Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 7
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 7
nálægt bænum. Leggja þyrfti vegi, stofna
vagnafélög og planta skógi. Margir áratugir
liðu þó áður en hugmyndin um skógi vaxið
útivistarsvæði í nágrenni Reykjavíkur varð
að veruleika.
Brautryðjendur við Rauðavatn
Fyrstu skipulegu tilraunir til að rækta
skóg í nágrenni Reykjavíkur voru líklega
við Rauðavatn, árið 1902. Þar var að
verki danskur skógfræðingur, Christian
Flensborg, í samstarfi við nokkra innlenda
menn. Flensborg hafði komið hingað til
lands á vegum tveggja landa sinna: Carl
Ryder skipstjóra í Íslandssiglingum og Carl
Prytz, prófessors í skógrækt.iii
Christian Flensborg sinnti skógræktar-
starfi fyrir norðan land og austan. Á suð-
vesturhorninu fann hann snotran stað fyrir
skógrækt við Rauðavatn, sem hann taldi
tilvalinn fyrir lystigarð í framtíðinni. Þetta
væri stutt frá höfuðborginni, við lítið vatn
og með fagurt útsýni yfir Rauðhóla.
framkvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur, árið 1956.ii Þar sem nú er
íbúðarhúsnæði, útivistarsvæði, íþróttahús
og sundlaugar, voru í upphafi aldarinnar
einkum sveitabæir, ræktarlönd, beitarlönd
og melar. Garðar og gróðurreitir voru til
en flestir lokaðir almenningi. Víkurgarður,
sem einnig er þekktur sem Fógetagarður
og er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis,
varð til að mynda ekki almenningsgarður
fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld. Og
Alþingisgarðurinn var framan af lokaður
almenningi nema í nokkra klukkutíma á
sunnudögum og þá undir eftirliti.3 Það er
því ekki að undra að sumir bæjarbúar hafi
látið sig dreyma um einhvers konar friðland
eða lystigarð í nágrenni höfuðstaðarins.
Páll Líndal hefur rakið fyrstu hugmyndir
um útivistarsvæði og skógrækt í nágrenni
Reykjavíkur aftur til ársins 1870.19 Þá
ræddi Sigurður Guðmundsson málari
nauðsyn þess að búa í haginn svo Reykvík-
ingar gætu stundað útivist í góðu umhverfi,
Gestir á Vígsluflöt í Heiðmörk, 25. júní 1950. Mynd: Ljósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar