fræðslu um allt það sem snýr að raf- magninu. Ekki hvað sýst er athyglinni beint að eðlisfræði rafmagnsins og hafa í því skyni verið útbúnir sérstakir tilraunabásar þar sem nem- endurnir geta spreytt sig. Með starfsemi þessari, sem er skólunum að kostnaðarlausu, vill Orku- veitan styðja við bakið á raungreinakennslu í landinu og leitast við að vekja áhuga bama á tæknigreinum. Nemendur á ýmsum aldri heim- sækja Rafheima en mest er áherslan þó lögð á aldurshópinn 10 til 12 ára.

x

Kveikt á perunni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kveikt á perunni
https://timarit.is/publication/1992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.